27.10.2008 | 13:44
Meiri snjó meiri snjó meiri snjó.
Hæ hæ allir og allar, mér hefur fundist að , þið hafið saknað mín og það finnst mér gott. En það er bara svo mikið sem hefur verið að gera að þegar loks dagskipanin er búin , þá hefi ég hreynlega skriðið undir sæng og farið að sofa. En svona lítur þetta út hjá mér núna og enn snjóar.
Það er gott að vera komin á vetrar dekkin. Fer upp á Krók 4 daga í viku, er í það sem heitir STES Starfsendurhæfing Skagafjarðar, mark mið að komast aftur út á vinnumarkaðinn og eða í skóla, af örorkunni, þetta er frábær hópur.
Svo svona smá yfirlit síðan ég bloggaði síðast, er búin að þessum hefðbundnu haustverkum eins og að búa til slátur, salta kjöt í tunnu, 2 gerðir, 2 gerðir af bjúgum. Birna takk fyrir þá hjálp. Svo erum við Ásta búnar að vinna við sviðasultu, eistnavefju og lundabagga í súr og svo eru þar líka sviðalappir og slátur, TAkk fyrir samstarfið elsku Ásta. Svo er ég búin að fara 2 ferir til Akureyrar, ágætis ferðir báðar tvær. Búin að prjóna lopapeysu á Sigríði og svo 2 eingirnisjöl til viðbótar. Sjöl frá mer eru til sölu í Alþýðulist í Varmahlíð.
Í dag var ég komin heim um eitt leitið, gott að vera komin snemma heim. Það er reyndar stórt vandamál að ergja mig þessa dagana , en það er mjörg erfitt að leisa það. Við búum við vatnsskort þessa dagana og fer ástandið bara versnandi, það verur þá farið í að skoða málið nánar á morgun. Vona að þetta sé nóg í bili takk og knús til ykkar allra fyrir hvatninguna .
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
halló gaman að sjá að þú ert í fullu fjöri!! það er nú bara þannig að á haustin er meira en nó að gera. En hvað um það hafðu það sem allra allra best í SNJÓNUM
Særún Björnsdóttiir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 14:31
Takk Særún mín, knús frá Óslandi
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 27.10.2008 kl. 15:47
Æ það var nú gott að verða aftur var við lífsmark. Vona að þið séuð ekki snjóuð alveg í kaf. Það væsir alla vega ekki um súrmatinn okkar hér bak við hús því þar er allt gersamlega á bólakafi í snjó. Hef mig útúr bílskúrnum á bílnum með því að setja í bakkgír og gefa svo rækilega í og tætast gegnum snjóskaflinn í innkeyrslunni. Vona að þið hafið það sem best og vatnsmálin leysist farsællega fljótlega.
Kveðja af Grundarstígnum.
Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 16:22
Nei ekki alveg, en við eigum góða granna sem líta til með okkur, er núna að bræða snjó í uppvask, knús á Krókinn
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 27.10.2008 kl. 16:43
Sæl góða mín já það má með sanni segja að ég hef saknað bloggsins
Rosalega ánægð með þig að taka til við lyklaborðið. Þetta er nú ekki nógu gott með vatnsskortinn en vonandi verður hægt að gera eitthvað. Knús frá mér
Sigrún (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 19:50
Góðan daginn!!!
Æi gott að sjá að það er að losna um ritstífluna á bænum hahaha en vatnsskortur, ja það er sko ekki gott!! Eins gott að það er til nóg af snjó til að bræða hahhahaa er ekki nóg í baðið líka???? Það er eins gott hehe..
Heyrðu já, takk fyrir sendinguna um daginn!!!! Ekkert smá gott að fá svona búbót :)
Biðjum að heilsa í bæinn og allra hinna!!
Silla.
Silla (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:09
Já SIlla og Sigrún gott að heyra frá ykkur og Silla njóttu vel, knús knús frá Óslandi
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 27.10.2008 kl. 22:12
Ekki er gott að lifa við vatns-skort,eitt af því sem við getum ekki verið án,,vonandi lagast þetta hjá ykkur þarna á norðupólnum..
Kveðja frá Costa'del'Hellu
Guðný Einarsdóttir, 27.10.2008 kl. 22:59
Eistnavefja...... ekki segja mér að það sé eitthvað sem að þú ætlar að borða Hrafnhildur..... mér varð óglatt þegar ég sá þetta orð "eistnavefja"
Annars bara bestu kveðjur í snjóinn til ykkar þarna fyrir norðan.
Linda litla, 27.10.2008 kl. 23:46
Namm eistnavefjur Mér finnst súrsaðir hrútspungar herramannsmatur. Jóna litla sagði mér frá þér, og var alveg hissa að ég þekkti þig. Svona er Ísland lítið. Mig langar í svona eingirnissjal frá þér, helst hvítt með mórauðu litunum. Nenniru? Það mætti alveg vera röndótt mórautt og hvítt Ha??
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.10.2008 kl. 01:35
Gamann að sjá ykkur öll aftur, já og knús knús
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 06:17
á krókinn 4 sinnum í viku og kemur ekki í einn kaffibolla!!! slæmt þetta með vatnsskortinn vonandi fer það að komast í lag hjá ykkur...knús í hús
Sonja (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.