
Er ekki best að skrifa stutt en laggott yfirlit yfir helgina.Laugardagur, fór nánast allur í að jafna sig eftir ferðina suður, eldaði hádegisdsmat, en skreið svo uppí sófann en Sígríður og Gummi fóru á Páska bingó í Hofsós, ætlaði að horfa á eitthvað í sjónvarpinu en þegar ég man næst eftir var kominn einhver alllt annar þáttur, hef trúlega sofnað. Loftur á Melstað kom svo seinni partinnog stoppaði fram að kvöldmat.Kryddaði hrygginn og setti inn í ofn.

Sunnudagur, fór á fætur upp úr 6,30 í morgun og í sturtu. Var komin upp á Krók rétt fyrir kl 8, Tók Ernu frænku með í messu. Eftir messuna fórum við í kaffi í safnaðarheimilinu, fór svo smá stund til Ernu á eftir. Gummi eldaði hádegismatinn. Srigríður var eins og annur unglingur og kom á fætur í hádegismatinn. Kláraði að prjóna lopapeysuna sem ég var búin að lofa Ágúst og gerði svo líka húfu í stíl.Tókum svo restina af drginum bara róleg.

Í dag gerðum svo sem ekki mikið og þó skruttum frameftir til Birnu og Freysteins, og stoppuðum ágætis stund, Takk fyrir frábærar móttökur. Komum við á Króknum og fengum okkur pizzu, Sigríður er dottin í sjónvarðið og Gummi úti að gefa því bestu kv og knús í bili.
Athugasemdir
Þetta gerist stundum ef maður hallar sér aftur í sófanum láttu mig vita það
ert þú svona verksmiðja sem prjónar bara hlutina 1,2 og 10??? Bestu kveðjur
Guðný Einarsdóttir, 24.3.2008 kl. 20:59
Halló !!! Er ekki í lagi með þig ?? Hver heilbrigða maður fer á fætur klukkan 6:30, ég bara spyr.
Kveðja í sveitina frá mér.
Knús og föðm og tvö öpl.
Linda litla, 24.3.2008 kl. 21:38
Já þetta með aðprjóna Gulla mín var óvenjulegi með þessa peysu 10 daga og Linda bara stóðst það ekki að syngja í messu kl 8 á páskadagsmorgun, það er toppurinn. Hafið það sem best stelpur mínar
Habbý (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.