Leiðna rok búið að vera

CryingHæ hæ, það er búið að vera alveg hundleiðinlegt veður hérna, ég skrapp á kóræfingu upp á Krók í gærkvöldi og það var svosem allt í lagi þegar ég fór en ég hef aldrei keyrt þessa leið áður í svona miklu roki. Þegar ég kom heim fór ég  niður og bjó um okkur í gestaherberginu niðri, ég ætlaði ekki að reyna að sofa uppi. Vöknuðum um miðja nótt og þá var gólfið í svefnherberginu rennandi blautt, það hafði lekið inn með glugganum. Fór upp og testaði á gluggum og þessháttar um 3.30 þá var Guðjón  vakandi  en hann er eins og mamma sín að því leiti að hann sefur illa í roki. Fór svo uppeftir með krökkunum í morgun þá var orðið töluvert lygnara. Seinni partinn fórum við Sigríður út í garð og tókum 4 fötur af kartöflum.

P9170004

Tel þetta bara nokkuð góða uppskeru. Læri heilmikið í þýsku námsefninu í dag og vann verkefni í tölvunni. Þetta kemur til. Ingólfur er að hjálpa Gumma úti í fjárhúsi, hurðin sunnan á fjárhúsinu er stórskemmd eftir rokið og við vitum ekki enn hvort það er hægt að opna hana. Það féll víst líka tré í trjágarðinum í Brekkukoti. Svo er heilmikið af glerbrotum á hesthúshlaðinu en ég er ekki búin að gá hvaðan þau komu. Hitti aðeins Ernu frænku í dag gott að koma til hennar eins og alltaf, reyni að kíkja á hana á föstudaginn en þá fer í upp á Krók í sjúkraþjálfun.  Lét klippa mig í vikunni og hef ekki verið svona stuttklippt síðan 2000, þetta er ótrúlega þægilegt. Jæja þetta er að verða gott í bili, takk þið sem hafið kommentað, það gleður mig mjög, hafið það sem best og sofið vel Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að það hefur lægt, hér var líka ansi hvasst undir súðinni í nótt. Feðginin sváfu vel en það var annað með mig, reyndar var ég hissa á að sú stutta skyldi sofa því hún er óttalega veðurhæna.

Var að spá í kartöflumyndina þína - hvort flokkast hún undir fjölskyldu- eða fönduralbúmið

Knúsur úr borginni, Sys

Sigurbjörg K. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Held að þær falli undir óflokkað, þ.e.a.s. kartöflurnar Það er reyndar eftir að flokka þær fyrir geymslu

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 17.9.2008 kl. 21:00

3 Smámynd: Linda litla

Þetta ógeðslega rok er sem betur fer gengið yfir, a.m.k. í bili.

Flott uppskeran hjá ykkur,.

Linda litla, 17.9.2008 kl. 21:49

4 identicon

Datt einmitt í hug að þú mundir sofa á neðri hæðinni.  Ég reyndi ekki að sofna í herberginu mínu heldur flutti mig hinu megin í húsið og svaf því bara þokkalega.  Flott uppskera, það er að verða matarlegt í sveitinni. 

kveðja

Asta 

Ásta (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Anna Guðný

Fín uppskera. Er sjálf alveg hætt að nenna að setja niður. Byrja kannski á því aftur núna. Börnin eru orðin það stór að ég litið undan.

Hvar er myndin af nýju klippingunni?

Bölvuð læti hér nótt. Man ekki eftir öðru eins.Gaurinn minn var mættur á rúmstokkinn hjá mér um 04.00 og gat ekki sofið meira. Guði sé þökk fyrir Stöð 2 bíó.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 18.9.2008 kl. 00:59

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Flottar kartöflur.  Svona hreinar og fínar. Nam Nam

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.9.2008 kl. 01:23

7 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Flott uppskera hjá þér kona góð...urr hér er rok og rumba,og allt fýkur út í buskan hjá manni..allavega ókeypis hárgreiðsla haha

Guðný Einarsdóttir, 18.9.2008 kl. 13:44

8 identicon

good nigt.

Korri cool (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 22:04

9 identicon

Þetta eru náttúrulega SÆTAR KARTÖFLUR    - mátti til

Góða helgi, Sys

Sys (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband