8.6.2008 | 14:03
Takk Takk
Takk fyrir komuna um helgina, Ása, Linda, Kormákur, María, Hjörleifur, Jón og Þóra. Búin að vera frábær helgi og gaman að fá svo marga gesti. Linda, Kormákur, María og Hjörleifur Máni komu á föstudaginn hingaðí Ósland, eftir ógnar langa ferð að sunnann alla vega fyrir Litlapjakk. Mikið spjallað spáð og spekulerað á föstudagskvöldið. Á laugadagsmorguninn fórum við í kvennahlaupið í Hofsós, hef aldrei farið áður,á meðann var Gummi að bera á áburð á túnin.
Mynd af Ásu , Lindu , Maríu, Sigríði , Hjörleifi Mána í vagninum og Kormáki besta frænda.
Hérna sést besti frændi minn betur. Þegar við komum heim úr Hofsós voru Þóra og Jón komin og Þóra búin að elda dýrindis fiskisúpu úr silung sem Gummi veiddi á föstudagskvöldinu. Alveg meiri háttar, takk, elsku Þóra. Fór svo í hefðbundin verk eftir hádegið eins og að baka kleinur og parta. Hafði svo læri í kvöldmat ,svona gamaldags í ofni.Þau reyndu að hafa það notleft hér heima meðan við Gummi stungum af niðrí fjöru til að veiða. Það tókst , við veiddum 1 silund en 12 þorska , á stöng spáið í það. Í morgun fór svo Gummi suður á Hvanneyri með foreldrum sínum í fermingarveislu. Ása, Linda, María Hjörleifur og Kormákur fóru svo öll eftir matinn, þannig að njög er MJÖG tómt. Takk öll fyrir komuna og sjáumst vonandi aftur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Get ýmindað mér að það sé tómlegt hjá þér eftir að þau eru farin,,en það var nú gott að þið áttuð góða helgi..
Guðný Einarsdóttir, 8.6.2008 kl. 15:41
Vá, það er aldeilis veiði hjá ykkur. Það er eins gott að Hafrannsóknarstofnun komist ekki að þessu og krefji ykkur um kvótaheimildir ;)
Sjáumst vonandi um Jónsmessuna,
kv. Helga & co. Ísafirði
Helga Snorra (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 18:55
Já Gulla það er tómlegt en þau hafa lofað að koma aftur
Gaman að sjá þig hér Helga bestu kv frá Óslandgenginu
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 8.6.2008 kl. 20:42
Takk fyrir okkur öll kærlega..... við erum ofsalega ángæð með helgina, komum alveg örugglega aftur og aftur og aftur...
Knús.,.. núþú
Linda litla, 8.6.2008 kl. 22:03
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.6.2008 kl. 01:42
Það hefur sko örugglega verið gaman hjá ykkur um helgina,það sést á myndunum.Bk...
Agnes Ólöf Thorarensen, 9.6.2008 kl. 22:31
Ja hérna hér..... ekkert blogg ??? Ertu ennþá að jafna þig eftir heimsóknina um helgina ??
Linda litla, 12.6.2008 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.