20.4.2008 | 12:00
María Hödd
Elsku María til hamingju með daginn, og bestu kveðjur frá öllu heimilisfólkinu hérna.
Annars svo sem lítið að gærdeginum að segja, við Guðmundur fórum í jarðarför í Sauðárkrókskirkju í gær og Guðjón beið á Skammó á meðann. Þegar við komum heim sótti á okkur þvílík sifja að okkur varð ekkert úr verki. Plataði þó Guðjón til að hjálpa mér með grillið og svo grilluðum við lambakjöt og grænmeti og bamana með súkkulaði í eftir rétt. Guðjóni leist ekkert á banana. Heyrði aðeins í Sigríði ,líka æfingarnar höfðu gengið vel hjá þeim.
Í dag erum við svo búin að fara öll út í fjárhús og Guðjón hjálpaði til bæði með vatn og hey. Þegar við komun inn aftur náði ég mér í kaffi bolla og settist á litla sólpallinn austann við húsið, alveg yndislega hlýtt að sitja þar með kaffið. Ætla bara að hafa eitthvað snarl í hádeginu en elda svo í kvöld, eða nóg í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2008 | 20:58
Hæ hæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2008 | 17:57
Elsku besti Kormákur
Þessi dengur á afmæli í dag, en hann á 8 ára afmæliHérna er mynd af honum frá 20 mars, elsku "besti" frændi til hamingju með daginn.
Annars lítið að ske fór á kóræfingu í gærkvöldi og var alveg búin þegar henni lauk. Var svo mætt í morgun hjá Bjarka bæklunnarlækni í morgun kl 8.30, og hann lét taka myndir af mjöðminni sem er að angra mig og sprautaði svo í hana. Hef þessvegana lítið gert í dag nema saum í enn einn dúkinn, bless í bili elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2008 | 18:28
Kæri Loftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2008 | 09:33
Fleiri afmæli
Fyrstan ber að telja Snorra Stein Kristjánsson . Hann var í gær 14 apríl. Kristján Kristjánsson(ekki skyldir) i dag og svo Loftur Guðmundson í gær og dag, Loftur hjartanlega til hamingju með daginn fæ mér kaffi hjá þér seinna. Á morgun er það svo einn besti frændi minn sem á afmæli, en það er Kormákur Atli Unnþórsson. alveg frábær strákur
Annars nokkuð góður dagur í gær, byrjaði á því að vera komin upp á Krók kl 7.30 með Guðjón og svo fór ég upp í sundlaug og í sjúkraþjálfun. Þegar ég kom heim um hádegið lagðist ég í bakstur, er að byrja að baka fyrir sauðburðinn, en þó ég kæmist ekki yfir mikið er ég þó byrjuð og ætla að halda áfram á eftir. Bakaði bara 9 form kökur og 2 skúffu kökur, í dag eru það svo epla kökur , kanilsnúðar og danska kexið. Í gærkvöld var svo fléttu vinnufundur og við dútluðum okkur við hekl og þessháttar, það var því miður frekar fámennt. Skreið upp í um 11 leitið gersamlega búin , og svaf nánast til 8 í morgun en það heitir á þessu heimili að sofa út. Er svo búin að fá mér kaffi og flagga í tilefni af komu Forseta Íslands í Skagafjörð, en hann verður í Hofsós eftir hádegið. Gott í bili, knús til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2008 | 21:18
Afmæli
Fyrst eru það, afmælisbörn dagsins í dag, Þórir Friðriksson,Geirmundur Valtýsson, Páll Birgir Óskarsson og Þórir Níels Jónsson, Elsku Þórir J til hamingju með daginn.
Svo að öðru tók mig til í dag og klippti minn elskulega son Guðjón Ólaf og hann var mjög ánægður með það sjáGuðjón fyrir klippingu ogsvo Guðjón eftir klippinguJá smá breyting á drengnum. Ása var hjá okkur þangað til seinnipartinn í dag, en þá kom systir hennar og sótti þær henni fans og seinnt að fara í fyrra málið. Hafði það loks af að klár dúkinn sem ég var að sauma, og hér er hannTók mig líka til og þvoði þvott alveg í massa vís í dag enda hægt að þurrka úti , það hefur bara ekki skeð Óralengi. Guðjón fer á morgun í skammó og svo næ ég í hann á fimmtudagskvöld eftir kóræfingu, en þá verður hann væntanlega búin að skreppa til Reykjavíkur. Annars bara lítið að frétta þessa dagana. svo bara hafið það sem best, kveðja úr sveitinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.4.2008 | 07:28
Góðann daginn
Gott að byrja daginn snemma. Var komin á fætur rétt upp úr 6.30 í morgun, Gummi farin í vinnuna upp á Krók. Vakti Guðjón svo korter fyrir sjö. Hann er hress að vanda, enda er hann að fara í skíðaferð í Stólninn fyrir hádegi. Ég fer svo í sjúkraþjálfun kl 2 og næ svo í krakkana þegar það er búið.Ása er að spá í að koma í dag og vera hérna um helgina Hér er ein mynd af Ásu og Gutta á Torfhól. Svo er hérna önnur af þeim vinkonum,við eldhús borði. Ég hélt reyndar að þetta ætlaði aldrei að hafast því myndin var svo lengi að hlaðast inn.
Fór á kóræfingu í gær, við æfðum í safnaðarheimilinu í kvöld ,kirkjan upptekin. Ég held að það séu fáir staðir sem er jafn vont að að syngja eins og þar, einhver sagði að þetta væri eins og að syngja í ullarpoka. Svo eitt afmæi í dag, en Magnús Gunnlaugur Jóhannesson er 40 í dag, innilega til hamingju með daginn Maggi. Annars bara bless í bili þar til næst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2008 | 18:18
Skjótt, skipast
Jæja ég var varla búin að tilkynna að Guðjón kæmi ekki heim á morgun , þegar það breyttist, hann fer ekki í prufu flug fyrr en í næstu viku. Búin að elda kvöldmat og allt tilbúið svo ég geti farið upp á Krók á eftir. Líka búin að sauma smá búta saum svona til að gera eitthvað. er núna að gera dúk sem heitit Húsið á Sléttunni það er bara nokkuð sætt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2008 | 16:55
Elsku systir
Var að vona að ég væri búin að finna textaletur sem allir væru sáttir við,geri bara aðra tilraun. Hér er svo sem ekkert að ske, merkilegt bara þetta venjulega í gangi gegningar og sjúkraþjálfun í bland. Vegabréfið hans Guðjóns kom í morgun,þetta tók mjög stuttan tíma,en við sóttum það eftir hádegi á föstudaginn síðasta. I morgun er ég svo búin að fara með Gumma út í gegningarnar, og hjálpa honum við að sprauta og gefa inn ormalyf,tókum helminginn útfrá í morgun og tökum hinn helminginn á morgun. Skrapp í Hofsós með pakka í póst, fermingargjöf sem við getum ekki farið með sjálf. er svo búin að vera að leita að íslenskum leiðbeiningum um hekl á netinu en hef lítið fundið, vanntar til að hafa með mér á Fléttu vinnufundinn á mánudaginn í næstu viku. Er svo loks búin að koma rafmagni á bílinn hjá mér en ég gleymdi ljósunum á honum á laugardaginn, og hann var rafmagnslaus, skil þetta bara ekki
Í dag er, nei í kvöld er svo kóræfing á Króknum , tvær æfingar í viku fram að sæluviku, þannig að ég ver að fara í kvöld, það gengur ekkert of vel að læra textana en þetta er þó allt að koma. Í dag ereinhver úrkoma sem veit ekki hvort hún á að vera rigning eða snjór, eða slydda enda hiti á núlli. Fór í gær til tansa og lét laga fyllinguna sem losnaði úr framtönninni og þvílíkur munur nú er hægt að brosa aftur, það hefur ekki verið hægt í næstum tvær vikur. Við verðum bara tvö heima fram á fimmtudagskvöld, venjulega kemur Guðjón heim á miðvikudögum, en hann er að fara í prufu flug, æfingu fyrir skólaferðalagið, á fimmtudaginn. Stelpurnar í námsverinu fara með honum í dags ferð til Reykjvíkur, ég held reyndar að þetta verði ekkert mál. Það er ekki búið að ákveða endanlega hvort ég fer með honum en það lítur út fyrir það. Jæja gott í bili, knús og sv.fr.v
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2008 | 13:41
Elsku Jón
Jón og Þóra
Elsku tengdapabbi, til hamingju með daginn og takk fyrir komuna í gær.Setti hérna mynd af þeim hjónum.
Hef verið löt að setjast niður við tölvuna,og gera eitthvað af viti. Er reyndar búin að vera með einhverja pestar druslu . Það hefur verðið drjúgt að gera undan farna dag. Á föstudaginn fórum við upp á Krók eins og alltaf á föstudögum að ná í krakkana,en núna fór ég í leiðinni ,með Guðjón til að ganga frrá örorkumatinu hjá honum, eða öllu heldur umsókn um örorkubætur, svo sóttum við líka um vegabréf fyrir hann, en hann er að fara til Dannmerkur og Svíþjóðar í vor, með 10 bekk. Komum líka við hjá Ernu frænku og hún kom með okkur í búðina. Á laugardaginn keyrði ég Sigríði svo í Grænumýri til Kristína Höllu en þau voru að fara á Blönduós út af styrkveitingu sem "Rjúpurnar" fengu, þær spiluðu þar líka. Við Guðjón sóttum hana svo un kvöldmat og þá í Varmahlíð. Við keyptum svo alveg glás af frönsku til að hafa í matinn, nennti ekki að elda. Fór snemma í rúmmið að drepast af hausverk og kvefi. Í dag er ekki búið að gera mikið bara elda hádegismat og skipa fyrir .Sigríður fer í ökutíma í kvöld. Þau systkinin hjálpuðu Gumma við gegningarnar og svo Ráku Sigríður og Gummi hrossin hans Dóra en þau höfðu stundið af og voru komin niður á veg. Á morgun á svo Sævar Freyr vinur minn afmæli, hann verður 12 ára, til hamingju með daginn á morgun. Veit að ég hef ekki tíma til að blogga þá.Vonað að þið hafið það sem best þar til næst. Bestu kv og knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar