1.5.2008 | 13:21
Jæja
Langt síðan síðast, enda sauðburður skollinn á, við erum búin af fá yfir 260 lömb, og vonandi fáum við 200 í viðbót. Þetta er mjög hraður gangur miðað við að það byrjaði ekki að bera fyrr en á laugardaginn. Við Guðjón erum búin að velja stærðir og slagorð á Dannmerkur peysurnar.
Yfir í annað, rétt eftir páskana prjónaði ég mér vesti til að vera í , því mér er alltaf svo kalt. Hér kemur það.
Vinkona Sígríðar átti svo afmæli í gær, og Sigríði langaði að gefa henni öðru vísi afmælis- gjöf. Til Hamingju með daginn Regina Petra Tryggvadóttir, hér kemur svo vestið prjónað eftir hugmyndum Sigríðar, bara nokkuð gott ekki satt.
Hér er Sigríður að máta vestið svo ég gæti séð hvernig það liti út.Sigríður kom heim í gæekvöldi, fer svo í próf á föstudagsmorgun, þá fer hún trúlega með Ragnheiði Ástu og Guðjóni. Ég fer á æfingu í íþróttahúsinu á Króknum í tilefni af sviðsafmæli Geirmundar, en tónleikararnir eru hins vegar annað kvöld.
Elsku Hafdís samhryggist þér vegna Ömmu þinnar, knús frá okkur öllum
Annars bara meiri sauðburður framundan og því verður trúlega lítið um blogg næstu daga. Á morgun fer ég svo og næ í nýja ökuskírteinið, og kaupi einhvern slangur af gjaldeyri. Blessi í bili og hafið það sem best þar til næst
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hannyrðakonan mikla,ég sé að kindur eru í uppáhaldi þarna hjá þér eða ykkur,en bara flott
Guðný Einarsdóttir, 1.5.2008 kl. 14:18
takk fyrir afmælis óskina, en ég mæli með að neðri myndin verið tekin út því,það gætu verið viðkvæmar sálir að skoða bloggið :þ
óskar elv (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.