Kæri frændi

Frændi minn  Geirmundur Þorsteinsson , bóndi Sandbrekku, til hamingju kæri frændi.

Svo fáeinar línur, fyrir daginn í gær og dag. Bakaði báða dagana fanst nú einhverjum nóg komið en nú er þetta að verða búið bara eftir að baka kaniltertu eða rjómteru botna fyrir helgina. En síaðn síðast er ég búin að baka, flatbrauð, kleinur, steiktbrauð og punga. Tvöfaldann skammt af öllu.

Fór á kóræfingu í gærkvöldi, hún var búin um hálf tíu. Sigríður fékk æfingaleifið sitt í gær , þannig að þegar hún kemur heim í helgar frí fær hún að keyra heim. Það eru komin 4 lömd öll hvít.

Í dag hefur verið þokuslæðingur og svona hálfert glugga veður.

Á fimmtudaginn, Sumardaginn fyrsta verður Kirkju kórinn með tónleika í Hofsós kirkju og vonandi koma margir, síðan er Kirkjukvöldið í sæluviku og lóks erum við að syngja á afmælisskemmtun Geirmundar Valtýs 2 mai. Allt þetta með sauðburðinum sem fer nú að skella á af krafti. Bless í bili dúllurnar mínarGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Og hvað er Geirmundur frændi gamall í dag ??


Linda litla, 23.4.2008 kl. 15:47

2 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Hann er 76 ára

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 23.4.2008 kl. 16:02

3 identicon

hæ er að fara blogring  bæ bæ.                                  

Korri cool (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:26

4 identicon

kvitti kvitt.. alltaf nóg að gera í sveitinni sé ég ... híhí

Silla (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:50

5 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Já það er alltaf nóg að gera , vantar nokkra klst ,ef þið eigið umfram, Knús

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 23.4.2008 kl. 22:23

6 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Ekki nóg úrval af kökum humm,annað sýnist mér nú,,,tutu...

En Gleðilegt sumar vinkona,og takk fyrir veturinn

Guðný Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband