27.2.2009 | 19:57
Smá krot
Föstudagurinn er næstum búin. Þetta er búin að vera frekar langur dagur. Við Sigríður fórum í morgun í skólann og í próf, Guðjón var ekki með okkur því hann fór á Skammó í gær og var að ég held bara hamingjusamur með það. Sigríður fór í 3 próf ídag en ég í 2. Mætti síðan upp í Fnv en ég var sú eina sem mætti í þýsku tímann eftir hádegið. Þannig að eg notaði tímann og fór að tala við Ingileif, aðstoðarskólastjóra, og eftir það spjall er ég alvarlega að spá í að fara á Félagsfræði-félagsfræði-stíg, næsta haust og þá er smuga á að geta stefna á stúdentspróf í náinni framtíð. Við komum heim um fimm leitið og ég verð að viðurkenna að ég hef ekki gert neitt síðann ég kom heim, kom með kvöldmatinn með mér heim, til að þurfa ekki að elda. Ætla að reyna ð sof út í fyrramálið en óttast að ég vakni klukkan 6 eins og vant er. Annars höfum við það bara gott og vonum að þið gerið það líka. Bestu kveðjur til ykkar og risa knús og takk fyrir kommentin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þú duglega kona - ekkert smá öflug og ég veit að þú leikur þér að þessu námi ef þú virkilega vilt það!! Þú ert sannkölluð super mommy og leikur þér að hlutunum!!! Frábært!
Bið að heilsa í sveitina..........
Kv Silla
Silla (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 22:05
Takk fyrir elsku Silla, elska þig
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 2.3.2009 kl. 11:13
Kvitta hér með fyrir innliti mínu....OG kaffinu sem ég fékk hér í denn,því ekki get ég kvittað fyrir öðru kaffi hjá þéren koma tímar koma ráð
Guðný Einarsdóttir, 3.3.2009 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.