Hæ hæ

Jamm og jæja . Crying Ég þykist vita að ef ég fer ekki að setja nokkrar línur niður á blaðið, eða öllu heldur bloggið þá fái ég að heyra það. Annars er svo sem ekkert að frétta , nema að ég er 4 daga í viku í Stes og þegar maður kemur heim seint á daginn jafnvel undir kvöldmat heim þá gerir maður ekki mikið annað ern það minsta sem maður kemst af með, eða reynir það allavega. 'A þriðjudaginn skruppum við norður og versluðum,  verslaði matvöru og smávegis af jólagjöfum. Um helgina hef ég svo dottið í bakstur og bakaði 2 formkökur venjulegar, 2 formkökur með sukkat og þesshállar, 1 formköku með appelsínu berki og svo 2 með kókós og súkkulaði, 1 skúffuköku, já og svo bakaði ég líka 1 enska jólaköku, já og svo líka nokkrara kleinur það er svo gott að eiga þetta í kistunni. Um næstu helgi er planið að fara að kíkja á smákökurnar. Er komin með 2 trefla sem eru í sama dúr og sjölin, annað er ljósfjólublátt, en hitt ljós grátt, svo er eitt hvítt komið á prjónana. Gummi er búin að vera að keyra út úr fjósinu (haug), það kláraðist núna seinnipartinn. Sigríður  er að æfa sig svo að það eru fagrir fiðlu tónar sem berast upp af neðri hæðinni. Guðjón minn er ekki alveg að nenna að vinna það sem fyrir hann er sett á töflunni og kemur fram með reglulegu millibili og gáir hvað við erum að gera.. Meinleysis veður búið að vera,sná skúrir öðru hverju en hlýtt.  Er annars að spá í að setjast niður og prjóna smá stund. Bestu kveðjur og takk fyri kommentin, já og Jón og Þóra takk fyrir komuna í gærInLove

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja há sami myndarskapurinn og venjulega.  Hvernig komist þið yfir að borða allt þetta bakkelsi eiginlega.  Gummi hefur reyndar alltaf verið bæði lengstur og grennstur af systkynunum svo hann má alveg við þessu.  Ég sló fullt af flugum í einu höggi um helgina. Hitti bræðurna þrjá sem búa sunnan heiða ásamt þeirra fjölskyldum á einu bretti í gær þegar Ásgeir kláraði að flytja til Reykjavíkur.  Kominn í fína glænýja íbúð í Norðlingaholtinu.  Hópurinn fór svo saman á Sprengisand og fékk sér pizzu.  Skiluðum okkur heim í dag með fárveikan Breka og komum honum til læknis.  Hann er með svona rosalega sýkingu í hálsinum að hann getur ekki einu sinni talað.  Annars allt fínt Helgi glaður að koma heim og ég ekki síður. 

kveðja af Grundarstígnum. 

Ásta (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 21:48

2 Smámynd: Anna Guðný

Veistu, stundum verð ég þreytt af að lesa bloggið þitt, Shocked  þú er svo rosalega kraftmikil. En hafðu það gott ljúfan.





Anna Guðný , 10.11.2008 kl. 01:39

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Alveg er ég sammála Önnu Guðnýju

Guðný Einarsdóttir, 11.11.2008 kl. 16:10

4 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

ohh þú ert svo dugleg elskan :D sjáumst á morgun í ræktinni :) þykir vænt um þig ..

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 11.11.2008 kl. 23:59

5 identicon

Koma svo.  Gerist virkilega ekkert í sveitinni eða er bara bloggað á sunnudögum. 

Ásta (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 22:52

6 identicon

... og enn einn dagurinn liðinn án þess að stafur sjáist - geri ráð fyrir að nóg sé að gera í sveitinni og ekki sé setið auðum höndum.

Knús og kveðjur í hús, Sigurbjörg og co

Sys (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband