14.9.2008 | 20:24
Elsku Ingólfur, takk fyrir kvöldið
Elsku Ingólfur til hamingju með afmælið 2 sept og veisluna í gærkvöldi, hún var æðisleg og gaman að samgleðjast með þér og fjölskyldunni,
Hér er mynd af Ingólfi líka tekin í réttunum um daginn.
Skrapp norður á Akureyri í gær morgun og krakkarnir fóru með mér þetta er að vísu ekki alveg það skemmtilegasta sem Guðjón veit en hann vildi samt fara með, versluðum heilmikið af fötum á hann, enda orðin full þörf á , skil ekki hvað drengurinn getur stækkað endalaust.
Keypti mér líka buxur , leggings, kjól og belti, ásamt því að versla svo í bónus. Þegar við komum heim týndum við Gummi slatta af Reyniberjum og tókum svo upp góðan slatta af kartöflum. Hreinsuðum berin og lögðum í bleyti í vatn og edik, þau lágu í því í nótt. Fórum svo upp á Krók í afmælið hans Ingólfs í gærkvöldi, það var æðislegt , saknaði að hitta ekki fleiri systkini Gumma og Ástu, en það kom bara Kristján auk Gumma. Maturinn æðislegur og myndasýningin frábær.
Fórum ekki mjög snemma á fætur í morgun , samt um níu. Sóttum fé út í Unadal og renndum svo í Melstað, gott að koma þar eins og alltaf. Eftir hádegið fórum við í Laufskálarétt áttum líka fé þar. Skruppum aðeins á Krókinn í heim leiðinni. Fékk 3 krukkur af Reyniberja hlaupi og svo snögg sauð ég grænmetið út gróðurhúsinu til frystingar, fékk 6 hvítkáls hausa salat brokkoli og blómkál. Allt komið í geymslu, æðislegt að það sé búið.
Vorum með nýjan hrygg í kvöldmat með rauðkáli og alles bara frábært. Ætla að fara og lesa smá í ensku og vinna í verkefni áður en ég fer að hvíla mig því á morgun byrjar dagurinn klukkan 5.45 og ný vika framundan. Takk fyrir síðustu komment gaman að sjá hverjir kíkja við ,veit að þeir eru fleiri og bið þá að kvitta af og til líka. EN bless í bili og knús í hús.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvitt, kvitt og knús fyrir innlitið
Hvernig er reyniberjahlaupið ??? - hef oft spáð í að prófa en ekki lagt í það, er það ekki frekar rammt ??? - hef reyndar notað berin til að náttúrulita bómullarefni og það tókst vel.
Bless í bú, Sys
Sigurbjörg K. Jónsd. (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:54
Takk líka fyrir síðast. Og ástarþakkir fyrir allt bakkelsið. Það kom sér aldeilis vel í öllum gestaganginum um helgina. Enda var hér rennerí frá föstudagskvöldi og fram yfir hádegi á sunnudag. Ótrúlega þægilegt að hafa svona yfirbyggðan pall maður var bara með kaffi og með því á pallinum svo ég gat haft eldhúsið fyrir mig meðan ég eldaði í veisluna. Þetta gekk allt vonum framar og afmælisbarnið hæstánægður með helgina. Heimilið komst í eðlilegt horf aftur seinnipartinn í gær og þá gat ég farið að taka upp úr töskunum frá því við komum að sunnan á föstudaginn. Gærkvöldið fór því í þvotta og heldur áfram í dag. Var dálítið mikið uppgefin í gær en hresstist eftir góðan nætursvefn.
Sjáumst
ÁSta
Ásta (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 16:14
Blessuð. Les reglulega bloggið þitt og hef gaman af að fylgjast með þér. Það er alveg ótrúlegustu hlutir sem þú tekur þér fyrir hendur. Gaman að sjá að þú leggur reyniberin í vatn og edik. Er að undirbúa matreiðslu á reyniberjum, ég frysti þau og síð síðan með súrum eplum. Kær kveðja, Benedikta Hvolsvelli.
Benedikta S Steingrímsdóttir, 16.9.2008 kl. 21:01
Alltaf að konan sú þú
Kvitta alltaf er ég gæist hér inn...
Guðný Einarsdóttir, 17.9.2008 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.