Jamm eða þannig, klikkaðir dagar

Góðann daginn elskurnar mínar.GrinJamm klukkan er ekki orðin 7 , en ég sé að þetta verður eini tíminn í dag til að setjast hér niður og blaðra.

Var mjög slæm eftir mánudaginn,en þá var ég að reyna ð hjálpa tíl úti í fjárhúsi, með því að negla plöturnar utan á ganginn . Mér fanst það ganga vel og ég ekki vera orðin þreytt eða slæm. þegar ég hins vegar fór að sofa komu eftir köstin ég var í raun orðin svo uppgefin að ég bara skalf og skalf í næstum 2 tíma ekki mjög þægilegt. Þegar ég er orðin of þreytt skelf ég og er alveg ofboðslega kalt. Svefninn varð því ekkert rosa góður.  Skellti mér svo uppeftir ( Á Krókinn) með krökkunum í gærmorgun og fór í heita pottinn, það gerði heilmikið.Joyful  þá tók við að bíða eftir Gumma en hann ætlaði að hætta um hádegi, byrjaði á að fara til Ernu, elsku Erna takk fyrir að þola mig alla þessa daga sem ég þarf að bíða hjá þér. Þaðan rölti ég í búðina og svo út á Ábæ(n1) og fékk mér pizzu. Þegar við komum heim tók við smölun hjá Gumma hér uppi í fjalli, þeir  sem fóru  voru Sigmundur, Loftur, Brói og Gummi ásamt hundum. Jói kom svo þegar þeir komu með féð hérna heim. Við flokkuðum það sem átti að fara í sláturhús og ókunnugt. Snillingurinn ég gerði svo tilraun til að kveikja í eldhúsinu hjá mér, þ.e.a.s. ég gleymdi að slökkva undir potti sem ég var búin að setja vatn og ber í áður en ég fór út. Þannig að þegar Gummi skrapp inn að ná í fjárbókin var orðið skýjað inni og lyktin hræðileg. Potturinn er trúlega ónýtur , en hvað er einn pottur, fyrst annað slapp , nú lyggur bara fyrir að þrífa og þrífa og þvo gardínur og þess háttar. Fjárbíllinn kom svo um 21.30 í gærkvöldi. Ég fór ekki út þá enda búin að fá nóg og snéri mér bara að smá þrifum, og frágangi.  Morguninn byrjaði svo kl 6.00. Gummi fór svo rétt um kl 6.20.  Krakkarnir eru búin að fá sér morgun mat og eru að hafa sig til til að fara í skólann og ég ætlað að fara í heita pottinn og til Ernu ,því ég þarf að taka Guðjón með heim áður en Sigríður er búin í dag. Vonandi verður næsta vika með eðlilegann gang ekki öll þessi læti. Smölun um helgin og réttir þannig það það verur fjöldi manns í mat á laugadagskvöld og  heilmikið gamann. Það til næst hafið það sem best. Stelpur takk fyrir kommentin mér þykir voða vænt um þau.Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Rétt að kasta inn "góðan daginn" kveðju.

Linda litla, 3.9.2008 kl. 08:12

2 identicon

Mundu að þú átt að fara VEL MEÐ ÞIG   

Særún Björnsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 18:30

3 identicon

Eigum við að ræða þetta eitthvað???? mín bara að blogga rétt um kl 7 í morgun...  brjálað að gera á einu heimili..
Farðu með með þig og bið að heilsa í bæinn!!
Silla.

Silla (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:25

4 identicon

Það munar ekkert um það.  Maður verður nú bara dauðþreyttur að lesa bloggsíður þessara ofvirku kvenna í kring um mig.  En það var gott þú kveiktir ekki alveg í kofanum.  En nú ertu búin að prófa að skrúfa frá vatninu, reyna að kveikja í, má ég eiga von á einhverju því þriðja frá þér?  En hafðu það samt gott og farðu vel með þig.

kveðja af Króknum 

Ásta (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 22:49

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Það er ótrúlega mikið að gera hjá þér, gangi þér og ykkur vel í réttunum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.9.2008 kl. 01:13

6 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Hörkukvendi sem þú ert mín kæra....

Góða helgi Hrafnhildur mínog farðu nú vel með þig

Guðný Einarsdóttir, 5.9.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband