24.9.2008 | 10:39
Réttir og fl.
Hæ hæ og góðann daginn.
'Eg veit langt langt síðan ég hef sest niður og krotað nokkrar línur, það er nú bara aðallega leti. En síðna síðast er ég búin með sjalið með fánalita bekknum og svo er ég með eitt svart með gráum bekkjum á prjónuðum , þau eru öll úr eingirni.
Fór í gær upp á Krók og eyddi deginum í leti, byrjaði á að fara í sund og heitapottinn og svo hékk ég hjá Ernu, Elsku Erna takk fyrir að þola mig alla þessa daga, sem ég nenni ekki að hanga heima. Þegar við komum heim skruppum við í Hofsós og náðum í pakkann hennar Sigríðar og svo kom ég við í Kirkjugarðinum í Hofsós og gerði viðvik þar fyrir Ernu. Það rigndi svo bara og rigndi áfram, ekki veður til að fara út og ganga frá fyrir veturinn. Erum sem betur fer búin að taka upp kartöflurnar og koma þeim í geymslu. Í dag er ég bara búin að hengja út þvott úr einni vél því að sólin er farinn að skína svo að kannski næ ég að þvo upp allan þvottinn. Framundan er Laufskálrétt með öllu sem því fylgir. Þórir og Áslaug koma á fimmtudaginn og gista alltaf gaman að fá þau í heimsókn , veit ekki hvort það verður eitthvað fleira í gistingu. Við ætlum á sýninguna í Reiðhöllinni á föstudagskvöldið, svo býst ég við að við kíkjum aðeins í Laufskála á laugardaginn, en á föstudaginn eru okkar stóðréttir í Deildardals-rétt. það verður því miður ekki ball í Hofsós um helgina. Fúlt, hefði farið þangað. Krakkarnir koma ekki fyrr en eftir kl 18.00 heim og Gummi er líka trúlega lengi,sem sagt kjörið tækifæri til að vera dugleg heima. Takk fyrir öll kommentin æðisleg að lesa að einhver skoðar síðuna mína, bestu kveðjur til ykkar hinna líka.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Klikka ekki á að lesa þig.
Hafðu það gott í dag.
Anna Guðný , 24.9.2008 kl. 10:43
Æi elsku dúlla takk fyrir það, risa knús
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 24.9.2008 kl. 10:47
WHAT............... verður ekkert ball í Hofsós??? Ég var búin að heyra að Helgi Björns ætti að vera í Hofsós á balli, er það dottið upp fyrir.... sussss um svei!! En mér finnst rosalega gott að lesa svona letiblogg hjá þér annað slagið maður verður svo rosalega þreyttur á að lesa svona ofvirknisblogg hehehehhee nei nei maður verður að vera duglegur í sveitinni!!! Hafið það sem allra best!! Nú fer ég að byrja að blogga aftur.... hehe
Kv Silla.
Silla (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 21:01
Á hvað selur þú svona sjöl? Mig langar í svona
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.9.2008 kl. 01:26
Jóna og Gulla hef verið að selja þau á 10 þús þetta er svo mikil vinna. Silla við erum svaka svekt yfir að fá ekki ball og meira blogg dúllan mín kíki á síðuna á hverjum degi, enn annars knús og takk fyrir kíkkin stelpur.
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 25.9.2008 kl. 06:50
kvitterí kvitt, rétt að kíkja og lesa yfir hjá þér "stóra" systir.
Linda litla, 25.9.2008 kl. 17:10
Knús og kvitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 19:00
Aha..ekki er það nú svo mikið fyrir alla þessa vinnu,,,en samt er ég nú það nísk að ég myndi nú ekki gefa svona dýra jólagjöf sorrý,myndi eiga það sjálf
Guðný Einarsdóttir, 29.9.2008 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.