Góður dagur. ,-)

Jæja, enn einu sinni er maður sestur niður til að pikka eitthvað. Þetta er annars búin að vera mjög góður dagur. Byrjaði á kaffi og svo kíkti ég inn á FNV, til að gá hvort niðurstöður prófanna væru komnar, og viti menn, þarna var þetta svart á hvítu. Ég nái í öllum 5 fögunum, fékk 2x8 2x9 og 1x5, svo skrítið en mestur léttirinn var af fimmunni. Tók mig svo til fyrir hádegið og lagaði smá til, svo bakaði ég 2 marmarakökur 2 sandkökur og stóra skúffuköku. Mér leið mikið betur , því nú er til með kaffinu, ef einhver skyldi kíkja inn. Seinni partinn fórum við Guðjón upp á Krók að ná í Sigríði, en hún var að koma úr Reykjavík. Við keyptum í leiðinni nýjan hjálm handa Guðjóni,svo keyptum við akríl-dúk í leiðinni til að setja yfir grænmetiskassana sem við smíðuðum í gær, kartöflurnar fóru líka niður þá. Í kvöld tókum við svo smá til mæðgurnar.  Gummi er búin að vera að keyra út undan kálfunum í dag. Sauðburði er nánast lokið bara einhverjar 2-3 eftir, komin um það bil 490-500 lömb. Er ekki komið gott í bili, hafið það sem best þar til næst. Knúsur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með prófin, og allt hitt líka

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.5.2009 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband