20.7.2008 | 17:57
Jæja
Jæja , góðir hálsar. Ég veit bara ekkert hvað ég á að skrifa um. Fyrst þó, eru hérna 2 myndir af því sem að ég hefi verið að gera.
Hérna er púði sem ég varð að gera því mer fundust laufblöðin svo flott.
Já þetta eru diskamottur í eldhúsið, svo lítið öðruvísi en hjá öðru fólki. Var að vinna í gær frá 15-22 og það mátti ekki meira vera. Skutlaðist svo ein ferð í Miðhús, með plast og bindigarn. Skreið svo upp í rúm um miðnætti. Fór á fætur uppúr 7.30 í morgun, Gummi fór að snúa en ég að þvo þvott og ganga frá , og gera svona ímislegt smálegt sem hefur setið á hakanum undan farna daga. Snúningsvélin bilaði og Gummi fór með hana í Hlíðarenda til Jóns Einars, sem sauð hana samann. Skrapp á markaðinn í Lónkoti í hádeginu, keypti þar 2 drykkjarkönnur, heldur meira þar til sölu heldur en síðast. Kom við í Hofsós á heimleiðinni. Þóra og Jón komu eftir hádegi og stoppuðu til að ganga sex. Alltaf gamann að fá þau í heimsókn. Sigmundur, Loftur og Guðmundur komu svo og fengu´sér kaffi milli 15 og 16, fóru svo aftur að rúlla. Sigríður er að vinna til 22 í kvöld. Ér því ein næstu klukkutímana og ætla því að finna mér nýtt búta dæmi til að dúlla mér við. Semsagt bless í bili.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sammála koddin er mjög fallegur,,já og diskamottan aðeins öðruvísi og líka flott,,
Knús á þig
Guðný Einarsdóttir, 20.7.2008 kl. 21:35
Hæbb
Ekkert smá flottur púðinn, bíð eftir að þú látir sjá þig í borginni svo þú getir litið á sniðin mín ef heillar þig eitthvað þar.
Jamm og til hammó með Ravvó, flottir bílar, sammála því.
B.kv. í bæinn, Sigurbjörg og feðginin
Sys (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 22:23
Takk stelpur, verðurm trúlega á fótboltamóti fyrir sunnan 16 ág, Sigríður að keppa. Stoppum kanski þá , en það er ekki alveg vitað.
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 20.7.2008 kl. 23:37
Ég dáist að fólki sem nennir að gera handavinnu, bútasaumur er oft á tíðum rosalega flottur. Púðinn er flottur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.7.2008 kl. 23:42
Það vantar ekki myndarskapinn, Jahérna, þú ert nánast ofvirk. Þú getur farið að setja upp netverslun hérna.
Anna Guðný , 21.7.2008 kl. 00:56
Púðinn er æðislegur. Fæ ég ekki svona púða í brúðargjöf þegar ég gofti mig ???
Sko þetta var brandari, ég á aldrei eftir að gifta mig. Hafið það gott þarna fyrir norðan krúttin mín, bestu kveðjur frá okkur Kormáki.
Linda litla, 21.7.2008 kl. 09:24
Linda litla, 21.7.2008 kl. 09:25
Stoppið þið bara ekki eftir að þið fenguð "jeppa" Þakka fyrir kaffið sem ekki beið eftir okkur Helga þegar við komum blaut og köld úr fjörunni. Ég sem hélt að sveitamenn væru alltaf heima. En allt í góðu ég á kaffið bara inni. Er bara að reyna að venja mig á að kvitta fyrir kíkið á síðuna.
kveðja af Króknum.
Ásta (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.