18.6.2008 | 22:19
Bílpróf og fleira
Jæja, það er víst best að setja nokkrar línur niður á blað, eða þannig, annars gerir "bestalitla" ´trúlega athugasemd. Annars er þetta búin að vera atburðaríkur dagur . Reyndar er best að byrja á því að ég var að vinna ,annann dag, í gær,eða öllu heldur var ég í 2 og hálfann tíma í gær. Svo fór ég með Sigríði í síðasta ökutímann upp á Krók í gærkvöldi, hann tókst bara vel. 'I morgun fórum við svo með henni uppá Krók og hún fór í bílprófið, og stóðst það að sjálfsögðu, hún fær sem sagt ökuleyfið á föstudaginn, á afmælisdaginn sinn. Það fæddist hérna folald í morgun ,bara nokkuð snoturt. Sigríður fór og tók nokkrar myndir sem við sendum svo eigendunum í tölvupósti. Þau voru ánægð með það. Svo slógum við garðinn og vökvuðum kartöflurnar. Það hefur verið alveg hvínandi rok hérna í dag. Þær komu svo hérna í kvöld Ingibjörg og Þóra, gamann að hitta þær, held að ég hafi ekki hitt Ingibjörgu síðan í júlí í fyrra. Heyrði aðeins í Óskari mínum en hann var að missa föður ömmu sína í nótt, Stefa, Didda, Reimar,Helga og fjölskyldur samhryggist ykkur innilega. Annars komið gott í bili þar til næst hafið það sem best
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf nóg að gera hjá þér kona,þú ert út og suður alla daga
Hér er líka þurt og auðvitað smá vindur....þú þekkir það nú..
Og til hamingju með dótturina á við prófið hennar
Guðný Einarsdóttir, 18.6.2008 kl. 22:28
Æi takk elsku Gulla mín
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 22:29
Hæ hæ
Til hamingju með Sigríði... glæsilegt hjá henni að ná þessu bara svona 1 - 2 og 3... ekki skrítið kannski, komin af svo gáfuðu fólki mmmmuuuuhahahhaa Bestu kveðjur í bæinn
Silla.
Silla (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 23:47
Til hamingju með bílpróf dótturinnar
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.6.2008 kl. 00:47
hehehee hvað áttu við ?? Ég hef svo mikið að gera, að ég hef ekki tíma til að kvarta.
Ekki var það Villa sem var að deyja ??
Linda litla, 19.6.2008 kl. 13:35
Já Linda mín, það var Villa. Takk stelpur fyrir góðar óskir í Sigríðar garð.
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 19.6.2008 kl. 14:32
Ég var búin að heyra að hún væri svo veik, en vissi ekki að hún væri svona veik.
Linda litla, 19.6.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.