Elsku systir

Var að vona að ég væri búin að finna textaletur sem allir væru sáttir við,geri bara aðra tilraun. Hér er svo sem ekkert að ske, merkilegt bara þetta venjulega í gangi gegningar og sjúkraþjálfun í bland. Vegabréfið hans Guðjóns kom í morgun,þetta tók mjög stuttan tíma,en við sóttum það eftir hádegi á föstudaginn síðasta. I morgun er ég svo búin að fara með Gumma út í gegningarnar, og hjálpa honum við að sprauta og gefa inn ormalyf,tókum helminginn útfrá í morgun og tökum hinn helminginn á morgun. Skrapp í Hofsós með pakka í póst, fermingargjöf sem við getum ekki farið með sjálf. er svo búin að vera að leita að íslenskum leiðbeiningum um hekl á netinu en hef lítið fundið, vanntar til að hafa með mér á Fléttu vinnufundinn á mánudaginn í næstu viku. Er svo loks búin að koma rafmagni á bílinn hjá mér en ég gleymdi ljósunum á honum á laugardaginn, og hann var rafmagnslaus, skil  þetta bara ekkiBlush

Í dag er, nei í kvöld er svo kóræfing á Króknum , tvær æfingar í viku fram að sæluviku, þannig að ég ver að fara í kvöld, það gengur ekkert of vel að læra textana en þetta er þó allt að koma. Í dag ereinhver úrkoma sem veit ekki hvort  hún á að vera rigning eða snjór, eða slydda enda hiti á núlli. Fór í gær til tansa og lét laga fyllinguna sem losnaði úr framtönninni og þvílíkur munur nú er hægt að brosa aftur, það hefur ekki verið hægt í næstum tvær vikur. Við verðum bara tvö heima fram á fimmtudagskvöld, venjulega kemur Guðjón heim á miðvikudögum, en hann er að fara í prufu flug, æfingu fyrir skólaferðalagið, á fimmtudaginn. Stelpurnar í námsverinu fara með honum í dags ferð til Reykjvíkur, ég held reyndar að þetta verði ekkert mál. Það er ekki búið að ákveða endanlega hvort ég fer með honum en það lítur út fyrir það. Jæja gott í bili, knús og sv.fr.v


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Takk fyrir kærlega, þetta get ég lesið, en hitt rann allt út í eina klessu. Veit ekki hvort að augun mín eru eitthvað að brenglast eða heilinn minn of lítill fyrir þetta. Alla vega takk fyrir þetta.

Ef að þú ætlar að skrifa eitthvað sem að ég má ekki vita, þá er tilvalið að nota þessa stóru stafi

Linda litla, 8.4.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband