1.6.2008 | 22:57
Afmæli
Tvö afmæli í dag,
Fyrsta ber að nefna Guðjón Ólaf son minn sem er 16 ára í dag
Þessi mynd var tekin af honum í gærkvöldi með afmælistertuna sína og pakkana. Komum að því á eftir og svo er það hinn tvíburinn hún Gulla mín.Elsku Gulla til hamingju með daginn og velkomin heim
Svo smá yfirlit, Guðjón fékk afmæliskökuna sína í gærkvöldi vegna þess að í morgun kl 6, lögðum við á stað með hann til pabba síns, en við vorum komin austur á á Hérað um kl 11. fengum alveg frábært veður og set hér eina mynd af mér og yngsta syninum Ágústi
og svo eina af Gumma og börnunum mínum,en það er bara nokkuð góð mynd miðað við hve margir eru á myndinni og erfitt að vera ekki með einhvern púka gang
Það vantar bara Hafdísi. Fórum úr sveitinni í Egislstaði og svo renndum við til baka og vorum koin á Akureyri aftur um kl 17, fórum í nokkrar búðir, svo sem Bónus Netto og Hagkaup , enduðum svo á að skreppa í heita pottinn í Þelamörk áður en við komum heim. Erum búin að vera á flakki í 16 tíma svo að ég er að hugsa um að fara að skríða undir sæng svo knús í bili.
Svo svona eitt í lokin Guðjón útskrifaðist á föstudaginn úr 10 bekk Árskóla og tók við einkunum einn og óstuddur, kom okkur öllum á óvart sat meira að segja kjurr hjá hinum krökkunum í nærri 2 tím sem er alveg frábært.
Svo ef að þú lest þetta Ágúst þá sakna ég þín knús ma
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með soninn, og "frænkuna" eða vinkonuna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.6.2008 kl. 02:24
Til hamingju með strákinn í gær, alltaf jafnsætur þessi elska. Frábært hvað gekk vel við útskriftina. Já og gaman að sjá myndirnar af "litlu krílunum" þínum - vantar nú samt móðurina á myndina, jú og svo Austurríkisdömuna .
Knús og kveðjur í hús, Sys og feðginin
Sys (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 13:11
Til hamingju með Guðjónm,tvíburar eru sko merkilegir eða það finnst mér að minnsta kost..Og takk fyrir mig knús á þig
Guðný Einarsdóttir, 2.6.2008 kl. 16:51
Til hamingju með Guðjón.
Flott myndin af ykkur Ágústi, hann hefur ekki stækkað neitt smá drengurinn. Sjáumst um næstu helgi.
Linda litla, 2.6.2008 kl. 19:41
Til hamingju með þetta allt saman....:) Gott að gengur vel :O)
kv úr sólinni í RVK
Silla.
Silla (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.