Það snjóar

Þar snjóar, er þetta ekki alveg ótrúlegt, og ég sem hélt að það væri komið vor.

Dagurinn byrjaði bara nokkuð  vel, vöknuðum rétt fyrir 6.00 og  ég  Sigríður og Guðjón vorum konin upp á Krók rétt fyrir kl 7.00. Sigríður fór upp á vist hún átti ekki að fara í próf fyrr en kl 9.oo, en við Guðjón fórum í morgunmat með foreldrum, kennurum og nemendum 10 bekkjar það var mjög gaman. Komum við hjá Ernu um níu leitið áður en við fórum heim.

Sóttum svo Sigríði svo aftur seinni partinn þegar hún var búin í seinna prófinu, hún keyrði heim. Henni fer jafnt og þétt fram í að keyra.

Þau hjálpuðust svo að við gegningarnar í kvöld, ég hitaði á meðan franskar í ofninum  til að hafa með kjúklingnum sem var í matinn.

Er aðeins að byrja að tína til það sem Guðjón þarf að hafa með sér í ferðina til, svo sem lyfjavottorð og svo vottorð um vírana og skrúfurnar í handleggnum á honum ásamt,auka glasi af lyfjum, svo erum við búin að finna til ferðadvd og diska til að horfa og hlusta á í flugvélinni.  Hann er svo búin að lesa fyrir mig ferða áætlunina sem hann fékk næstum í sögu formi. Held að hann sé bara sáttur við þetta og líka að ég komi með , en hann vill ekki að ég komi nálægt því sem hann er að gera í skólanum. Við förum bæði í tívoli , og bon bon land og svo í slöngu dýragarð í Svíþjóð.

Það eru komin rétt tæplega 400,lömb hjá okkur og nú er farið að síga á seinni hlutann og trúlega verður sauðburðurinn nánast búin þegar við komum heim, og þá verður Sigríður búin í prófum, Ágúst fer í smá nefaðgerð á Akueyri daginn sem við förum út og við sendum honum bara risa knús og vonum að þetta gangi vel.

Við erum boðin í fermingarveislu á sunnudaginn en við reyknum ekki með að komast,sjáum samt til því hún er í Hofsós. Bjó til kerti handa fermingarbarninu.

P5060001

Avona lítur það út, hef annars ekki haft tíma til að föndra mikið en það verður vonandi bara tími til þegar við komum aftur, Jæja gott í bili og takk fyrir innlitin, bestu kveðjur úr slyddunni í Skagafirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

SNJÓR!!!!!???? Arrrg,hjúkk eins gott að halda sig bara á suðurlandinu,eða þannig

Gangi þér vel með undirbúninginn að utanlandsferðinni og mundu eftir sjálfri þér,það væri verra ef þú SJÁLF gleymdist heima ha

Guðný Einarsdóttir, 9.5.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Linda litla

Er Ágúst að fara í nefaðgerð ?? Hvernig aðgerð ?

Hafðu það gott í snjónum  þarna fyrir norðan.

Linda litla, 9.5.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Já það er að verða alhvítt. Já ég gleymist ekki engin hætta á því, skólinn sér til þess Gulla mín.Já með Ágúst það vex alltaf flipi ofan í nösina á honum og það á að fjarlægja hann í annað sinn, það ger aðeins stærri aðgerð núna og dugir trúlega lengur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 21:49

4 Smámynd: Linda litla

Ok, vissi það ekki. En af hverju kemur þessi flipi ?

Ofsalega fallegt hjá þér kertið.

Linda litla, 9.5.2008 kl. 23:38

5 identicon

hæ hæ
bara að skilja eftir mig spor... 
kveðja í bæinn
Silla....

Silla (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 22:24

6 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Flott kerti hjá þér.Hafðu það gott..

Agnes Ólöf Thorarensen, 12.5.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband