20.8.2008 | 14:31
Komin heim
Jæja, er ekki komin tími á smá blogg., komum heim um kvöldmat á mánudaginn , eftir ágætis ferð til Reykjavíkur. Komum til Reykjavíkur seint á föstudagskvöldið, fórum beint til Birnu vinkonu og gistum þar allar næturnar, Takk fyrir okkur elsku Birna frábært að vera hjá þér. Laugadagurinn fór í ferð í Kringluna, Smárann, og á fótboltaleiki hjá Sigríði, í Garðabænum. Þegar þeim lauk fórum við austur á Flúðir á ættatmót og vorum þar fram á nótt, urðum samferða Sillu og Oddi í bæinn. Á laugadeginum var farið í Kolaportið, nexus og svo voru heimsóttir ættingjar. Sigurbjörg, Axel, Anna Bíbí, Linda, María, Kormákur, Hjörleifur, Pabbi, Mamma, Silla Oddur, Hafþór, Eyþór,Magnea Dís, og Jón Gestur. Gamann að hitta ykkur öll. Svo Sigurbjörg hérna eru myndirnar sem þú vildir sjá.
Bara filurnar,, og svo.....
Sigríður með fiðlurnar sínar.
'A mánudeginu fórum við í Tónastöðina og Jóa útherja, Hagkaup og Rúmfatalagerinn já og Álafossbúðina í Mosó, komum treyndar við í Laugardalslauginni áður en við fórum í búðarráp, Keyrðum svo bara heim. vorum komin um kvöldmat. Þriðjudagurinn fór í hin ýmsu heimilisstörf og Gummi hélt áfram að vinna í fjárhúsinu.
I dag voru þeir Kári og Jón Einar svo að hjálpa Gumma úti í húsi, það er búið að brjóta niður veggina og byrjað að jafna út undirlagi. Við Sigríður skruppum augnablik upp í Hóla en komum fljótt til baka. Best að hætta þessu og fá sér smá kríu, vesnaði aftur af kvefinu og er aftur komin með hita, en þar til næst bestu kv og risa knús.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greinilega skemmtileg ferð á suðurlandið.Láttu þér batna..Knús frá Hellu
Agnes Ólöf Thorarensen, 20.8.2008 kl. 16:38
Hva voru keyptar tvær fiðlur? Velkomin heim, ég skilaði mér og þeim gömlu í hús milli fimm og sex á mánudaginn. Held þau hafi verið dálítið uppgefin svo ekki sé meira sagt. Láttu þér batna
kveðja
Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 18:51
Lóa takk fyrir knúsið. Og Ásta, það var bara keypt 1 fiðla en hitt er sú sem hún keypti í vetur, knús í hús til ykkar beggja, Lóa og Ásta
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 20.8.2008 kl. 20:02
Jæja, María er svo hrifin af fiðlunni að hún er að spá í að fara í fiðlunám til Ítalíu í haust.
Takk fyrir komuna á sunnudaginn. síjú.
Linda litla, 20.8.2008 kl. 23:16
Mikið var gaman að rekast á þig í Smáralindi vonandi eigum við eftir að hittast aðeins oftar í framtíðinni.
Kveðja, Guðný "gamala bekkjasyskti" :-)
Guðný Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 11:32
Jæja gott að þetta var góð ferð hjá ykkur humm
Flottar fiðlur..........
Knúsur á þig
Guðný Einarsdóttir, 21.8.2008 kl. 14:32
Þið hafið haft þokkalega mikið að gera í ferðinni. Er Álafossbúðin enn til? Ekki eru lopapeysurnar þar?
Hafðu það gott
Anna Guðný , 21.8.2008 kl. 18:15
Ekkert smá flott fiðlan, og er svo búið að redda magnaranum og prófa ??? Hvernig er það, er kannski hægt að fá hljóðdæmi hér á síðuna ??? - Allavega er frænka flott með fiðluna og jakkinn bara æði.
Sigurbjörg og viðhengin
Sys (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 21:05
Hvað er þetta er bara ekkert að gerast í sveitinni og því ekkert bloggað eða er kannski svona brjálað að gera að það er enginn tími fyrir svoleiðis húmbúkk. Allavega kær kveðja af Króknum.
Ásta og Helgi Hrannar
Ásta (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.