Kæra Ásta

Já kæra Ásta, það er eins og það er, ég er búin að vera alveg drullu-lasin síðan við komum að sunnan svo er líka búið að vera alveg fullt að gera.Crying Þannig ég hef ekki verið dugleg að blogga, sorry.

Dagurinn í dag fór í að keyra inn jarðveg inn í fjárhúsið, og þar sem Gummi var ekki einn við þetta þurfti ég að hafa hádegis mat. Ekki bara snarl, Var með ekta kjötsúpu í hádeginu, en þeir voru að keyra inn með Gumma þeir , Gísli, Jón Einar og Stefán. þeir horfðu svo á leikinn með okkur í hádeginu. Frábær leikur. Ég fann svo til kaffi og smurði brauð og setti kökur og keinur á borðið áður en ég skrapp upp í Hóla, Þurfti að hitta þessar frábæru stelpur, þær Ellu og Særúnu, því mig vantaði tómar litlar fötur og þær að sjálfsögðu redduðu mér. Þegar ég kom þaðann fórum við Sigríður út fyrir Miðhús og týndum 3kg af krækiberjum. Við komum svo heim um 6.30 fengum okkur snarl og svo pressaði ég berin og sauð sultu úr þeim, vona að það komi vel út , fékk einhverjar, 7 krukkur úr því svo verður vonandi hægt að fara á morgun og tína bláber, til að sulta úr. Sigríður og Gummi ætluðu að fara á hestbak í kvöld en það gekk ekki það þarf að járna upp hestana, svo að það verður ekki farið á bak fyrr en á sunnudag. Sigríður er að vinna á morgun á Hólum og Gummi ætlar á vélinni upp á Krók á morgun og versla timbur til að geta farið að slá upp fyrir ganginum og staurunum. Þetta tekur örum breytingum þarna úti. En þar til næst hafið það sem best og takk fyrir öll kommentin, gamann að sjá hverjir kíkja.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég bjó til rifsberjahlaup í kvöld, allavega fyrri hlutann.  Sauð berin og sigtaði hratið frá.  Á morgun klára ég suðuna á hlaupinu með sykrinum, og set það á krukkur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.8.2008 kl. 02:43

2 identicon

Takk fyrir fréttirnar.  Þú ert duglegri í berjunum en ég.  Skrapp aðeins hérna uppí hlíðina á miðvikudaginn.  Settist á þúfu og mokaði upp berjum.  Gaf pabba og mömmu aðeins útá skyrið og er svo búin að vera dugleg að úða í mig.  Ætla að reyna að sulta restina.  Kveðja af Króknum.

Ásta 

Ásta (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 16:23

3 identicon

Flott síða hjá þér kvitt!!!

særún (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:06

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Óttarlega eru allir duglegir að sulta og safta,..en ekki hún ég

Guðný Einarsdóttir, 25.8.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband