Réttir og fl.

WinkHæ hæ og góðann daginn.

'Eg veit langt langt síðan ég hef sest niður og krotað nokkrar línur, það er nú bara aðallega leti. En síðna síðast er ég búin með sjalið með fánalita bekknum og svo er ég með eitt svart  með gráum bekkjum á prjónuðum , þau eru öll úr eingirni.

Fór í gær upp á Krók og eyddi deginum í leti, byrjaði á að fara í sund og heitapottinn og svo hékk ég hjá Ernu, Elsku Erna takk fyrir að þola mig alla þessa daga, sem ég nenni ekki að hanga heima. Þegar við komum heim skruppum við í Hofsós og náðum í pakkann hennar Sigríðar og svo kom ég við í Kirkjugarðinum í Hofsós og gerði viðvik þar fyrir Ernu. Það rigndi svo bara og rigndi áfram, ekki veður til að fara út og ganga frá fyrir veturinn. Erum sem betur fer búin að taka upp kartöflurnar og koma þeim í geymslu. Í dag er ég bara búin að hengja út þvott úr einni vél því að sólin er farinn að skína svo að kannski næ ég að þvo upp allan þvottinn. Framundan er Laufskálrétt með öllu sem því fylgir. Þórir og Áslaug koma á fimmtudaginn og gista alltaf gaman að fá þau í heimsókn , veit ekki hvort það verður eitthvað fleira í gistingu. Við ætlum á sýninguna í Reiðhöllinni á föstudagskvöldið, svo býst ég við að við kíkjum aðeins í Laufskála á laugardaginn, en á föstudaginn eru okkar stóðréttir í Deildardals-rétt. það verður því miður ekki ball í Hofsós um helgina. Fúlt, hefði farið þangað. Krakkarnir koma ekki fyrr en eftir kl 18.00 heim og Gummi er líka trúlega lengi,sem sagt kjörið tækifæri til að vera dugleg heima. Blush Takk fyrir öll kommentin æðisleg að lesa að einhver skoðar síðuna mína, bestu kveðjur til ykkar hinna líka.


Það er ennþá leiðinda rok

Happy Góðan daginn elskurnar mínar, svo sem ekki margt skeð síðan síðast en dagurinn í gær fór í tiltekt og bakstur, bakaði 8 formkökur og svo hvíta hverdagstertu með sultu, gott að eiga  þetta í frystinum, Ingólfur var að hjálpa Gumma í dag eftir vinnu. Takk Ingólfur fyrir hjálpina. Kláraði líka í gærkvöldi  Orange lita langsjalið sem ég var að prjóna.

P9190002

 Hér kemur mynd af því.

P9190011

Þetta eru mín pesónulegu sjöl.

P9190008

 Hér eru svo tvö sem verða föl eftir frágang og þvott. Fór upp á Krók í morgun og fór í sundlaugina og heita pottinn ,frábært að geta það. Heimsótti svo bæði Sigríði P, og Ernu frænku mína. Fórum svo með Guðjón útí Skammó en hann verður þar um helgina, Sigríður fór í Kúnst í klippingu. Þegar við komum heim var fé komið   út af bakkanum og við rákum það inn fyrir aftur (við mæðgur). Gummi kom svo heim uppúr 16.30. Við fórum svo einn rúnt á Undhól og skoðuðum lömbin sem eru þar, þau líta bara vel út og allt virtist vera í lagi. Er svo að prjóna núna enn eitt langsjal  sem er í hvítu með fánalitunum. Segjum gott í bili, eigið góða helgi.Grin


Leiðna rok búið að vera

CryingHæ hæ, það er búið að vera alveg hundleiðinlegt veður hérna, ég skrapp á kóræfingu upp á Krók í gærkvöldi og það var svosem allt í lagi þegar ég fór en ég hef aldrei keyrt þessa leið áður í svona miklu roki. Þegar ég kom heim fór ég  niður og bjó um okkur í gestaherberginu niðri, ég ætlaði ekki að reyna að sofa uppi. Vöknuðum um miðja nótt og þá var gólfið í svefnherberginu rennandi blautt, það hafði lekið inn með glugganum. Fór upp og testaði á gluggum og þessháttar um 3.30 þá var Guðjón  vakandi  en hann er eins og mamma sín að því leiti að hann sefur illa í roki. Fór svo uppeftir með krökkunum í morgun þá var orðið töluvert lygnara. Seinni partinn fórum við Sigríður út í garð og tókum 4 fötur af kartöflum.

P9170004

Tel þetta bara nokkuð góða uppskeru. Læri heilmikið í þýsku námsefninu í dag og vann verkefni í tölvunni. Þetta kemur til. Ingólfur er að hjálpa Gumma úti í fjárhúsi, hurðin sunnan á fjárhúsinu er stórskemmd eftir rokið og við vitum ekki enn hvort það er hægt að opna hana. Það féll víst líka tré í trjágarðinum í Brekkukoti. Svo er heilmikið af glerbrotum á hesthúshlaðinu en ég er ekki búin að gá hvaðan þau komu. Hitti aðeins Ernu frænku í dag gott að koma til hennar eins og alltaf, reyni að kíkja á hana á föstudaginn en þá fer í upp á Krók í sjúkraþjálfun.  Lét klippa mig í vikunni og hef ekki verið svona stuttklippt síðan 2000, þetta er ótrúlega þægilegt. Jæja þetta er að verða gott í bili, takk þið sem hafið kommentað, það gleður mig mjög, hafið það sem best og sofið vel Sleeping


Elsku Ingólfur, takk fyrir kvöldið

Elsku Ingólfur Smile til hamingju með afmælið 2 sept og veisluna í gærkvöldi, hún var æðisleg og gaman að samgleðjast með þér og fjölskyldunni,

P9060150

Hér er mynd af Ingólfi líka tekin í réttunum um daginn. 

Skrapp norður á Akureyri í gær morgun og krakkarnir fóru með mér þetta er að vísu ekki alveg það skemmtilegasta sem Guðjón veit en hann vildi samt fara með, versluðum heilmikið af fötum á hann, enda  orðin full þörf á , skil ekki hvað drengurinn getur stækkað endalaust.FootinMouth

Keypti mér líka buxur , leggings, kjól og belti, ásamt því að versla svo í bónus. Þegar við komum heim týndum við Gummi slatta af Reyniberjum og tókum svo upp góðan slatta af kartöflum. Hreinsuðum berin og lögðum í bleyti í vatn og edik, þau lágu í því í nótt. Fórum svo upp á Krók í afmælið hans Ingólfs í gærkvöldi, það var æðislegt , saknaði að hitta ekki fleiri systkini Gumma og Ástu, en það kom bara Kristján auk Gumma. Maturinn æðislegur og myndasýningin frábær.LoL

Fórum ekki mjög snemma á fætur í morgun , samt um níu. Sóttum fé út í Unadal og renndum svo í Melstað, gott að koma þar eins og alltaf. Eftir hádegið fórum við í Laufskálarétt áttum líka fé þar. Skruppum aðeins á Krókinn í heim leiðinni. Fékk 3 krukkur af Reyniberja hlaupi og svo snögg sauð ég grænmetið út gróðurhúsinu til frystingar, fékk 6 hvítkáls hausa salat brokkoli og blómkál. Allt komið í geymslu, æðislegt að það sé búið.

Vorum með nýjan hrygg í kvöldmat með rauðkáli og alles bara frábært. Ætla að fara og lesa smá í ensku og vinna í verkefni áður en ég fer að hvíla mig því á morgun byrjar dagurinn klukkan 5.45 og ný vika framundan. Takk fyrir síðustu komment gaman að sjá hverjir kíkja við ,veit að þeir eru fleiri og bið þá að kvitta af og til líka. EN bless í bili og knús í hús.


Jóna, ég er ekki ofvirk.

Smile Góðann daginn elskurnar mínar,eru ekki allir mjög vel vaknaðir, nei ekki það.Blush

Mér finnst ég mjög vel vakandi, enda minn tími að fara á fætur.  Dagurinn í gær var bara nokkuð góður, Byrjaði á , eftir blogg að pósturinn kom með 2 búta verkefnihanda mér og eldvarna-pakkann sem ég pantaði. Fór síðan upp í Hóla í vinnuna. Var þar til 15.30, sem sagt komin heim um kl 16.00. Krakkarnir komu skömmu seinna. Sigríður skrapp svo í Hofsós fyrir mig og næði í snarl í kvöldmatinn, en ég bakaði um það bil 65 kanilsnúða 8 lengjur gamaldags sultu vínarbrauð og einhverjar 70 kleinur, allt fyrir afmælið hans Ingólfs. En það verður haldið upp á það á morgun, ætla að lána þeim Lindu (litlu Sætu Uppþvottavélina mína). Gummi kom heim um 23.00, langur dagur það í vinnunni. Crying

Næst á dagskrá er að koma samann nesti fyrir Guðjón og svo er síðasti vinnudagurinn í bili, í dag. Verð eiginlega voða fegin skrokkurinn er ekki alveg að þola þetta, en félagsskapurinn er góður. Er svo að velta fyrir mér hvort ég á að kaupa mér nýja frystikistu í dag önnur gamla er ónýt. Ætla allavega að skoða þær. Takk fyrir kommentin í gær. Vona að þið eigið sem bestann dag í dag , og svo góða helgi. Linda sakna þín á blogginu.InLove


Elsku Þóra

Elsku Þóra Til hamingju með daginn, hafðu það sem best,knús frá okkur öllum.

P9060135

Hér er mynd af þeim hjónakornum, tekin í réttum á laugadaginn.

Svo að öðru, Anna Guðný mín skildi alveg hvað þú meintir með að skríða augnablik undir sæng geri það stundum líka.  Og varðandi sunnudaginn þá voru hérna 5 gestir sem mestmegnis björguðu sér sjálfir.Wink

Fórum á fætur um 6 í morgun, þegar Gummi kom aftur fyrir rúmmið okkar þá lá Gutti það á gólfinu, Hann hafði laumað sér inn og lá þarna alveg graf kyrr. Hann fékkst ekki niður og út fyrr en ég fór líka framúr. Góður.

Það varð minna úr framkvæmdum þegar ég kom heim heldur en ætlað var, letin að drepa mig. Byrjaði samt á því að reka kálfana út út garðinum, þeir eru nú farnir að pirra mig, meira en pínu lítið. Gekk reyndar frá þvottinum og þvoði smá meira. Eldaði Nautagúllas með kartöflumús og horfði svo á Fótboltann með öðru auganu á meðan ég leit yfir verkefnin í ensku og þýsku og byrjaði að glósa Frown smá.

Guðjón er að finna sér hrein föt og svo er að finna nesti handa honum. Þau fara rétt undir hálf átta. Ég býst við að ég fari í vinnuna um hálf tíu.

Pantaði magnara fyrir Sigríði hjá Tónabúðinni í gær hann kemur vonandi á morgun og þá getur hún farið að æfa að gagni á rafmagnsfiðluna líka.

Svo vona ég að þið eigið góðan dag og hafið það sem best.InLove


Smá innlit

Smile  Góðan daginn elskurnar mínar, bara að henda inn nokkrum línum. Það hefur verið frekar mikið að gera síðustu daga þó er aðeins að hægja á. Erum búin að setja aðra umferð í sláturhús núna yfir hundrað stk.  Svo hef ég verið að vinna á Hólum þessa vikuna frá 10 á morgnana og fram eftir degi. Dagurinn í dag byrjaði ekki mjög vel, Allt vatnslaust, Gummi byrjaði á að leita að bilun áður en hann fór í vinnuna kl 6.15. Það  hafði að leka úti í fjárhúsi,en það er komið í lag núna. Fann nesti handa Guðjóni en hann þarf líka nesti á morgnana. Þau fóru svo á stað 7.30. Þannig að ég er ein eftir heima, svona smá stund. Gutti er alveg búin að jafna sig eftir að það var keyrt á hann og borðar alveg eðlileg og  er farin að hamast með fótbolta aftur, hann fékk bara 2 eða 3 skrámur, sem betur fer. Þegar ég kem heim eftir vinnu í dag bíður mín haugur að þvotti og  svo þarf ég að fara að kíkja á verkefni í ensku og þýsku, ég skráði mig nefnilega í ensku og þýsku í fjarnámi til áramóta. Ef það gengur vel baka ég kannski helminginn af því sem ég lofaði að baka fyrir afmælið hans Ingólfs, en þar til næst bestu kv  og risa knús.

Ég var klukkuð

Fjögur störf sem ég hef unnið um æfina.

'I Bakaríi, Fiskvinslu, Afgreiðslu í Kaupfélagi, Mötuneyti

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.

Shall we dance, Shrek, Blood diamond, Cristmas carol.

Fjórir staðir sem ég hef búið á.

Hella, Selvogur, Sauðárkrókur,  Ósland

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líka.

Miami ink, Overhauling, Monk , Shall we dance

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.

Danmörk, Svíþjóð, London,´Letigarður

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan blogg síður)

visir.is  fnv.is   quiltbudin.is  bot.is

Fernt matar kyns sem ég held upp á.

Byggbuffið hennar Ellu, jólamaturinn, fiskur , kjúklingur

Fjórar bækur/blöð sem ég les oft.

Morgunblaðið, fréttablaðið, 24 Stundir og Feykir

Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna.

Undir sæng með góða bók, Fótboltaleik í London, Týna ber  í Mið-Húsalandi, Heita pottinum.

Fjórir bloggarar sem ég klukka.

Garðar bróðir, Silla E( hofsósingur bloggar), Jóna Kolbrún Garðarsd. (huxa) og svo Austurgata 24.


Réttitr og annríki

Jæja, er ekki komið að smá skýrslu gerð, dagurinn  í gær var orðinn nokkuð drjúgur í gær þegar ég fór að sofa. Hann byrjaði á að fysti hópur fór á fætur á milli kl 4 og 4.30 og á stað í smalamennskur, næsti var ræstur upp úr 6 svo að ég svaf ekki mikið frá þeim tíma. ´Salaug fór síðust á stað um 10. leitið Um kl 11 var ég búin að baka keinur og kanilsnúða. Þóra og Jón komu  um  það leiti, Ingólfur og Ásta komu svo rétt seinna,´já og að sjálf sögðu Helgi Hrannar með þeim. Flýtti svo fyrir með að vera búin að skera niður kjöt og taka upp kartöflur fyrir kvöldið. Fór svo út á rétt um kl 14.

P9060023

Svo er hérna ein mynd af safninu að koma til réttar, held að ég muni ekki eftir að hafa sér svona marga í þessum réttum, eða svona margt fólk. Tók eitthvað um 160 myndir, en á svo eftir á velja úr þeim til prentunnar.

P9060100

 Sigríður og Eyþér bara nokkuð góð. Féð var komið heim  á tún milli kl 21,30 og 22,00. Þá var kvöldmatur handa öllum,sem vildu. Ásta hjápaði mér að gera klárt fyrir kvöldmatinn.

Ásta, Ingólfur, Helgi Hrannar,Áslaug, Þórir, Halldór, Kristín, Guðný, Eyþór, Kristján, Sigríður,Gummi, Jón, Þóra og allir hinir takk fyrir daginn, og svo hjálpina. Var orðin frekar lúin þegar ég skreypð uppí í gærkvöldi, en samt sem áður var ég vönkuð kl 5,45 eins og vant er, sofnaði þó aftur, nenni trúlefa ekki að gera mjög mikið í dag. Þannig bless í bili og hafið það sem allra best.

P9060136

Svo ein flott mynd í restina. InLove


Jamm eða þannig, klikkaðir dagar

Góðann daginn elskurnar mínar.GrinJamm klukkan er ekki orðin 7 , en ég sé að þetta verður eini tíminn í dag til að setjast hér niður og blaðra.

Var mjög slæm eftir mánudaginn,en þá var ég að reyna ð hjálpa tíl úti í fjárhúsi, með því að negla plöturnar utan á ganginn . Mér fanst það ganga vel og ég ekki vera orðin þreytt eða slæm. þegar ég hins vegar fór að sofa komu eftir köstin ég var í raun orðin svo uppgefin að ég bara skalf og skalf í næstum 2 tíma ekki mjög þægilegt. Þegar ég er orðin of þreytt skelf ég og er alveg ofboðslega kalt. Svefninn varð því ekkert rosa góður.  Skellti mér svo uppeftir ( Á Krókinn) með krökkunum í gærmorgun og fór í heita pottinn, það gerði heilmikið.Joyful  þá tók við að bíða eftir Gumma en hann ætlaði að hætta um hádegi, byrjaði á að fara til Ernu, elsku Erna takk fyrir að þola mig alla þessa daga sem ég þarf að bíða hjá þér. Þaðan rölti ég í búðina og svo út á Ábæ(n1) og fékk mér pizzu. Þegar við komum heim tók við smölun hjá Gumma hér uppi í fjalli, þeir  sem fóru  voru Sigmundur, Loftur, Brói og Gummi ásamt hundum. Jói kom svo þegar þeir komu með féð hérna heim. Við flokkuðum það sem átti að fara í sláturhús og ókunnugt. Snillingurinn ég gerði svo tilraun til að kveikja í eldhúsinu hjá mér, þ.e.a.s. ég gleymdi að slökkva undir potti sem ég var búin að setja vatn og ber í áður en ég fór út. Þannig að þegar Gummi skrapp inn að ná í fjárbókin var orðið skýjað inni og lyktin hræðileg. Potturinn er trúlega ónýtur , en hvað er einn pottur, fyrst annað slapp , nú lyggur bara fyrir að þrífa og þrífa og þvo gardínur og þess háttar. Fjárbíllinn kom svo um 21.30 í gærkvöldi. Ég fór ekki út þá enda búin að fá nóg og snéri mér bara að smá þrifum, og frágangi.  Morguninn byrjaði svo kl 6.00. Gummi fór svo rétt um kl 6.20.  Krakkarnir eru búin að fá sér morgun mat og eru að hafa sig til til að fara í skólann og ég ætlað að fara í heita pottinn og til Ernu ,því ég þarf að taka Guðjón með heim áður en Sigríður er búin í dag. Vonandi verður næsta vika með eðlilegann gang ekki öll þessi læti. Smölun um helgin og réttir þannig það það verur fjöldi manns í mat á laugadagskvöld og  heilmikið gamann. Það til næst hafið það sem best. Stelpur takk fyrir kommentin mér þykir voða vænt um þau.Blush


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband