Afmælisbarn dagsins

P9060117

Elsku Gummi til hamingju með daginn.

Já að öðru, mér hefur skilist að það hafi komið upp sú spurning hvort við höfum skilað okkur heim frá Reykjavík,Wink Jú  jú erum komin heim  og það gekk vel.Fyrir þá sem ekki  vita þá skruppum við til Reykjavíkur  og fórum í búðir og hittum ættingja, það var alveg æðislegt, og myndin frá Margréti Birnu er komin á ískápinn, þar sem hún sést vel. Birna, Oddur, Sigurlaug, Eyþór, Hafþór, Magnea, Þórir, Áslaug, Kristín, Mamma, Pabbi, Sigurbjörg ,Axel, Anna Bíbí, Helgi, Kristbjörg, Margrét Birna, Jón Ingi, og svo allir hinir sem við hittum gaman að hitta ykkur . Annars síðan við fórum suður er ég búin að fara 2 ferðir til Akureyrar, annars vegar fórum við með Guðjón en hann var að fara austur til pabba síns frábært að hitta Ágúst aðeins. og svo fór ég síðast liðið föstudagskvöld með Ástu á Frostrósatónleika kærar þakkir fyrir það elsku Ásta. Á sunnudaginn fórum við svo að hlust á Sigríði og fleiri góða nemendur spila á Jólatónleikum í frímúrarasalnum á Sauðárkróki. það var frábært. Á eftir er svo stefnan að setja á rjómatertu í tilefni dagsins, þar til næst hafið það sem best.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn Gummi minn - Hrafnhildur vertu nú extra góð við hann í dag, sá að þú ætlar að skella í rjómatertu........... bara eina????? Þú ert nú ekki þekkt fyrir að láta eina bara duga...
Bestu kveðjur í sveitina!
Silla.

Silla (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Já Silla nokkuð rétt hjá þér, bakaði líka kleinur og parta, og svo eru til 15 teg. af smákökum og bæði hvít terta og brún terta og svo ensk Jólakaka, helduru að þetta sleppi, knús í hús.

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 16.12.2008 kl. 14:17

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Til hamingju með karlin þinn..Það er ekki komið að tómum kofanum hjá þér alltaf til nóg af bakkelsi humm

Hafðu það gott mín kæra

Guðný Einarsdóttir, 16.12.2008 kl. 18:19

4 identicon

Takk fyrir okkur í dag.  Þetta slapp til þó rjómatertan væri bara ein.   Gleymdi samt að líta á myndina á ísskápnum.  Verð að gera það næst.

Ásta (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 20:53

5 identicon

Takk fyrir pistilinn gæskan og gott að vita að þið skiluðuð ykkur heim. Jamm og til hamingju með bóndann.

Annars bara knús og kveðjur í hús, Sys og co

Sys (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:06

6 identicon

Til hamingju með Bóndan og skilaðu til hans afmæliskveðju frá mér

Svo á Saga líka 16.ára afmæli í dag

Hafið það sem best Kær kveðja Áslaug Fjóla

Áslaug Fjóla (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 22:03

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með bóndann.  Og takk fyrir sjalið, það er alveg æðislegt hlýtt og fallegt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.12.2008 kl. 02:01

8 Smámynd: Anna Guðný

Til haimingju með eiginmanninn þó seint sé.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 20.12.2008 kl. 02:26

9 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Gleðileg jól Hrafnhildur mín

Guðný Einarsdóttir, 22.12.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband