7.8.2008 | 06:42
Bara stutt kíkk
Góðann daginn allir, er ekki upplagt að byrja daginn að kíkja á ykkur, var komin á fætur fyrir 6 í morgun eins og svo oft áður.Núna er Sigríður farin í vinnuna og og hjá mér liggur fyrir að þvo eins og eina þvottavél og eina uppþvottavél áður en ég fer í vinnuna kl. 10. Hefði samt þurft að geta verið á tveim stöðum í dag því að Sigmundur ætlar að hjálpa Gumma að keyra út úr fjáhúskjallaranum í dag. Kem vonandi ekki mjög seint heim, fæ far með Særúnu í vinnuna á eftir , svo að Gummi hefur bíl ef hann þarf að komast af bæ. Ekki báðir bílarnir teptir á Hólum. Nýja uppþvottavélin kemur vonandi á morgun, hlakka rosalega til. Það gengur frekar hægt með lopapeysuna hans Jóns Gests en hef hana samt vonandi fyrir helgi. Jæja ætlað að skella mér í sturtu og hella á kaffi. Hafið það sem best þarna úti. Og þið sem ég veit að kíkið á síðuna mína og kommentið ekki ,þið megið alveg skilja eftir spor.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
kvitti kvitt..... hehe kveðja í sveitina!!
Silla frænka :) (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 12:37
Hafðu það gott orkuboltinn þinn.
Anna Guðný , 7.8.2008 kl. 23:42
Smá spor....
Agnes Ólöf Thorarensen, 7.8.2008 kl. 23:53
Kvitterý kvitt...aðeins að spæjast áður en ég skrepp að heiman
Guðný Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 00:05
Heyrðu er búin að henda inn myndunum af Kormáki sem ég tók eftir klippinguna.
Linda litla, 8.8.2008 kl. 00:52
Það er greinilega alltaf nóg að gera hjá þér
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.8.2008 kl. 01:05
Heil og sæl þú og þið
Flottur kjóllinn, skrapp einmitt á bókasafnið í gær og var að fletta blaðinu með kjólnum í og var smástund á að átta mig á að ég kannaðist eitthvað við hann.
Var annars að sækja júlí-pakkann minn í dag og næ í ágúst-pakkann eftir helgi, freistaðist til að kaupa pakkningu með efni í barnateppi (bara ferninga í grænleitum pastellitum og flóneli) - sem á örugglega eftir að koma geggjað út.
B.kv. í sveitina og vonandi hefur aðeins "þokað" frá ykkur. Knúsur, Sigurbjörg og co
Sys (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 22:23
Á ekkert að blogga meir?????????????????????????????????
Silla (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.