21.5.2008 | 20:46
Bara nokrar línur
Hæ hæ
Er loksins að komast í gang aftur eftir flakkið, er að verða búin að sofa nóg. Róleg heita dagur í dag , Þóra kom aðeins í morgun, mér finnst alveg yndislegt að hún skuli koma og spjalla og bara drekka kaffi með okkur. Við ætlum svo fljótlega að fara að vinna í garðinum . Elsku Þóra takk fyrir komuna. Eftir hádegið skruppum við á Krókinn, Gummi útréttaði ýmisleg og ég náði í nýja ökuskírteinið mitt. Við keyptum svo afmælisgjöf handa Guðjóni í dag. Hann á reyndar ekki afmæli fyrr en 1 júní. Hann er enn frekar lélegur eftir ferðina og enn með einhverja vellu og hor , býst þó við að hann fari í skólann á morgun. Ekta vor veður úti þessa stundina og ég ætlað því aðeins að skjótast út á pall með kaffibollann á eftir, Hafið það sem best og eigið góða nótt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi andsk.... pest er sko ekkert að stoppa heldur i einvhern smátíma, það er eins og hún sé flutt til manns. Ég er búin að vera með þetta í örugglega tvo mánuði.
Linda litla, 21.5.2008 kl. 21:47
Sammála er drullukvefuð ennþá,síðan um páska
Hey 1 júní það er góður dagur,Guðjón tvíburi eins og ég og 1 júní
Guðný Einarsdóttir, 21.5.2008 kl. 22:49
Gulla... ég vissi ekki að þú og Guðjón frændi væru tvíburar... mér hefur aldrei verið sagt það, mér er aldrei sagt neitt í þessari fjölskyldu.
Linda litla, 22.5.2008 kl. 08:38
Vissi þetta ekki heldur
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 22.5.2008 kl. 12:17
Hæ frænka!
Kærar þakkir fyrir drenginn(fermingargjöfin) flott klukka, tími varla að leyfa honum að hafa hana
Bestu kveðjur til allra, Iða Brá & co
Iða Brá (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 18:07
Ekki málið elsku krútla hafið það sem best
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 22.5.2008 kl. 18:49
ooh Ertu systir Lindu? Og frænka Iðu Brár sem er dóttir Árna Magnússonar frá Akbraut, eða hvað Iða Brá var frænka Gunnu.... Ég er alveg rugluð. Velkomin í bloggvinahópinn minn
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.5.2008 kl. 01:33
Já ég er frænka Iðu Bráar og ST'ORA systir LIndu, þetta er svo einfalt
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 23.5.2008 kl. 07:58
Velkomin heim kæru mæðgin
Gott að ferðin gekk vel og stráksi ánægður, ótrúlegt að hann skuli vera svona spennufíkill, er eiginlega nokkuð viss um að það hefur hann ekki frá þér . Vonandi er hann búinn að hrista af sér pestarhrollinn, Anna Bíbí fór einmitt veik út og var með um 40° hita fyrsta 4-5 dagana, kannski eins gott að við vorum í þrjár vikur . Annars var ég að vonast eftir að sjá fleiri myndir úr ferðinni ykkar, detta kannski bara inn smátt og smátt enda örugglega nóg að gera.
Knús og kveðjur í hús, Sigurbjörg og viðhengin
Já og til að leiðrétta allan misskilning - Iða Brá er hvorki dóttir Árna frá Akbraut né skyld Gunnu.
Sys (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 10:39
Linda og Hrafnhildur ég virðist eiga fullt af tvíbura-systkynum sem ég er að frétta af hingað og þangað döööö
Guðný Einarsdóttir, 24.5.2008 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.