Smá innlit

Smile  Góðan daginn elskurnar mínar, bara að henda inn nokkrum línum. Það hefur verið frekar mikið að gera síðustu daga þó er aðeins að hægja á. Erum búin að setja aðra umferð í sláturhús núna yfir hundrað stk.  Svo hef ég verið að vinna á Hólum þessa vikuna frá 10 á morgnana og fram eftir degi. Dagurinn í dag byrjaði ekki mjög vel, Allt vatnslaust, Gummi byrjaði á að leita að bilun áður en hann fór í vinnuna kl 6.15. Það  hafði að leka úti í fjárhúsi,en það er komið í lag núna. Fann nesti handa Guðjóni en hann þarf líka nesti á morgnana. Þau fóru svo á stað 7.30. Þannig að ég er ein eftir heima, svona smá stund. Gutti er alveg búin að jafna sig eftir að það var keyrt á hann og borðar alveg eðlileg og  er farin að hamast með fótbolta aftur, hann fékk bara 2 eða 3 skrámur, sem betur fer. Þegar ég kem heim eftir vinnu í dag bíður mín haugur að þvotti og  svo þarf ég að fara að kíkja á verkefni í ensku og þýsku, ég skráði mig nefnilega í ensku og þýsku í fjarnámi til áramóta. Ef það gengur vel baka ég kannski helminginn af því sem ég lofaði að baka fyrir afmælið hans Ingólfs, en þar til næst bestu kv  og risa knús.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Þú ert nú meiri ofurkonan vinkona,gangi þér vel í dag...

Agnes Ólöf Thorarensen, 10.9.2008 kl. 08:33

2 Smámynd: Anna Guðný

Aðeins að hugsa hér, stoppar þú aldrei duglega kona? Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri þegar börnin fara í skólann er að skríða upp í aftur og bara kúra.

Anna Guðný , 10.9.2008 kl. 10:27

3 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Jú jú ég gerði ekkert á sunnudaginn Takk fyrir kommentin

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 16:01

4 Smámynd: Anna Guðný

Hm... á sunnudaginn, hvað komu margir gestir? Hvað voru margir í kaffi? Annars hljómaði þessi texti minn eins og ég færi aftur í rúmið á hverjum morgni en það er auðvitað ekki rétt. Ég á mér einn kúrudag í viku, og svo stundum oftar ef þannig stendur á.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 10.9.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband