27.11.2008 | 21:53
Jamm og jæja
Í dag hefur verið eitt leiðinlegasta, veður lengi , og svo slæmt var það í morgun að krakkarnir fóru ekki í skólann. Mér fanst í rauninni ekkert ferða-veður fyrr en seinni partinn. Til þess að gera leiðinlegann dag betri tókum við okkur til og settum upp 6 jólaseríur og, fann aðventuljósin, er meira að setja þessi ljós upp núna svo Guðjón fái notið þeirra smá áður en hann fer í sveitin til pabba síns en hann fer trúlega á fimmtudag í næstu viku. Við lögðum okkur svo fram um að reyna að gera pipar-köku hús í dag og ég held að okkur hafi tekist að gera það ljótast piparkökuhús sem ég hef nokkru sinni séð.
Jólatrén fallegust, en á ekki að hafa gaman af hlutunum og reyna að skemmta sér smá í þessu leiðindaveðri. Þar til næst hafið það sem best
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það fær kannski ekki fyrstu einkunn fyrir fegurð en ég er nærri viss um að það fær topp einkunn fyrir góða skemmtun. Því það að fjáfesta í tíma saman og gera eitthvað svona er ómetanlegt.
Flott hús
Anna Guðný , 27.11.2008 kl. 22:30
Þú hefur greinilega ekki séð piparkökuhúsin sem ég reyndi að gera hérna á árum áður. Ætla samt ekki að fara að metast um hvor gerir ljótari piparkökuhús enda er ég löngu hætt að reyna þetta. En ég er sloppin í sex sortir af smákökum og ætli ég láti það ekki bara duga. Vona samt að veðrið verði skárra á morgun svo þú komist í laufabrauðið. See you. kv. úr skítaveðri á Króknum.
Ásta (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 22:51
Ég hef aldrei gert piparkökuhús, ég hugsa ef ég reyndi yrði mitt ekkert skárra en þitt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.11.2008 kl. 01:52
Dásamlegt að sjá að þú skulir geta gert svona fallegt föndur.
Bestu kveðjur úr rokinu og kuldanum í borginni, Sys og co
Sys (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 07:54
Ekki kann ég að gera piparkökuhús,og ég hugsa að útkoman hjá mér yrði já tölum bara ekki um það.
Kveðja úr skítakuldanum á Hellu
Guðný Einarsdóttir, 30.11.2008 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.