25.5.2008 | 20:50
Sól og hiti
Byrjuðum daginn á að kúra til að ganga tíu, en þá fylltumst við einhverjum óskiljanlegum krafti og fórum út í garð. Byrjuðum á því að flytja rabbabarann til og svo settum við niður kartöflurnar. Eftir hádegið fórum við svo og bjuggum til blóma beð fyrir austann húsið og svo tókum við 2 plöntur úr gróðurhúsinu og færðum út. Þóra og Jón komu í dag og þau eyddu góðri stund með okkur í garðinum, Þóra betri en engin þar. Setti saman litlu hjólbörurnar sem á að hafa blóm í (sem Ásta gaf mér í fyrrasumar.) og svo kíkti Gummi á garðsláttuvélina. Hann og Sigríður fóru svo á hestbak, á meðan við Guðjón grilluðum lamblærissneiðar, hann sá um að sjóða kartöflurnar, Búin að vera frábær dagur hvað hita varðaði og sól, og gott og gaman að vera úti. Er að spá í að fara á morgun og kaupa eitthvað af blómum og grænmetisplöntum hjá Jónínu. Tannlæknir í fyrramálið og myndataka hjá Sigríði. Hún var að vinna í gær á Hólum og varð 12 tíma törn hjá henni þar. Hún gat sem bestur fer sofið fram að hádegi í dag. Annars hafið það sem best bestu kv og knús
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kraftur í minni, er ekki einu sinni farin að hugsa um sumarblómin ennþá. Ætli maður sé orðinn öruggur með næturfrostið
B.kv. Sigurbjörg
Sys (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 22:29
Hæ hæ..
já við vorum einmitt að moldvarpast í dag.. ohhh það er svooo gott þegar því er lokið, nú fer tíminn í að klára að klæða gaflinn, mála húsið að utan og svoleiðis skemmtilegheit.. nú, svo ég tali ekki um útilegurnar framundan í góða veðrinu... umm hlakka svo til.
Hafið það gott í sveitinni, bið að heilsa öllum sem ég þekki.. hahahhahaa
kv silla og co.
Silla (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 23:14
Ég gróðursetti sumarblómin mín í gær laugardag, og í dag var ég að hreinsa fífla úr innkeyrslunni minni og garðinum líka. Það er endalaus vinna hjá mér með fíflana hérna
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.5.2008 kl. 00:44
Ja´það kemur vorhugur í mann þegar veðrið er svona gott Takk fyrir kvittin dúllurnar mínar
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 26.5.2008 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.