15.4.2008 | 09:33
Fleiri afmæli
Fyrstan ber að telja Snorra Stein Kristjánsson . Hann var í gær 14 apríl. Kristján Kristjánsson(ekki skyldir) i dag og svo Loftur Guðmundson í gær og dag, Loftur hjartanlega til hamingju með daginn fæ mér kaffi hjá þér seinna. Á morgun er það svo einn besti frændi minn sem á afmæli, en það er Kormákur Atli Unnþórsson. alveg frábær strákur
Annars nokkuð góður dagur í gær, byrjaði á því að vera komin upp á Krók kl 7.30 með Guðjón og svo fór ég upp í sundlaug og í sjúkraþjálfun. Þegar ég kom heim um hádegið lagðist ég í bakstur, er að byrja að baka fyrir sauðburðinn, en þó ég kæmist ekki yfir mikið er ég þó byrjuð og ætla að halda áfram á eftir. Bakaði bara 9 form kökur og 2 skúffu kökur, í dag eru það svo epla kökur , kanilsnúðar og danska kexið. Í gærkvöld var svo fléttu vinnufundur og við dútluðum okkur við hekl og þessháttar, það var því miður frekar fámennt. Skreið upp í um 11 leitið gersamlega búin , og svaf nánast til 8 í morgun en það heitir á þessu heimili að sofa út. Er svo búin að fá mér kaffi og flagga í tilefni af komu Forseta Íslands í Skagafjörð, en hann verður í Hofsós eftir hádegið. Gott í bili, knús til ykkar allra
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja góðan daginn. Þú hefur aldeilis sofið Hrafnhildur
ég man bara ekki eftir því að þú hafir minnst á svona mikinn svefn áður.... þú ert alltaf vöknuð fyrir allar aldir.
Jæja, til hamingju með alla í kringum þig
það eru alltaf einhver afmælli. Ég ætla bara að vona að ég muni eftir því að Kormákur eigi afmæli á morgun hehehe
Eigðu góðan dag og gangi þér vel með allan baksturinn, ég væri nú alveg til í nokkrar kökur í kistuna hjá mér
Linda litla, 15.4.2008 kl. 12:06
Já trú því , er búin að baka 4 eplakökur í morgun og 2 sandkökur, það er svo gott að hafa þetta í kistunni
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 15.4.2008 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.