5.8.2008 | 21:18
Peysa hjálmar og uppþvottavél
'A mánudaginn í síðustu viku var ég beðin að prjóna, lopa peysu. Ég gat ekki sagt nei við því,svo að ég keypti lopann á þriðjudaginn, stúlkan valdi litina og munstrið. Það var bara eitt smá atriði sem yrði erfitt, hún varð að vera búin fyrir föstudag þ.e.a.s. peysan. Ég prjónaði og prjónaði og peysunni skilaði ég af mér á föstudeginum, er hún ekki bara flott.
Þetta dró dilk á eftir sér og vinkonu hennar langar líka í peysu , það er ekkert mál því hún þarf ekki að prjónast með hraði. Er hinsvegar með herra peysu á prjónunum sem þarf að vera til fyrir réttir. Annars hefur svo sem ekkert markvert skeð var að vinna á sunnudaginn. Er farin að taka upp nýjar kartöflur úr garðinum. Í morgun skruppum við svo á Akureyri að skoða uppþvottavélar en endirinn varð sá að við pönntuðum vél í gegnum KS. Hún verður komin á föstudaginn. Fórum svo í Bónus og Hagkaup og hinar ýmsu verslanir, seinni partinn fórum við Sigríður svo upp á Krók og útréttuðum, keyptum svo 2 reiðhjálma og 2 tauma. Komum við á Ábæ og tókum með okkur pizzu heim. Í kvöld er æðislegt veður ,en verða að fara að halla mér þarf á fætur 5.30 í fyrramálið. Knús og hafið það sem best
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Athugasemdir
Flott peysa og dugnaðurinn í þér kona,,,,
Kveðja
Guðný Einarsdóttir, 5.8.2008 kl. 21:27
Alltaf sami myndarskapurinn í þér vinkona og peysan er rosa flott.
Agnes Ólöf Thorarensen, 5.8.2008 kl. 22:50
Flott peysa.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 5.8.2008 kl. 23:40
Er þetta ekki kjóll? Þetta er flott
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.8.2008 kl. 02:37
Þú þarna prjónavélin þín...... hehehe
þú ferð nú létt með aðra svona, er það ekki ?? þið mamma eruð alveg ótrúlegar í þessum prjónaskap.
Bestu kveðjur á ykkur fammilíuna á Óslandi, knús og kossar.
Linda litla, 6.8.2008 kl. 12:33
Takk stelpur fyrir kommentin, já Jóna þetta heitir víst kjóll í bókinni.Vona að þið hafið það sem best og risa "nú þú"
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 6.8.2008 kl. 17:03
Glæsileg peysa!!! og svakalega ertu snögg að þessu, þú verður búin með margar margar peysur fyrir réttir.
kveðja Sigrún
Sigrún (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 19:33
Maður verður nú bara þreyttur við svona lýsingar. Ég á líka fullt í fangi með að hafa mig á fætur 6.30 hvað þá 5.30. En hafið það sem best.
kv.
Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.