15.7.2008 | 22:13
Það var ekki kia
Jæja síðan síðast, er kominn á annann bíl. Við skruppum norður á Akureyri í gær og skoðuðum bíla, fórum á alla vega 5 bílasölur. Prófuðum 3 bíla. Það varð svo úr að við keyptum þenann, Toyota rav4 árg 2002. og á alveg súper prís.
Sigríður prufu keyrði hann í morgun, hún keyrði upp í Hola og svo keyrði ég heim. Skruppum aðeins í Melstað í morgun og svo líka í Þúfur. Eftir hádegið tókum við okkur svo til og fórum í bókhaldið og svo keyrðum við restinni af rúllunum á heimatúninu. Um kaffið fórum við svo upp á Krók og fórum í Skaffó, Þaðan út á Eyri og svo skruppum við til Jóns og Þóru, Þaðan til Ástu og svo náðum við í Sigríði upp í Hóla. Drukkum kaffi á öllum stöðum. Sigríður er nú komin í frí fram á föstudag. Sem sagt komið nóg af kaffi í dag. Komin tími til að skríða undir sæng, en þar til næst hafið það sem best
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottur bíll, til hamingju með hann. Hefur oft langað í svona bíl og fer kannski að koma að því.
Anna Guðný , 15.7.2008 kl. 22:16
Já þetta er flottur bíll,til hamingju með hann,hvenar á svo að burra á suðurlandið humm???
Guðný Einarsdóttir, 15.7.2008 kl. 22:18
TAkk stelpur, þetta er hinn ágætasti bíll, enda toyota., þá orðnir 2 svona í fjölskyldunni. Já Gulla með að burra suður, það verður í ágúst en vitum ekki hve langt , allavega Reykjavík, Sigríður á fótbolta móti þá annað ekki vitað. Hafið þarð sem best.
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 15.7.2008 kl. 22:33
Dóttir mín sem býr í Fljótunum á svona bíl, ég fékk að keyra hann í júní þegar hún var hjá mér. Mig langar í svona Toyota rav4. Þetta eru meiriháttar bílar
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.7.2008 kl. 00:47
Þú drakkst nú ekkert mikið kaffi hjá mér. En aftur til lukku með bílinn.
Ásta (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 08:44
http://janey.blog.is/blog/janey/ Þetta er dóttir mín sem býr í Fljótunum :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.7.2008 kl. 01:43
Ég er ekki frá því að þetta sé eins bíll og hann litli bróðir þinn á, nema hvað hann er líklega aðeins skítugri - þ.e.a.s. bíllinn hans!
Garðar (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 18:59
Já og til hamingju með hann auðvitað...
Garðar (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 19:00
Innilega til hamingju með nýja bílinn, gaman að við séum báðar á nýjum bílum :)
Kærar kveðjur í sveitina..
Silla og allir hinir.
Silla (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 10:16
Mér líst bara vel á þennan bíl , þó svo að ég hafi ekkert bílavit.
Bestu kveðjur í sveitina, gaman að heyra í þér í gær. Skilaðu kveðju á liðið frá mér.
Linda litla, 19.7.2008 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.