14.7.2008 | 00:21
Birna, Freysteinn, Sævar og Brynjar.
Elsku Birna Freysteinn og frábærir synir, takk fyrir komuna í dag. Leiðinlegt að við skildum ekki veiða neitt í dag , gengur bara vonandi betur næst. Við skemmtum okkur samt vel.
Keyrðum smá heim af rúllum og fórum svo og náðum í Sigríði í vinnuna upp í Hóla, fengum þar dýrindis kvöldmat. Hóla stelpur takk fyrir matinn hann var frábær. Þegar við komum heim horfðum við smá stund á sjónvarpið og skruppum svo niður í sjó aðra ferðina í dag og það gekk betur heldur en í morgun. Í kvöld veiddum við 4 silunga og 8 þorska. Bara gamann að því.
Takk fyri kommentin, núna síðast, er bara sama um bílinn fyrst að stelpu krúttið mitt slapp svona vel. bara ein smá skráma. Það má alltaf fá annan bíl. En ekki aðra Sigríði. Förum norður í vikunni og kíkjum á bíla. Svo svona af því mynst er á bíla, til hamingju með nýja bílainn Silla og Oddur. Svo Linda sys gamann að þú skildir hringja það er svo langt síðan ég hef heyrt í þér. Annars hafið það sem best og svo Sigrún farið nú að kíkja í veiði.
Knús þar til næst.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég lofaði víst að kvitta fyrir mig einhvern tíma. Sé að þú ferð líka seint að sofa í kvöld. Þið eruð aldeilis aflaklær. En silungurinn var góður. Góða nótt
Ásta (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 01:41
Það er aldeilis að þið veiðið þarna ha,,það er nú gott að geta skroppið niður að sjó og veitt í matinn..Hafðu það gott vinkona
Guðný Einarsdóttir, 14.7.2008 kl. 11:49
Skítt með Tótuna en fegin að lesa að allt sé í lagi með Sigríði. Greinilega nóg að gera eins og alltaf, gestagangur og veiðar - ekki amalegt að sækja sér í soðið.
Fórum annars í "wet´n wild" útilegu í ÞYKKVABÆINN - af öllum stöðum - um helgina og komum heim blaut á bakvið við eyrun
. Útilegan varð sem sagt að inniveru og komum við heim sólarhring fyrr en ætlað var með smá viðkomu á Heiðvanginum.
Annars bara knús og kveðjur í hús, Sys og co
Sys (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.