11.9.2008 | 06:46
Elsku Þóra
Elsku Þóra Til hamingju með daginn, hafðu það sem best,knús frá okkur öllum.
Hér er mynd af þeim hjónakornum, tekin í réttum á laugadaginn.
Svo að öðru, Anna Guðný mín skildi alveg hvað þú meintir með að skríða augnablik undir sæng geri það stundum líka. Og varðandi sunnudaginn þá voru hérna 5 gestir sem mestmegnis björguðu sér sjálfir.
Fórum á fætur um 6 í morgun, þegar Gummi kom aftur fyrir rúmmið okkar þá lá Gutti það á gólfinu, Hann hafði laumað sér inn og lá þarna alveg graf kyrr. Hann fékkst ekki niður og út fyrr en ég fór líka framúr. Góður.
Það varð minna úr framkvæmdum þegar ég kom heim heldur en ætlað var, letin að drepa mig. Byrjaði samt á því að reka kálfana út út garðinum, þeir eru nú farnir að pirra mig, meira en pínu lítið. Gekk reyndar frá þvottinum og þvoði smá meira. Eldaði Nautagúllas með kartöflumús og horfði svo á Fótboltann með öðru auganu á meðan ég leit yfir verkefnin í ensku og þýsku og byrjaði að glósa smá.
Guðjón er að finna sér hrein föt og svo er að finna nesti handa honum. Þau fara rétt undir hálf átta. Ég býst við að ég fari í vinnuna um hálf tíu.
Pantaði magnara fyrir Sigríði hjá Tónabúðinni í gær hann kemur vonandi á morgun og þá getur hún farið að æfa að gagni á rafmagnsfiðluna líka.
Svo vona ég að þið eigið góðan dag og hafið það sem best.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með tengdó
Linda litla, 11.9.2008 kl. 12:39
Kvitt á þig,bóndakona
Guðný Einarsdóttir, 11.9.2008 kl. 17:36
Til hamingju með tengdó, þú hlýtur að vera ofvirk
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.9.2008 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.