Elsku Jón

P7210008

Jón og Þóra

Elsku tengdapabbi, til hamingju með daginn og takk fyrir komuna í gær.Setti hérna mynd af þeim hjónum.

Hef verið löt að setjast niður við tölvuna,og gera eitthvað af viti. Er reyndar búin að vera með einhverja pestar druslu . Það hefur verðið drjúgt að gera undan farna dag. Á föstudaginn fórum við upp á Krók eins og alltaf á föstudögum að ná í krakkana,en núna fór ég í leiðinni ,með Guðjón til að ganga frrá örorkumatinu hjá honum, eða öllu heldur umsókn um örorkubætur, svo sóttum við líka um vegabréf fyrir hann, en hann er að fara til Dannmerkur og Svíþjóðar í vor, með 10 bekk.  Komum líka við hjá Ernu frænku og hún kom með okkur í búðina. Á laugardaginn keyrði ég Sigríði svo í Grænumýri til Kristína Höllu en þau voru að fara á Blönduós út af styrkveitingu sem "Rjúpurnar" fengu,  þær spiluðu þar líka. Við Guðjón sóttum hana svo un kvöldmat og þá í Varmahlíð. Við keyptum svo alveg glás af frönsku til að hafa í matinn, nennti ekki að elda. Fór snemma í rúmmið að drepast af hausverk og kvefi. Í dag er ekki búið að gera mikið bara elda hádegismat og skipa fyrir .Sigríður fer í ökutíma í kvöld. Þau systkinin hjálpuðu Gumma við gegningarnar og svo Ráku Sigríður og Gummi hrossin hans Dóra en  þau höfðu stundið af og voru komin niður á veg. Á morgun á svo Sævar Freyr   vinur minn afmæli, hann verður 12 ára, til hamingju með daginn á morgun. Veit að ég hef ekki tíma til að blogga þá.Vonað að þið hafið það sem best þar til næst. Bestu kv og knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Láttu þér batna af þessu sleni,ertu bara ekki með flensuna??? En hafðu það gott..Bestu kveðjur úr sólini á Hellu

Costa'del' Hella haha

Guðný Einarsdóttir, 6.4.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Linda litla

Elsku litla stóra systir..... þessir stafir eru of flóknir fyrir minn litla heila. Mæli með og legg svo til að þú notir þá ekki aftur, ef að þér viljið að ég geti fylgst með ykkur þarna norður í sveit.

Kv. stóra litla sys

Linda litla, 6.4.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband