29.9.2008 | 15:17
Sýn ögnin af hverju
Hæ hæ, hef svo sem ekki verið mjög dugleg síðan síðast, en er þó búin með svarta sjalið og byrjuð á mórauðu. Búin að salta bæði kinda og hrossa kjöt, og búa til 2 saltar rúllupylsur. Fórum í Laufskálarétt á Laugardaginn, mér fannst nóg að sjá reksturinn koma niður, hin voru líka alveg sammála því að það var hroll kalt
Hér er stóðið að renna inn í girðinguna við réttina.
Hér eru svo sölukonur frá Alþýðulist,með ýmsan varning.
Vinkonurnar Ása og Sigríður, þeim er hálf kalt,enda leiðinda gjóla.
Og svo eru þeir Guðmundur og Guðjón á hraðri leið í bílinn. Ég veit ekki alveg hvað Guðjóni fannst um þetta held þó að það hafi verið of margt fólk og alltof mikill erill. Á föstudagskvöldinu fórum við á sýninguna í reiðhöllinni, hún var ágæt.
Á Laugadeginum þegar við komum heim fórum við að úrbeina og salta og kjöt, og setja í nýju frystikistuna , hún er algjört æði. Á sunnudaginn kúrðum við svo fram undir 10 sem er langt á okkar mælikvarða. Gummi fór svo með Þóri og Áslaugu og náði í hross uppá rétt en það var stóðið réttir í Deildardalsrétt á föstudaginn, það komu ekki öll hrossin til réttar en þau fundust á laugadag. Seinn partinn á sunnudaginn komu svo Freyja og Villi, takk fyrir komuna . Ása, Áslaug og Þórir voru alla helgin hjá okkur, takk líka fyrir komuna. 'I dag er svo bara venjulegur dagur, ég ein heima og er að þvo þvott og prjóna og svo smá bútast, í kvöld er svo Fléttu fundur í Hofsós og ég ver endilega að skreppa þangað. Seinni partinn á morgun er svo planið að búa til hrossabjúgu sem eiga að fara í reyk á miðviku eða fimmtudag. Þannig bless í bili og reynið að njóta þess að vera til.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jemundur minn hvers konar orku kvendi ert þú Hrafnhildur mín???
Nammi,namm hrossabjúgu ummm..kann ekki að gera svoleiðis þó ég sé úr sveit og húsmæðraskóla gengin
Hafðu það gott..
Kv..
Pestargemlingurinn
Guðný Einarsdóttir, 29.9.2008 kl. 16:28
Hæ,takk fyrir síðast.Bara að sýna að ég kann að kvitta.Ertu til í að vera í sambandi þegar bjúgun verða til.Er inni á morgun en ekki mikið á miðvikudag.Sláturkveðjur úr suðurendanum.Kveðja í bæinn.Birna
Birna Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 18:30
Ég ætla að vona að þú ætlir ekki að fara að prjóna svona "skeifu"lopapeysur, þær eru ekkert smá ljótar.
Bestu kveðjur í sveitina til ykkar.
Linda litla, 29.9.2008 kl. 19:59
Dugnaður í konunni! :) En ég er alveg sammála Lindu,finnst skeifupeysurnar ekkert sérstakar. ;) Bestu kveðjur.
Haddý (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:40
Vá hvað þú ert myndó húsmóðir........... úfff púfffffffff hehehe.. kveðja í sveitina!! Silla.
Silla (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:45
Dugnaður er þetta, held ég verði bara að leggja mig
Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 15:14
Kvitterí kvitt og knúserí knús af "Latabæ", Sys og feðginin
Sigurbjörg K. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 20:00
Hmmm .... ekkert að gerast á þessum bæ ??? Vildi bara láta þig vita að ég var að henda mynd af HM-teppinu í neðsta albúmið hjá mér, fyrsta alvöru-quilteringin í vélinni
Annars bara knús og kveðjur í hús, Sys og feðginin
Sigurbjörg K. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 21:20
Hva... ertu hætt að blogga??????? Ekki mátti ég hætta að blogga, þá gerir þú það ekki heldur hahahahhahaha.. knús í sveitina!! Silla.
Silla (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.