11.7.2008 | 23:38
Veiði meðal annars
Já það er nú það. Heilmikið búið að ske síðan síðast. Það stefnir í að í næstu viku förum við í bíla kaup, því erum bara með einn bíl, Sigríður lennti í smá óhappi á Toyotunn,í gærkvöldi, það sprakk hjá henni fram dekk á ferð og hún endaði úti í móa. Hún slapp með skrekkinn en toyotan verður ekki keyrð meira. Þannig að næst þegar rignir á að renna norður og skoða bíla. Við Sigríður fórum upp á Krók í morgun og afskráðum bílinn og skruppum á 2 útsölur. Um miðjann daginn bakaði ég pönnukökur á meðan þau keyrðu saman rúllum. í kvöld skruppum við svo niður í fjöru og veiddum 9 fiska, 8 silunga og 1 þorsk. Við Sigríður fengum sína 2 hvor, en Gummi rest. komum heim um 22.30 og orðin lúin, þannig að þar til næst bestu kv og knús
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það var nú gott að hún sigríður gamla slasaðist ekki :)
óskar (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 02:41
btw ég vil fá myndir af bílnum !! :);)
óskar (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 02:42
Samúðarkveðjur vegna fráfalls Toyotunnar, en gott að Sigríður slasaðist ekki. ætlaði að kíkja til þín í 10 dropa í morgun en aðstæðurnar leyfðu það ekki, kem bara seinna. ;)
Sonja (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 13:49
Óskar, get sent þér mynd í tölvupósti, verður ekki sett á netið,
Sonja, Takk fyrir samúðarkveðjur, já sjáumst bara síðar knús frá Óslandi
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 12.7.2008 kl. 16:33
Skitt með bílinn,bara gott að stelpan þín komst heil út úr þessu óhappi humm
Guðný Einarsdóttir, 13.7.2008 kl. 15:54
Hæ hæ...
Já það er gott að Sigríður komst heil út úr þessum ósköpum... Ekki gott að lenda í þessu... sösss
Gott að sjá blogg, hélt að þú værir bara hætt að blogga hehehe
Bestu kveðjur í sveitina
Silla.
Silla (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 17:00
Blessuð
Leiðinlegt með bílinn en guði sé lof fyrir að Sigríður skildi sleppa heil á húfi. Gott að sjá svona aflatölur maður verður alveg veikur að komast í smá veiðitúr.
kveðja Sigrún
Sigrún (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 21:51
Skítt með bílinn, fyrst stelpan slapp. Hafðu það gott.
Anna Guðný , 13.7.2008 kl. 23:17
Takk stelpur fyrir samúðina með bílinn, ég er bara svo fegin að það er allt í lagi með Sigríði að bíllin skiptir þannig séð ekki málið , það má alltaf fá annann bíl , en ekki aðra Sigríði
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 14.7.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.