21.7.2008 | 21:45
Elsku Ásta við reyndum líka að heimsækja þig í dag
Hæ hæ
Þetta er búin að vera frekar skrítinn, sólarhringur. Gummi kom inn í morgun kl 6.30, en þá var hann búin að vinna í heyi síðann 7.30, í gærmorgun.
Hann og Sigríður sváfu svo til 11.30. Við skelltum okkur svo í heita pottinn í Varmahlíð, um kl 15 vorum við komin á Krókinn og þá var stefnan tekin á Grundarstíginn en engin Ásta og Helgi heima, við skruppum þá til Jóns og Þóru,og stoððuðum þar smá stund, Renndu síðan aftur á Grundarstíginn, en enn enginn heima. Þannig að við fórum á Ábæ og fengum okkur ís áður en við fórum heim. Sigríður hitti Ásu á meðan við vorum að húsvitja.
Fórum heim og hölluðum okkur en fórum svo niður í fjöru og vorum þar til kl 21.15,veiddum 5 fiska, Gummi fékk 4 en ég fékk 1. Nú er það kanna af kaffi og brauð með heima gröfnum silung og svo skríð ég undir sæng, enda orðin blaut inn að beini. Hafið það sem best og knús til ykkar allra
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Útkall vegna vatnsleka
- Byssumaðurinn: Versti dagur í mínu lífi
- Fjölbreytt og frumleg aprílgöbb í ár
- Skjálftavirkni á um 20 kílómetra löngu svæði
- Segir ákall um breytingar: Ég er klár í verkefnið
- Meint vanhæfi á borð innviðaráðuneytisins
- Áhöfn Varðar II kölluð út í tvígang
- Mun halda áfram að þjónusta Grindvíkinga
Athugasemdir
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað þið gerið við allan þennan fisk..... er alltaf fiskur í matinn hjá ykkur ?? Og líka fiskipaté, fiskisalat, fiskisúpa, fiskistappa, fiskihlauphringir..... ég sá fyrir mér matinn í bústaðnum hjá henni Stellu í orlofi. Ok.. bara spyr, verði ykkur að góðu hahahaha
Bestu kveðjur í sveitina úr borginni.
Linda litla, 21.7.2008 kl. 23:38
Er ekki kistan hjá ykkur orðin full af fiski??? spyr eins og Linda hvað gerið þið við allan þennan fisk humm
hafið það gott þarna á ísbjarnarslóðum...
Guðný Einarsdóttir, 21.7.2008 kl. 23:48
Það er ekki að furða að þið hafið ekki fundið mig. Ég var að reyna að koma í kaffi til ykkar. En hvernig í óskpunum farið þið að því að ná í allan þennan fisk. Við Helgi vorum að reyna í dag en urðum barasta ekki vör við nokkuð kvikt. Sá að vísu aðeins í hausinn á sel að ég held svo ég taldi að allir fiskar hefðu flúið. Við forðuðum okkur uppúr fjörunni áður en fór að rigna of mikið. Takk samt fyrir komuna þó ég hafi ekki verið heima. Ætli ég hafi kannski mætt ykkur á heimleiðinni?
Hafið það sem best
Kveðja af Grundarstígnum
Ásta (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.