22.11.2009 | 22:10
Góður dagur
Þetta er búin að ver hin besti dagur , sólarhringurinn byrjaði reyndar illa því skrokkurinn var eitthvað að kvarta. Dúllaði mér bara fram að hádegi, en þá borðuðum við dýrindis lamba kjet sem húsbóndinn eldaði. Eftir hádegið var farið í almenn þrif á heimilinu, krakkarnir voru æðileg við að hjálpa til og núna er komin sería í Ágústar herbergi´, líka. Gummi riksugaði og skúraði, og ég reyndi að stjórna, en gerði í rauninni ekki neitt. Í dag hafa fallið nokkur korn úr loft, bara til að minn á á sig að ég held. Guðjón og Sigríður skreyttu svo nokkrar piparkökur.
Hér eru svo 2 myndir frá í gær og held ég að þurfi ekkert að útskíra þær, eða þannig.
Er þetta bara ekki gott í bili. Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2009 | 23:39
Það tókst, að koma nokkrum línum á blað
Já eða þannig, ætlaði ég ekki að blogga eitthvað smávegis áfram. Gott að vera heima í helgar fríi, reyndar spurning hvað kallast helgarfrí. Tókum okkur til í dag að beiðni Guðjón og bökuðum piparkökur, svo bættum við spesíum og haframjölskökum. Hann fék líka eina seríu inn til sín og svo lítið jólahús sem hann á. Þvoði svo og straujaði eldhúsgardínur af báðum hæðum og tók til í forstofunni og ganginum niður, og þreif upp stigann´, á morgun er áframhaldandi til tekt.
Bæti hérna inn 2 mynum að skírnar kerti sem ég gerði í síðustu viku, en við fórum , hjónin í skírn og veislu í gærkvöldi, bara fallegt.
Húsbóndi sefur í sófanum, Guðjón hrýtur í sínu herbergi, Sigríður farin inn til sín , þannig að það er best að ég yfirgefi svæðið og fari að sofa. Hafið það sem best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2009 | 12:08
Fallegur dagur
Góðann daginn öll sömul.
Öðru vísi dagur í dag, fór ekki með krökkunum á Krókinn í morgun, því ég þarf ekki að mæta fyrr er kl 15.00. Morguninn hefur því verið drjúgur. Er bæði búin að þvo þvotta og leirtau og baka smá vegis.Fer svo uppeftir á eftir hádegið.
Héru svo myndir til gamans
Bræðurnir á hestbaki í sumar.
Brosmild systkini í húsunum, bara galsi í þeim.
Svo er hér ein af Ágústi en hann spilar alltaf fyrir mömmu þegar hann kemur.
og svona í lokin mynd af þeim sem er athygglisjúkastur á heimilinu.
Eigið góðann dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2009 | 22:29
Nýtt og nýlegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.10.2009 | 22:35
Góður dagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2009 | 20:20
Komin aftur, ma
Já sæll, eða þannig. Talaði aðeins við hana móður mína í gærkvöldi,en það skeður bara nokkuð reglulega. En hún gerði þá athugasemd að við værum hætt að blogga systkinin. Svo elsku mamma hér er smá blogg.
Dagurinn í dag var að mestuleiti ein og aðrir þriðjudagar í haust, nema það að Gummi fór ekki í vinuna en hann tognaði í bakinu í gær að hann heldur. Við hin fórum og tókum Önnu með okkur við Sjónarhól. Við komum svo aftur heim um kaffi. heldur í fyrri kantinum. Sumaði nokkrar vambir sem ég ætlað að nota á morgun, vonandi. Byrjaði á peysu handa mér, úr léttlopa. Steikti svo fisk í kvöldmat. Núna er ég búin að koma mér fyrir framann sjónvarðið og er að horfa á fótbolta með öðru auganu. Setti hér inn 4 myndir frá í sumar og haust, bara svona að ganni.
Þessi er tekin niðri í fjöru eitt kvöldið, vorum í veiði og myndaferð.
Þessi er svo tekin núna í haust á leið heim úr skólanum á nýju myndavélina mína.
Þessi er nú bara úr fjárhúsinu.
Þessi er tekin í Jöklatúninu , hjá Jóni og Þóru.
Svo er eru hérna pelapokar sem ég gerði fyrir Laufskálrétt.
Vona að þetta sé betra en ekkert, ma, og þið hin. Gott í bili reyni að vera duglegri að blogga, knúsur frá Óslandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 19:14
Nokkrar myndir frá 21 júlí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.6.2009 | 16:23
Myndir frá fermingu Ágústar
Á tröppum Hjaltastaðakirkju.
Vona að þetta sé betra en ekki neitt en þetta tekur bara svo ofboðslega langann tíma. Knúsur í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.6.2009 | 22:21
Til hamingju elsku Guðjón
Hann Guðjón minn er 17 ára í dag, elsku Gösli minn til hamingju með daginn, bestu kveðjur frá Óslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2009 | 23:00
Góður dagur. ,-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar