Það er ennþá leiðinda rok

Happy Góðan daginn elskurnar mínar, svo sem ekki margt skeð síðan síðast en dagurinn í gær fór í tiltekt og bakstur, bakaði 8 formkökur og svo hvíta hverdagstertu með sultu, gott að eiga  þetta í frystinum, Ingólfur var að hjálpa Gumma í dag eftir vinnu. Takk Ingólfur fyrir hjálpina. Kláraði líka í gærkvöldi  Orange lita langsjalið sem ég var að prjóna.

P9190002

 Hér kemur mynd af því.

P9190011

Þetta eru mín pesónulegu sjöl.

P9190008

 Hér eru svo tvö sem verða föl eftir frágang og þvott. Fór upp á Krók í morgun og fór í sundlaugina og heita pottinn ,frábært að geta það. Heimsótti svo bæði Sigríði P, og Ernu frænku mína. Fórum svo með Guðjón útí Skammó en hann verður þar um helgina, Sigríður fór í Kúnst í klippingu. Þegar við komum heim var fé komið   út af bakkanum og við rákum það inn fyrir aftur (við mæðgur). Gummi kom svo heim uppúr 16.30. Við fórum svo einn rúnt á Undhól og skoðuðum lömbin sem eru þar, þau líta bara vel út og allt virtist vera í lagi. Er svo að prjóna núna enn eitt langsjal  sem er í hvítu með fánalitunum. Segjum gott í bili, eigið góða helgi.Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl vertu. Ákvað að kvitta fyrir mig :) Bestu kveðjur,Haddý

Haddý (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Flott sjöl hjá þér, eru þau prjónuð úr eingirni?  Góða helgi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.9.2008 kl. 01:50

3 identicon

Hey þú duglega kona............. maður verður sko bara þreyttur á að lesa bloggin þín hahaha þú ert svo ofvirk hehe já og ofur-dugleg!!
Bestu kveðjur í sveitina... á ekki að skella sér í laufskálaréttir og ball í Hofsós á eftir........ ohhhhhhhhhhhhh bara ljúft.. hehehe
kv Silla.

Silla (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:06

4 identicon

Alltaf nóg að gera í Skagafirðinum og vonandi betra veður en hér hjá okkur :( Ég var í Grafnings- og Ölfusréttum í dag og það rigndi mikið........

 Við erum væntanleg enn einu sinni til ykkar og býst við það verði á fimmtudag. Hlakka til að koma og svo rosa gaman að fara í Hrossasmal og Hestaréttir

 Kom að  því að ég kvittaði,,,,,,,,,,,,

ÁslaugFjóla (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Ja hérna falleg sjölin þín á eitt svona eftir hana Sillu ömmu mína blessuð sé minning hennar...Hvað kosta þessi sjöl sem eru föl...HA????????????? Vantar jólagjafir best að hafa þær svona heimagerðar af merkis konum

Guðný Einarsdóttir, 23.9.2008 kl. 01:04

6 Smámynd: Anna Guðný

Ég verð nú að vera sammál henni Sillu. Ég verð stundum lúin, bara við það að lesa bloggið þitt. En þetta eru flott sjöl duglega kona.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 24.9.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband