29.10.2008 | 06:35
Það snjóaði líka í gærkvöldi
Þokkalegasti dagur í gær vaknaði með Gumma um 6 leitið og kom svo krökkunum fram um 6.30 Guðjón ætlaði bara ekki að vakna. Þau fóru svo á stað 7.15. Ég gerðist alveg heiftarlega dugleg bræddi snjó í potti svo ég gæti skúrað gólfin hérna uppi. Er mjög stolt af sjálfri mér að hafa getað það , hélt svo áfram og bræddi meira vatn til að geta klárað, að ganga frá og vaska upp í eldhúsinu. Gummi kom heim um 12 leitið, búin að vinna. Þá vorum við Guttormur búin að labba og ná í póstinn, og ég með minni snild að detta einu sinni , en bara mjög varlega
Hinn frábæri Gutti, sem heldur að hann sé enn lítill og sætur , hann er reyndar sætur og fallegur en hann er ekki lengur lítill, .að fékk hann að prufa í dag þegar hann stalst inn og fór beint uppí stofu og uppí stól það lá hann svo fastur í prjónakörfunni minni, sem ég hafði sett í stólinn á meðan ég var að skúra. Eftir hádegið dundaði ég mér við hin ýmsu ómótstæðileg heimilisverk og prjónaði svo í kjólinn minn, já reyndar bakaði ég 2 kökur og rölti með Gumma á eftir hrútunum, við erum búin að taka þá úr fénu og fara með niður í fjós.Hin ýmsu verk svo eins og vant er. Best að hætta og fara að koma krökkunum fram , búin að kalla einu sinni en það er ekki alveg að virka. Bless í bili og endileg meira kvitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl duglega kona
Skal senda þér brúsa af vatni úr Borgarfirðinum, Hvernig kljól ertu að prjóna þér ?? Ég er að prjóna mér þenna svarta úr nýja blaðinu.
kv úr sólini
Guðrún Pálma (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:26
Hæ hæ Guðrún, kjóllinn sem ég er að prjóna mér er úr eingirni og úr nýja eingirni blaðinu ýkt flottur, bestu kv og knús
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 29.10.2008 kl. 16:58
Óttarlegt krútt er þessi hundur þinn...Bestu kveðjur
Guðný Einarsdóttir, 29.10.2008 kl. 18:36
Hvernig dettur maður varlega. Fékkstu nokkuð gat á hausinn. Þekki tvær konur sem hefur þurft að sauma saman á síðustu tveim vikum svo ég er mjög hrædd um að sú þriðja sé einhversstaðar. Vonandi ekki þú. En myndir þú skanna og senda mér uppskriftina af svörtu og rauðu hekluðu flíkinni í prjónablaðinu þínu langar að skoða hana. Annars kveðja af Króknum. ( Nóg vatn komdu bara með brúsa)
Kv. Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 23:09
Frétti að það væri komið rennandi vatn í sveitina. Vona að það sé rétt.
kveðja
Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.