11.4.2008 | 07:28
Góðann daginn
Gott að byrja daginn snemma. Var komin á fætur rétt upp úr 6.30 í morgun, Gummi farin í vinnuna upp á Krók. Vakti Guðjón svo korter fyrir sjö. Hann er hress að vanda, enda er hann að fara í skíðaferð í Stólninn fyrir hádegi. Ég fer svo í sjúkraþjálfun kl 2 og næ svo í krakkana þegar það er búið.Ása er að spá í að koma í dag og vera hérna um helgina
Hér er ein mynd af Ásu og Gutta á Torfhól. Svo er hérna önnur af þeim vinkonum,við eldhús borði.
Ég hélt reyndar að þetta ætlaði aldrei að hafast því myndin var svo lengi að hlaðast inn.
Fór á kóræfingu í gær, við æfðum í safnaðarheimilinu í kvöld ,kirkjan upptekin. Ég held að það séu fáir staðir sem er jafn vont að að syngja eins og þar, einhver sagði að þetta væri eins og að syngja í ullarpoka. Svo eitt afmæi í dag, en Magnús Gunnlaugur Jóhannesson er 40 í dag, innilega til hamingju með daginn Maggi. Annars bara bless í bili þar til næst
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki segja mér að Sigríður og Ása séu að borða morgunmat úr þessum skálum Hrafnhildur.......
Linda litla, 11.4.2008 kl. 08:20
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 11.4.2008 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.