23.6.2008 | 18:26
Brakandi þurrkur.
Jæja, er ekki besta að setjast smá stund niður. Síðann síðast erum við búinað fara á frábæra Jónsmessu hátíð í Hofsós, Skemmtun með bæði heimatilbúnum skemmti atriðum og aðkeyptum. Hvoru tveggja mjög góð, á eftir var svo STÓR- dansleikur Með hinum eina sanna, Geimundi, það var alveg geggjað stuð Og ég held að bæði Ása og Sigríður hafi skennt sér konunglega, en þær hafa bara einu sinni áður farið á almennann dansleik, en það var á þorrablótið með okkur. Við fórum heim um hálf þrjú. Á sunnu deginum var svo Sigríður á fótboltamóti í Hofsós , spilaði 3 leiki, Ása og Gummi fylgdust með ég komst ekki var að vinna fyrst frá 10-14.30 og svo frá 18 -22, það var ágætis-pakki. Gummi sló túnið á bakkanum. Sigríður keyrði svo Ásu heim. 'I morgun fóru þau Sigríður og Gummi svo upp á Krók en ég fór í Hóla og vann 2 tíma fyrir Sigríði. Eftir hágefið þegar ég kom heim fékk ég mér svá lúr ú Lazy-boy stólnum í stofunni , Linda þú veist hvað þeir eru frábærir. Svo dreif ég mig í að þvo þvott og týndi í uppþvottavélina. Skellti svo í brauðvelina bananabrauði gaman að sjá hvernig það kemur út, ætla svo að setja kryddbrauð á eftir. á morgun er stefnan á rúlla svo túnið á bakkanum. Bestu kveðjur úr brakandi, norðan þurki í Skagafirði.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra systir
Ef ég skil þig rétt, skemmti Geim-undur á ballinu - get vel ímyndað mér að það hafi verið geggjað Geim - tók hann kannski Ísbjarnarblúsinn hans Bubba
Bless í bú, Sys
Sys (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 20:37
Haha þið eruð fyndnar systurnar
Alltaf fjör á böllum með Geirmundi,það er orða að sönnu..
Guðný Einarsdóttir, 23.6.2008 kl. 21:00
Má ég spyrja hvað stærð af brauðvél ertu með?
Var að kaupa mér eina notaða um daginn og vantar hugmyndir að uppskriftum.
Hlakka til að heyra frá þér
ollana@simnet.is
Anna Guðný , 23.6.2008 kl. 22:14
Ósland, getur verið að Snorri Jónsson hafi búið þarna fyrir löngu. Hann er föðurbróðir minn og mig minnir að það hafi verið Ósland.
Anna Guðný , 23.6.2008 kl. 22:16
Hæ hæ gaman að rekast hér inn, Já við verðum sko að fara að kíkja í heimsókn það er ekki eins og ég sé á fullu alla daga, enda í sumarfríi að hafa það gott Sigríður til hamingju með afmælið og bílprófið um daginn, nú er bara "gamla" settið komið með driver ekki amalegt.
Biðjum að heilsa í bili og heyrumst/sjáumst fljótlega
kv Ragnheiður og co á króknum
Ragnheiður (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 22:38
Kæra sys, ég held reyndar að þetta hafi verið alger Jónsmessudraumur eins og til stóð
Anna Guðný, get skannað inn og sent þér í ´tölvupósti það litla sem ég á. Og varðandi Ósland , Hét ekki kona Snorra Margrét?, Hún er systir tengdamömmu. ER þá Manni skyldur þér?
OG svo Ragnheiður endilega farið að kíkja, Bestu kv og nú þú= risa knús
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 23.6.2008 kl. 22:58
skemmtilegt ball hjá ykkur
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.6.2008 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.