19.5.2008 | 22:06
Komin Heim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2008 | 18:34
Bless í bili
Hæ hæ
Bara aðeins að sletta nokrum stöfum á "blað", eða þannig.
Dagurinn í dag hefur gengið vonum framar, aðeins einhverjar 23 kindur óbornar. Gengið hægt í dag og lítið borið. Þreyf því gluggana , því að það kemur maður að eitra fyrir flugu á morgun svo að þegar ég kem heim verður vonandi allt flugulaust.
Kiddi Helga frændi minn kom í heimsókn í dag hann var á leiðinni til Ak og fanst þetta í leiðinni að kíkja í kaffi, stoppaði stutt.
Sigríður fór á sína fyrstu fótbolta æfingu í dag,eða það átti að vera æfing en það mættu bara hún og þjálfarinn. Hún er trúlega búin að fá vinnu í sumar í eldhúsinu á Hólum, 'Oli á Hellulandi talaði við hana í gærkvöldi þannig að hún á möguleika. ´Eg keyri hana þar til hún fær prófið en þá getur hún keyrt sjálf.
Er búin að pakka í tösku fyrir okkur Guðjón , en níu í fyrramálið förum við með rútu suður til Kefló svo svo þaðan til Dk. Hann fær ækki aðvita að við erum að fara á stað fyrr en í fyrramálið, annars getur hann ekkert sofið í nótt, veit ekki hvð ég kemst í t´ölvu úti svo að við heyrumst keanski ekki fyrr en eftir viku, kemur í ljós. Takk fyrir öll kvittin, og hafið það sem best , knús í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2008 | 20:45
Það snjóar
Þar snjóar, er þetta ekki alveg ótrúlegt, og ég sem hélt að það væri komið vor.
Dagurinn byrjaði bara nokkuð vel, vöknuðum rétt fyrir 6.00 og ég Sigríður og Guðjón vorum konin upp á Krók rétt fyrir kl 7.00. Sigríður fór upp á vist hún átti ekki að fara í próf fyrr en kl 9.oo, en við Guðjón fórum í morgunmat með foreldrum, kennurum og nemendum 10 bekkjar það var mjög gaman. Komum við hjá Ernu um níu leitið áður en við fórum heim.
Sóttum svo Sigríði svo aftur seinni partinn þegar hún var búin í seinna prófinu, hún keyrði heim. Henni fer jafnt og þétt fram í að keyra.
Þau hjálpuðust svo að við gegningarnar í kvöld, ég hitaði á meðan franskar í ofninum til að hafa með kjúklingnum sem var í matinn.
Er aðeins að byrja að tína til það sem Guðjón þarf að hafa með sér í ferðina til, svo sem lyfjavottorð og svo vottorð um vírana og skrúfurnar í handleggnum á honum ásamt,auka glasi af lyfjum, svo erum við búin að finna til ferðadvd og diska til að horfa og hlusta á í flugvélinni. Hann er svo búin að lesa fyrir mig ferða áætlunina sem hann fékk næstum í sögu formi. Held að hann sé bara sáttur við þetta og líka að ég komi með , en hann vill ekki að ég komi nálægt því sem hann er að gera í skólanum. Við förum bæði í tívoli , og bon bon land og svo í slöngu dýragarð í Svíþjóð.
Það eru komin rétt tæplega 400,lömb hjá okkur og nú er farið að síga á seinni hlutann og trúlega verður sauðburðurinn nánast búin þegar við komum heim, og þá verður Sigríður búin í prófum, Ágúst fer í smá nefaðgerð á Akueyri daginn sem við förum út og við sendum honum bara risa knús og vonum að þetta gangi vel.
Við erum boðin í fermingarveislu á sunnudaginn en við reyknum ekki með að komast,sjáum samt til því hún er í Hofsós. Bjó til kerti handa fermingarbarninu.
Avona lítur það út, hef annars ekki haft tíma til að föndra mikið en það verður vonandi bara tími til þegar við komum aftur, Jæja gott í bili og takk fyrir innlitin, bestu kveðjur úr slyddunni í Skagafirði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.5.2008 | 17:35
Bara stutt innlit
HÆ hæ
Bara aðeins að líta við það hefur verið fremur mikið að gera undanfarna dag aðeins eftir bornar svona um það bil 60 og allt gengið bara nokkuð vel. Byrjuð að höggva niður trén í gaðinum , það gengur líka alveg ágætlega
Var á fundi út af Dannmerkur ferð á Króknum í dag, með krökkunum og svo með farastjórum á eftir. Þetaa er sem sagt að bresta á og á þriðjudagsmorguninn kl 9 leggjum við á stað af Króknum á leiðis til Dannmerkur.
Sigríður kom með heim í dag hún er á milli prófa, fer með okkur Guðjóni uppeftir í fyrramálið í morgun mat kennara og foreldra með nemendum !0 bekkjar kl 7 í fyrra málið.
Vona að þið hafið það sem best þar til næst bestu kv og eins og einhver sagði fyrir langa langa löngu nnnnnnnnnnnnnúúúuúú þú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2008 | 13:21
Jæja
Langt síðan síðast, enda sauðburður skollinn á, við erum búin af fá yfir 260 lömb, og vonandi fáum við 200 í viðbót. Þetta er mjög hraður gangur miðað við að það byrjaði ekki að bera fyrr en á laugardaginn. Við Guðjón erum búin að velja stærðir og slagorð á Dannmerkur peysurnar.
Yfir í annað, rétt eftir páskana prjónaði ég mér vesti til að vera í , því mér er alltaf svo kalt. Hér kemur það.
Vinkona Sígríðar átti svo afmæli í gær, og Sigríði langaði að gefa henni öðru vísi afmælis- gjöf. Til Hamingju með daginn Regina Petra Tryggvadóttir, hér kemur svo vestið prjónað eftir hugmyndum Sigríðar, bara nokkuð gott ekki satt.
Hér er Sigríður að máta vestið svo ég gæti séð hvernig það liti út.Sigríður kom heim í gæekvöldi, fer svo í próf á föstudagsmorgun, þá fer hún trúlega með Ragnheiði Ástu og Guðjóni. Ég fer á æfingu í íþróttahúsinu á Króknum í tilefni af sviðsafmæli Geirmundar, en tónleikararnir eru hins vegar annað kvöld.
Elsku Hafdís samhryggist þér vegna Ömmu þinnar, knús frá okkur öllum
Annars bara meiri sauðburður framundan og því verður trúlega lítið um blogg næstu daga. Á morgun fer ég svo og næ í nýja ökuskírteinið, og kaupi einhvern slangur af gjaldeyri. Blessi í bili og hafið það sem best þar til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2008 | 10:57
Hann á afmæli í dag, elsti sonur minn
Hann á afmæli hann Óskar, hann á afmæli í dag
Tvær myndir af þessu yndælis dreng, knús og sv.fr.v Óski minn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2008 | 14:21
Afmæli, eitt enn
Hólmfríður Harpa til hamingju með daginn,kossar og knús til þín í Danmörku. Svo er það mynd í til efni dagsins.
Húsmóðirin sen líka á afmæli í dag er hér í vestinu með hattinn og veski sem hún fékk í tilefni dagsins, annars er boðið upp á kaffi, pönnukökur,kanilteru og kanski eitthvaðmeira gott með kaffinu. Takk fyrir góðar kveðjur risa knús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.4.2008 | 22:41
Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar öllsömul.
Afmælisbörn dagsins eru Jensína Jensdóttir, Ásgeir Árnason og Haraldur Sigruðsson.
Annars svo sem ekker nýtt frá síðast, 3 kindur bornar og komin 6 lömb. Guðjón fór með í gegningarnar í morgun og fékk samfesting til að fara í ,það var ekki að sökum að spyrja , það varð að sjálfsögðu að taka mynd af honum. Þóra og Jón komu í dag og Loftur kom líka við í mýflugu-mynd. Við Guðjón tókum til og þvoðum þvott eftir bestu getu í dag ,fyrri parturinn var bjartur og hlýr, en seinni partinn datt í svarta þoku.
Kirkjukór Sauðárkrókskirkju söng í Hofsóskirkju í kvöld og tókst það þokkalega, hefðum samt viljað sjá fleira fólk. Læt hérna fylgja eina mynd sem Ragnheiður Ásta , tók en hún tók nokkra myndir fyrir mig.
Vona svo að þið sofið vel og eigið góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.4.2008 | 14:08
Kæri frændi
Frændi minn Geirmundur Þorsteinsson , bóndi Sandbrekku, til hamingju kæri frændi.
Svo fáeinar línur, fyrir daginn í gær og dag. Bakaði báða dagana fanst nú einhverjum nóg komið en nú er þetta að verða búið bara eftir að baka kaniltertu eða rjómteru botna fyrir helgina. En síaðn síðast er ég búin að baka, flatbrauð, kleinur, steiktbrauð og punga. Tvöfaldann skammt af öllu.
Fór á kóræfingu í gærkvöldi, hún var búin um hálf tíu. Sigríður fékk æfingaleifið sitt í gær , þannig að þegar hún kemur heim í helgar frí fær hún að keyra heim. Það eru komin 4 lömd öll hvít.
Í dag hefur verið þokuslæðingur og svona hálfert glugga veður.
Á fimmtudaginn, Sumardaginn fyrsta verður Kirkju kórinn með tónleika í Hofsós kirkju og vonandi koma margir, síðan er Kirkjukvöldið í sæluviku og lóks erum við að syngja á afmælisskemmtun Geirmundar Valtýs 2 mai. Allt þetta með sauðburðinum sem fer nú að skella á af krafti. Bless í bili dúllurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.4.2008 | 16:54
Afmæli.
í Dag á Lilja "amma" afmæli, eða öllu heldur Lilja Ólafsdóttir frá Stóru Mörk afmæli, elsku Lilja til hamingju með daginn.
Byrjaði daginn á að fara á fætur 6.30 og ræsa liðið, aldrei þessu vannt vaou allir komnir í morgunmat, kl 7 Góður árangur. Þurfti reyndar að skafa rúðun á bílnum í morgun, var samt komin upp í sundlaug og búin að keyra krakkana í skólann, tíu mín fyrir 8, ekki sem verst. Fór fyrst í sundlaugina, og svo í sjúkraþjálfun til Fanneyjar. Það er síðasti tíminn í bili, fer aftur til hennar í endaðann mai. Þaðann fór ég svo til tannlæknisins, það gekk líka bara nokkuð vel og var svo komin heim uppúr 11.Eftir hádegið skutlaði ég Gumma í Hofsós til að ná í vélina á Pardus. Tók mig svo til og skellti rúgbrauði í pott og í ofninn og það verður til um 10 leitið í kvöld, hnoðaði svo tvöfalda uppskrift af kleinum var að klára þær, ætlaði líka að gera steikt brauð , en var búin með súrmjólkin þannig þetta verður að duga í dag. Annars til næst hafið það sem best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar