Birna og Brynjar, takk fyrir konuna

Það er nefnilega það, já mínir kæru InLove vinir  það er alveg nóg og að gera þessa dagana, Þegar maður kemur heim uppúr 6 á daginnn þá verður bara tölvan að bíða, og svo ætlar maður að blogga þegar, þetta er búið og hitt er búið, en svo skríð ég bara uppí. það er lang best. Fór á kóræfingu í síðustu viku langt síðan ég hefi fundið tíma til þess, hef saknað þeirra. Á föstudagskvökdið fóum við svo á árshátíð Sauðfjár og Kúabænda í Skagafirði, hún var haldin í Höfðaborg, frábær skemmtun eins og við var að búast og dansað fram eftir nóttu. Guðjóni mínum fanst þetta engin meining að vera ekki komin á fætur 10.30 á laugadagsmorgun, og lét svo sannanlega til sín heyra og skipaði mömmu sinni á fætur, en þegar það gekk ekki varð hann ákveðnari og sagði hátt og snjall HRAFNHILDUR VAKNAÐU, það var því ekki um annað að velja að fara á fætur. Í gær fengum við svo frábæra gesti, en þau komu Birna Særún og litli pjakkur hann Brynjar,Frá bært að þau skyldu koma.  Þreyf í gær elhúsið og stofuna og tók niur gardínur og þvoði á báðum stöðum,, svo gerði ég það sem ég geri yfirleitt ALDREI, ég færði til húsgögnin í stofunni, vit ekki enn hvernig mér líkar það. Krakkarnir eru farin í skólann og Gummi farin upp á Krók á Vélinni að ná í bitana í fjárhúsið, það verur vonandi allt búið sem þarf að gera þar um helgi. Búin að gera 4 trefla úr eingirni þessa vikuna, einn jólarauðann, einn vínrauðann, einn mórauðann og einn föl grænann, svo er einn mosagrænn komin á prjónana, ætlað að reyna að fara með þetta í Varmahlíð í vikunni, set inn myndair af þessu þegar ég er búin að þvo þá. Best að ganga frá svo ég geti farið að hafa mig á stað í skólann, ætla að ver komin heim um hádegi.InLove Komið nóg í bili takk fyir kvittin knús knús.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sko til bara búin að blogga.  Þetta verður sem sagt bara vikubók en ekki dagbók héðan í frá.  Dugar að fara inná síðuna á mánudögum.  Ég verð þá að fara að drífa mig og sjá stofuna áður en þú breytir næst.  En gott að þið hafið það bærilegt í sveitinni allt í góðu hér líka.  Við Helgi Hrannar bara tvö heima en Helga fannst fúlt í morgun að það væri bara mánudagur 17 nóvember en ekki mánudagur 24 nóvember því þá kemur pabbi.  kveðja Ásta og co

Ásta (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 13:23

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Jahérna duglega kona

Guðný Einarsdóttir, 17.11.2008 kl. 13:48

3 identicon

Bara að skilja eftir mig smá spor

Særún Björnsdóttiir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 14:47

4 identicon

gaman að sjá að allt gengur vel hjá ykkur og nóg er að gera. Þarf að kíkja að treflana þína .

Sigrún (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 22:14

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ekki gleyma að láta Jónu litlu fá trefilinn minn!!  Ég hlakka til þess að fá hann

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.11.2008 kl. 01:02

6 Smámynd: Linda litla

Fólki í kringum þig ætti ekki að verða kalt á hálsinum, það er nokkuð ljóst.

Takk fyrir spjallið í gær. Sjáumst vonandi helgina 5-7 des.

Bestu kveðjur á heimafólk.

Linda litla, 18.11.2008 kl. 09:26

7 identicon

Bara að skilja eftir smá spor, les alltaf og dáist af dugnaðinum í þér kona en er svo hrifin af sjalinu, er nokkuð uppskrift á lausu?

Magga (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 19:20

8 Smámynd: Anna Guðný

 Finger Print Bara rétt að kíkja við

Hafðu það gott ljúfan 





Anna Guðný , 19.11.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband