Elsku Svandís Þula

Í dag eru  2 ár síðan  Svandís Þula  dó í bílslysi, við söknum hennar sárt´

ScannedImage

Þessi mynd af Svandís og Nóna er ein af alltof fáum myndum sem ég á af henni. Elsku Nóni, Ásgeir og öll fjölskyldan, guð blessi ykkur.

Elsku Svandís takk fyrir okkur.


Jamm og jæja

Í dag hefur verið eitt leiðinlegasta, veður lengi , og svo slæmt var það í morgun að krakkarnir fóru ekki í skólann. Mér fanst í rauninni ekkert ferða-veður fyrr en seinni partinn. Til þess að gera leiðinlegann dag betri tókum við okkur til og settum upp 6 jólaseríur og, fann aðventuljósin, er meira að setja þessi ljós upp núna svo Guðjón fái notið þeirra smá áður en hann fer í sveitin til pabba síns en hann fer trúlega á fimmtudag í næstu viku. Við lögðum okkur svo fram um að reyna að gera pipar-köku hús í dag  og ég held að okkur hafi tekist að gera það ljótast piparkökuhús sem ég hef nokkru sinni séð.

PB270002

Jólatrén fallegust, en á ekki að hafa gaman af hlutunum og reyna að skemmta sér smá í þessu leiðindaveðri. Þar til næst hafið það sem best

 


Smákökur

Jóna, Daniel, Ásta og Helgi Hrannar takk fyrir komuna í dag,gamann að hitta ykkur. Búin að vera góður dagur hjá okkur í dag við erum búnar að vera að þvo þvott og baka, við Sigríður, Guðjón hjálpaði okkur með piparkökurnar, við bökuðum 9 tegundir í dag en eigum eftir  3 inni í ískáp, sem við bökum á morgun. Í gærkvöldi byrjuðum við svo að skrifa á jóla kortin en kláruðum það svo í kvöldPB220009

Guðjón var duglegur að hjálpa okkur með piparkökurnar, hann söng meira að segja jólalög á meðann, en hann syngur ekki mjög oft þannig að þetta var mjög gamann. Hann var reyndar duglegastur í því að smakka kökurnar, enda verður að gera það líka. Annars gengur bara allt sinn vana gang. Vona að þið hafið það sem best og takk fyrir kvittin .


Bara að henda inn myndum

Bara að henda inn myndum  af treflunum sem ég fór með fram í Varmahlíð í dag.

 

PB200002PB200003

PB200005PB200016

PB200008PB200009

PB200012PB200013

Svo voru 3 langsjöl líka , þannig að nú á eg ekkert heyma og þarf aðbyrja aftur að prjóna. Hér er allt í  góðu gengi, vona að þið hafið það sem best þsr til næst.Wink


Birna og Brynjar, takk fyrir konuna

Það er nefnilega það, já mínir kæru InLove vinir  það er alveg nóg og að gera þessa dagana, Þegar maður kemur heim uppúr 6 á daginnn þá verður bara tölvan að bíða, og svo ætlar maður að blogga þegar, þetta er búið og hitt er búið, en svo skríð ég bara uppí. það er lang best. Fór á kóræfingu í síðustu viku langt síðan ég hefi fundið tíma til þess, hef saknað þeirra. Á föstudagskvökdið fóum við svo á árshátíð Sauðfjár og Kúabænda í Skagafirði, hún var haldin í Höfðaborg, frábær skemmtun eins og við var að búast og dansað fram eftir nóttu. Guðjóni mínum fanst þetta engin meining að vera ekki komin á fætur 10.30 á laugadagsmorgun, og lét svo sannanlega til sín heyra og skipaði mömmu sinni á fætur, en þegar það gekk ekki varð hann ákveðnari og sagði hátt og snjall HRAFNHILDUR VAKNAÐU, það var því ekki um annað að velja að fara á fætur. Í gær fengum við svo frábæra gesti, en þau komu Birna Særún og litli pjakkur hann Brynjar,Frá bært að þau skyldu koma.  Þreyf í gær elhúsið og stofuna og tók niur gardínur og þvoði á báðum stöðum,, svo gerði ég það sem ég geri yfirleitt ALDREI, ég færði til húsgögnin í stofunni, vit ekki enn hvernig mér líkar það. Krakkarnir eru farin í skólann og Gummi farin upp á Krók á Vélinni að ná í bitana í fjárhúsið, það verur vonandi allt búið sem þarf að gera þar um helgi. Búin að gera 4 trefla úr eingirni þessa vikuna, einn jólarauðann, einn vínrauðann, einn mórauðann og einn föl grænann, svo er einn mosagrænn komin á prjónana, ætlað að reyna að fara með þetta í Varmahlíð í vikunni, set inn myndair af þessu þegar ég er búin að þvo þá. Best að ganga frá svo ég geti farið að hafa mig á stað í skólann, ætla að ver komin heim um hádegi.InLove Komið nóg í bili takk fyir kvittin knús knús.

Hæ hæ

Jamm og jæja . Crying Ég þykist vita að ef ég fer ekki að setja nokkrar línur niður á blaðið, eða öllu heldur bloggið þá fái ég að heyra það. Annars er svo sem ekkert að frétta , nema að ég er 4 daga í viku í Stes og þegar maður kemur heim seint á daginn jafnvel undir kvöldmat heim þá gerir maður ekki mikið annað ern það minsta sem maður kemst af með, eða reynir það allavega. 'A þriðjudaginn skruppum við norður og versluðum,  verslaði matvöru og smávegis af jólagjöfum. Um helgina hef ég svo dottið í bakstur og bakaði 2 formkökur venjulegar, 2 formkökur með sukkat og þesshállar, 1 formköku með appelsínu berki og svo 2 með kókós og súkkulaði, 1 skúffuköku, já og svo bakaði ég líka 1 enska jólaköku, já og svo líka nokkrara kleinur það er svo gott að eiga þetta í kistunni. Um næstu helgi er planið að fara að kíkja á smákökurnar. Er komin með 2 trefla sem eru í sama dúr og sjölin, annað er ljósfjólublátt, en hitt ljós grátt, svo er eitt hvítt komið á prjónana. Gummi er búin að vera að keyra út úr fjósinu (haug), það kláraðist núna seinnipartinn. Sigríður  er að æfa sig svo að það eru fagrir fiðlu tónar sem berast upp af neðri hæðinni. Guðjón minn er ekki alveg að nenna að vinna það sem fyrir hann er sett á töflunni og kemur fram með reglulegu millibili og gáir hvað við erum að gera.. Meinleysis veður búið að vera,sná skúrir öðru hverju en hlýtt.  Er annars að spá í að setjast niður og prjóna smá stund. Bestu kveðjur og takk fyri kommentin, já og Jón og Þóra takk fyrir komuna í gærInLove

Til hamingju með daginn, Jón EInar, 'Asta og elsku Pabbi

Jón Einar til hamingju með afmælið á föstudaginn og takk fyrir frábærar veitingar, gaman að koma til þín. Ásta mín til hamingju með daginn í gær, og svo elsku pabbi minn til hamingju með daginn í dag.

ScannedImage 2

 Hér eru þau elsku pabbi og mamma.                                              'Úr afmælinu hans Jóns Einars,á föstudagskvöldið , fórum við í Höfðaborg á árshátíð Hvells ,sem er eldri dansa klúbbur , mjög gamann þar eins og við var að búast. Gísli Einarsson fór á kostum og var yndislegur eins og alltaf, Gísli takk fyrir skemmtunina. Í gær morgun fór ég svo í Hofsós á skartgripagerðar námskeið hjá Flétturnn við vorum að búa til gler skartgripi, ég bjó til 2 sett með nælu , eyralokkum og hálsfesi

PB020004

hér er hitt.

PB020001

svo bjó ég til 2 aðrar hálsfestar eina bindis nælu og hring

PB020011

 er ekki með mynd af hringnum og annari hálsfestinni. og svo er hérna ein næla til,

PB020008

Bara gamann að þessu, kom ekki heim fyrr en um kaffi, þá var Sigríður  að búa til kornflekskökur og amerískar súkkulaði snákökur, fá bært hjá þeim, Ása er búin að vera hjá okkur síðan á föstudag.  Ég bakaði svo líka tvö ítölsk brauð og einhveja 20 osta snúða, höfðum svo heima tilbúin bjúgu í kvöldmat. Hér er svo mynd af peysunni hennar Sigríðar , sem ég bjó til um daginn.

PB020013

Hún er búin að nota hana heilmikið. Vatnið er komið aftur og þetta er allt að komast í eðlilegar skorður hvað varðar þvott og þrif, aftur. Svo eru hérna myndir af sjölum sem ég er búin að gera, þetta sem er svart er selt farið.

P9260008

PB020015PB020016

PB020019

Þessi 3 síðustu eru óþveginn.Fór áð sofa um níuleitið í gærkvöldi, gersamlega búin á því. Dagurinn í dag byrjaði vel ,svaf til að verða níu, og fékk svo kaffi og smurt í rúmið, Takk elsku Gummi. Núna erum við að hamast í því að hafa það notalegt og gera ekki neitt. Bestu kveðjur til ykkar allra, knúsInLove


Það snjóaði líka í gærkvöldi

KissingÞokkalegasti dagur í gær vaknaði með Gumma um 6 leitið og kom svo krökkunum fram um 6.30 Guðjón ætlaði bara ekki að vakna. Þau fóru svo á stað 7.15. Ég gerðist alveg heiftarlega dugleg bræddi snjó í potti svo ég gæti skúrað gólfin hérna uppi. Er mjög stolt af sjálfri mér að hafa getað það , hélt svo áfram og bræddi meira vatn til að geta klárað, að ganga frá og vaska upp í eldhúsinu. Gummi kom heim um 12 leitið, búin að vinna. Þá vorum við Guttormur búin að labba og ná í póstinn, og ég með minni snild að detta einu sinni , en bara mjög varlegaWink

Gutti

 Hinn frábæri Gutti, sem heldur að hann sé enn lítill og sætur , hann er reyndar sætur og fallegur en hann er ekki lengur lítill, .að fékk hann að prufa í dag þegar hann stalst inn og fór beint uppí stofu og uppí stól það lá hann svo fastur í prjónakörfunni minni, sem ég hafði sett í stólinn á meðan ég var að skúra. Eftir hádegið dundaði ég mér við hin ýmsu ómótstæðileg heimilisverk og prjónaði svo í kjólinn minn, já reyndar bakaði ég 2 kökur og rölti með Gumma á eftir hrútunum, við erum búin að taka þá úr fénu og fara með niður í fjós.Hin ýmsu verk svo eins og vant er. Best að hætta og fara að koma krökkunum fram , búin að kalla einu sinni en það er ekki alveg að virka. Bless í bili og endileg meira kvitt Joyful


Meiri snjó meiri snjó meiri snjó.

Hæ hæ allir og allar, mér hefur fundist að , þið hafið saknað mín og það finnst mér gott. En það er bara svo mikið sem hefur verið að gera að þegar loks dagskipanin er búin , þá hefi ég hreynlega skriðið undir sæng og farið að sofa.  En svona lítur þetta út hjá mér núna og enn snjóar.

PA260001

Það er gott að vera komin á vetrar dekkin. Fer upp á Krók 4 daga í viku, er í það sem heitir STES Starfsendurhæfing Skagafjarðar, mark mið að komast aftur út á vinnumarkaðinn og eða í skóla, af örorkunni, þetta er frábær hópur.

Svo svona smá yfirlit síðan ég bloggaði síðast, er búin að þessum hefðbundnu haustverkum eins og  að búa til slátur, salta kjöt í tunnu, 2 gerðir, 2 gerðir af bjúgum. Birna takk fyrir þá hjálp. Svo erum við Ásta búnar að vinna við  sviðasultu, eistnavefju og lundabagga í súr og svo eru þar líka sviðalappir og slátur, TAkk fyrir samstarfið elsku Ásta.  Svo er ég búin að fara 2 ferir til Akureyrar, ágætis ferðir báðar tvær. Búin að prjóna lopapeysu á Sigríði og svo 2 eingirnisjöl til viðbótar. Sjöl frá mer eru til sölu í Alþýðulist í Varmahlíð.

Í dag var ég komin heim um eitt leitið, gott að vera komin snemma heim. Það er reyndar stórt vandamál að ergja mig þessa dagana , en það er mjörg erfitt að leisa það. Við búum við vatnsskort þessa dagana og fer ástandið bara versnandi, það verur þá farið í að skoða málið nánar á morgun. Vona að þetta sé nóg í bili takk og knús til ykkar allra fyrir hvatninguna .InLove


Sýn ögnin af hverju

Wink Hæ hæ, hef svo sem ekki verið mjög dugleg síðan síðast, en er þó búin með svarta sjalið og byrjuð á mórauðu. Búin að salta bæði kinda og hrossa kjöt, og búa til 2 saltar rúllupylsur. Fórum í Laufskálarétt á Laugardaginn, mér fannst nóg að sjá reksturinn koma niður, hin voru líka alveg sammála því að það var hroll kalt

P9270019

Hér er stóðið að renna inn í girðinguna við réttina.

P9270049

Hér eru svo sölukonur frá Alþýðulist,með ýmsan varning.

P9270054

Vinkonurnar Ása og Sigríður, þeim er hálf kalt,enda leiðinda gjóla.

P9270056

Og svo eru þeir  Guðmundur og Guðjón á hraðri leið í bílinn.  Ég veit ekki alveg hvað Guðjóni fannst um þetta held þó að það hafi verið of margt fólk og alltof mikill erill. Á föstudagskvöldinu fórum við á sýninguna í reiðhöllinni, hún var ágæt.

Á Laugadeginum þegar við komum heim fórum við að úrbeina og salta og kjöt, og setja í nýju frystikistuna , hún er algjört æði. Á sunnudaginn kúrðum við svo fram undir 10 sem er langt á okkar mælikvarða. Gummi fór svo með Þóri og Áslaugu og náði í hross uppá rétt en það var stóðið réttir í Deildardalsrétt á föstudaginn,  það komu ekki öll hrossin til réttar en þau fundust á laugadag.  Seinn partinn á sunnudaginn komu svo Freyja og Villi, takk fyrir komuna . Ása, Áslaug og Þórir voru alla helgin hjá okkur, takk líka fyrir komuna.  'I dag er svo bara venjulegur dagur, ég ein heima og er að þvo þvott og prjóna og svo smá bútast, í kvöld er svo Fléttu fundur í Hofsós og ég ver endilega að skreppa þangað. Seinni partinn á morgun er svo planið að búa til hrossabjúgu sem eiga að fara í reyk á miðviku eða fimmtudag. Þannig bless í bili og reynið að njóta þess að vera til.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 789

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband