7.3.2009 | 16:55
Sól og vetur
Smá blogg ,búin að vera nokkuð góð vika, einkanirnar eru að tínast inn úr prófunum og þær eru alveg ásættanlegar. Á fimmtudaginn skruppum við norður og versluðum það er orðið tíma korn síðan síðast. Guðjón og Sigríður fóru með okkur. Hitti Brynjar vin minn á Glerártorgi og hér er mynd af honum
Hún var tekinn þegar hann fór í 5 ára skoðun, ég fékk að fara með. Í dag er ég búin að vera þónokkuð dugleg, setti í bkstursgírinn og bakaði 4 eplakökur, 3 skúffukökur, 6 venjulegar formkökur, 6 súkkulaði formkökur,20 ostasnúða og 20 grófar bollur og svo brauð. Er bara að verða sátt með það. Í gær kláraði ég svo að setja upp nýju gardínurnar í stofunni bæði storis og vængi gott að það er búið. Í dag er verið að rýja hjá okkur og held að það gangi bara vel.Fallegt vetrarveður og gamann að líta út. Gott í bili, hafið það sem best, knúsur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjóræningi!!! ha ha
Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 17:35
Veðrið hefur verið fallegt hérna á Reykjavíkursvæðinu í nokkra daga. Þú hlýtur að vera ofvirk... Ekki nenni ég að baka, ekki einu sinni fyrir afmæli. Ég kaupi botna og annað sem þarf til. Ég er að drepast úr leti.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.3.2009 kl. 01:14
Jóna mín, þetta er ekki ofvirkni, verð bara að nota tímann um helgar, því í miðri viku fer tíminn í skólann,knúsur.
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 8.3.2009 kl. 09:20
Aldeilis dugnaður, eins og þér er lagið.
Margrét (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 12:28
Hvers konar eiginlega er þetta haert þú að baka ofan í heilan her?
Guðný Einarsdóttir, 9.3.2009 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.