bla bla

Ein vika enn búin , reyndar búin að vera að mörguleiti sérkennileg. Síðastliðið föstudagskvöld brugðum við okkur í afmæli hjá Kristjáni í Höfðaborg, það var mjög gamann og rífandi stemming. Á laugadagskvöld var svo forskot tekið á sæluna og við skelltum okkur á Þorrablót hjá Hvelli í  Ljósheimum, frábær skemmti atriði og mjög gott ball. Guðjón var í Skammó þessa helgi þannig að það var frekar rólegt heima og nærri því tómlegt . Mestann part sunnudagsins kúrði ég svo undir sæng. Við fórum svo öll í skólann á manudeginum, og krakkarnir reyndar alla vikuna en ég lá með flensu fram á fimmtudag, langt síðan maður hefur verið svona drullulélegur. Guðjón var svo orðinn lasin seinni partinn í gær. Þeir voru svo heima í dag Guðjón og Guðmundur. Ég kom svo heim með Bóndadagsköku og blóm handa húsbóndanum. Í kvöld vorum við svo með dýrindis  heimatilbúin bjúgu í kvöldmat. Á þessu ári er ég svo búin að bæta við 2 hyrnum  sem ég hef verið að prjóna úr  eingirni, annars hefur verið lítill tími til að prjóna eftir að ég fór að vera í skólanum. Helgin fer trúlega í að vinna upp húsverk sem ég hef þó látið sitja á hakanum, og þó að Gummi hafi verið MJÖG duglegur heima þá er alltaf eitthvað eftir. Risa knúsur til ykkara allra þó mest til ma og pa, hafið  það sem best. Vona elsku ma að þér líði betur .InLove

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Heimilisverk puhh,ég er að hugsa um að fá mér vinnukonu.haha smá grínVona að mömmu þinni líði þokkalega,og að þú sért búin að jafna þig á flensunni..

Risaknúsur á þig

Guðný Einarsdóttir, 23.1.2009 kl. 21:05

2 Smámynd: Anna Guðný

Ég væri líka til í vinnukonu, ég sem vinn ekki einu sinni úti.

Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 22:03

3 identicon

Blessuð og sæl vinan og takk fyrir síðast ! það er eitthvað vesen á póstinum hjá mér ,svo mér datt í hug að kíkja á bloggið og senda þér línur og láta þig vita að það er allt í lagi með mig. Það er nú meiri dugnaður í þér að gera handavinnu og svo er skólinn og heimilið . svo það er nóg að gera hjá þér. Kannski sjáumst við bráðum , ég hef ekkert hitt Ernu frænku þína neitt. ´´Eg hef verið að dútla við annað . ...... Læt þetta duga núna og bið að heilsa         kveðja af króknum , Birna Jónsd,

Birna (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fer ekkert á þorrablót á þessu ári og mun ég sakna þess.  Við borðuðum samt svið í kvöld, en gikkirnir fengu pylsur.  Gangi þér vel í skólanum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 789

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband