31.8.2008 | 22:32
Takk fyrir daginn
Bara svona smá krot til að þakka þeim sem hafa komið í dag. Fyrsta skal telja Ásu, en hún er búin að vera síðan á föstudag, takk fyrir komuna Ása mín og hjálpina við berin. Svo komu líka í dag Jón og Þóra og þegar þau voru ný farin komu, Ásta, Ingólfur og Helgi Hrannar, Takk öll fyrir komuna og Ásta, takk fyrir flöskurnar,.
Í gær skruppum ég og krakkarnir og týndum ber í einn og hálfann tíma, við komum með þó nokkuð magn trúlega ein 6 kíló, Ása fór með það sem hún týndi heim með sér ég gerði saft úr helmingnum af hinu, klára vonandi hitt á morgun þegar ég er búin að fá flöskur. Tókum til í fristikistunni og Gummi þreyf hana fyrir mig því ég er frekkar slæm í skrokknum þessa dagana. Það er búið að slá frá steypunni og á morgun verður hægt að byrja á að klæða ganginn. Gummi fer reyndar að vinna í fyrramálið og fér héðann upp úr 6, og svo krakkarnir 7.20. Þannig að það er best að fara að skreyðslast uppí svo að ég geti vaknað fyrir kl 6. Annars bara knús í hús og góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.8.2008 | 10:04
Bara stutt
Bara stutt kíkk. Gangurinn í fjárhúsinu var steyptur í fyrra dag og voru þeir ,Jón Einar, Sigmundur, Gísli, Halldór og Loftur að hjálpa hjálpa Gumma. Sigríður og Guðjón eru farin að keyra í skólann og það gengur bara vel , Skammó að komast í gang og allt að passa samann, hún Sigríður byrjar svo í tónlistarskólanum á miðvikudaginn. 'Ótrúlegt að Guðjón sé kominn í FNV. Fórum tvær feðir á Krókinn í gær aðra fór ég með krökkunu og hina með Gumma , en þá vorum við að skoða efni í gang veggina og fengum líka tilboð í málingu, á þá.
Í morgun sváfum við lengi eða til 8.oo en það er langt á þessu heimili því venjulega f´örum við á fætur 6.15, en krakkarnir fara í skólann 7.20, þetta breytist þegar Gummi byrjar að vinna en hann á að vera mættur kl 6.30. Ása kom í gær og verður trúlega til morguns, langt síðan hún hefir komið. Og af föndri og prjóni er búin með hvítra og græna sjalið og er hálfnuð með hvíta og rauða, þau koma bæði vel út.
Gummi er farinn upp á Krók að ná í efnið sem við skoðuðum í gær, svo að á eftir verður farið að slá frá steypunnin og klæða og mála ganginn, hann kemur líka með göngu hliðin. Í dag liggur svo fyrir að baka eða fara og tína ber, hef ekki fengið nóg ennþá til að gera saft. Annars allt við það sama, hafið það gott þar til næst , bestu kv og risa knús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.8.2008 | 14:37
Elsku sys
Elsku Sigurbjörg, til hamingju með daginn í gær,
komst ekki í tölvuna í gær vegna anna. Hér er Sigurbjörg í felim bak við dóttur sína. Það hefur verið mikið að gera u ndan farna daga.
En svona fyrst til að byrja með, Pabbi,og Mamma, takk fyrir komuna um helgina vona að þið hafið notið þess eins og við. Áslaug og Þórir, líka takk fyrir komuna og alla hjálpina.
Fjölbraut er byrjuð og krakkarnir mínir keyra á milli daglega, Guðjón fór einn í morgun með Sigríði og hann glotti þegar hann fór inn í bíl hjá henni, ég held að þau hafi aldrei farið bara tvö áður, Hann virðist vera ánægður með þennann dag sem búin er. Frábært að einhverfi drengurinn minn er komin í framhaldsskóla, hitti Ágúst minn líka .þegar Guðjón kom heim. mér finnast þeir hafa stækkað einhver óskup. Er dottin í að prjóna eingirni lang sjöl, það er bara gamann. Svo er ég búin að sækja um fjarnám í ensku og þýsku, vona að ég komist í það. Í dag á steypa ganginn í fjárhúsið þannig að það verða einhverjir kallar, eða eldri drengir í kaffi seinnipartinn.
Prenntaði út gangnaseðilinn fyrir Gumma í dag og hann fer í dreyfingu í kvöld. Réttir sem sagt um aðra helgi, en annars knús í bili og bestu kveðjur, Særún gamann að sjá ð þú kvittaðir loksins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.8.2008 | 22:35
Kæra Ásta
Já kæra Ásta, það er eins og það er, ég er búin að vera alveg drullu-lasin síðan við komum að sunnan svo er líka búið að vera alveg fullt að gera. Þannig ég hef ekki verið dugleg að blogga, sorry.
Dagurinn í dag fór í að keyra inn jarðveg inn í fjárhúsið, og þar sem Gummi var ekki einn við þetta þurfti ég að hafa hádegis mat. Ekki bara snarl, Var með ekta kjötsúpu í hádeginu, en þeir voru að keyra inn með Gumma þeir , Gísli, Jón Einar og Stefán. þeir horfðu svo á leikinn með okkur í hádeginu. Frábær leikur. Ég fann svo til kaffi og smurði brauð og setti kökur og keinur á borðið áður en ég skrapp upp í Hóla, Þurfti að hitta þessar frábæru stelpur, þær Ellu og Særúnu, því mig vantaði tómar litlar fötur og þær að sjálfsögðu redduðu mér. Þegar ég kom þaðann fórum við Sigríður út fyrir Miðhús og týndum 3kg af krækiberjum. Við komum svo heim um 6.30 fengum okkur snarl og svo pressaði ég berin og sauð sultu úr þeim, vona að það komi vel út , fékk einhverjar, 7 krukkur úr því svo verður vonandi hægt að fara á morgun og tína bláber, til að sulta úr. Sigríður og Gummi ætluðu að fara á hestbak í kvöld en það gekk ekki það þarf að járna upp hestana, svo að það verður ekki farið á bak fyrr en á sunnudag. Sigríður er að vinna á morgun á Hólum og Gummi ætlar á vélinni upp á Krók á morgun og versla timbur til að geta farið að slá upp fyrir ganginum og staurunum. Þetta tekur örum breytingum þarna úti. En þar til næst hafið það sem best og takk fyrir öll kommentin, gamann að sjá hverjir kíkja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2008 | 14:31
Komin heim
Jæja, er ekki komin tími á smá blogg., komum heim um kvöldmat á mánudaginn , eftir ágætis ferð til Reykjavíkur. Komum til Reykjavíkur seint á föstudagskvöldið, fórum beint til Birnu vinkonu og gistum þar allar næturnar, Takk fyrir okkur elsku Birna frábært að vera hjá þér. Laugadagurinn fór í ferð í Kringluna, Smárann, og á fótboltaleiki hjá Sigríði, í Garðabænum. Þegar þeim lauk fórum við austur á Flúðir á ættatmót og vorum þar fram á nótt, urðum samferða Sillu og Oddi í bæinn. Á laugadeginum var farið í Kolaportið, nexus og svo voru heimsóttir ættingjar. Sigurbjörg, Axel, Anna Bíbí, Linda, María, Kormákur, Hjörleifur, Pabbi, Mamma, Silla Oddur, Hafþór, Eyþór,Magnea Dís, og Jón Gestur. Gamann að hitta ykkur öll. Svo Sigurbjörg hérna eru myndirnar sem þú vildir sjá.
Bara filurnar,, og svo.....
Sigríður með fiðlurnar sínar.
'A mánudeginu fórum við í Tónastöðina og Jóa útherja, Hagkaup og Rúmfatalagerinn já og Álafossbúðina í Mosó, komum treyndar við í Laugardalslauginni áður en við fórum í búðarráp, Keyrðum svo bara heim. vorum komin um kvöldmat. Þriðjudagurinn fór í hin ýmsu heimilisstörf og Gummi hélt áfram að vinna í fjárhúsinu.
I dag voru þeir Kári og Jón Einar svo að hjálpa Gumma úti í húsi, það er búið að brjóta niður veggina og byrjað að jafna út undirlagi. Við Sigríður skruppum augnablik upp í Hóla en komum fljótt til baka. Best að hætta þessu og fá sér smá kríu, vesnaði aftur af kvefinu og er aftur komin með hita, en þar til næst bestu kv og risa knús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.8.2008 | 11:14
Elsku Silla, smá meira blogg
Jæja, loksins segir einhver, þetta hefur ekki verið bara blogg-leti í mérbúin að vera sárlasin með hita og hef haldið mig í rúmminu. Annars ganga rif á fjárhúsi vel sjá myndir
Fyrir
Svona leit út í fjárhúsunum í vetur.
Og svona leit þetta út í gær, Guðmundur og Sigmundur að verki.Svo að öðru peysan hans Jóns Gests er loksins tilbúin en hún tafðist vegna veikinda
Svona lítur hún út, er bara þokkalega ánægð með hana. Um helgina stendur fyrir dyrum ferð til Reykjavíkur og fleiri staða, en Sigríður er að spila á fótboltamóti á laugardaginn, ekki er ákceðið hvað við verðum lengi eða hve margir fara, kemur ekki í ljós fyrr en á morgun. Svo elsku Sonja vona að þú jafnir þig fljótlega. Annars sjáuamst eða þannig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.8.2008 | 06:42
Bara stutt kíkk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.8.2008 | 21:18
Peysa hjálmar og uppþvottavél
'A mánudaginn í síðustu viku var ég beðin að prjóna, lopa peysu. Ég gat ekki sagt nei við því,svo að ég keypti lopann á þriðjudaginn, stúlkan valdi litina og munstrið. Það var bara eitt smá atriði sem yrði erfitt, hún varð að vera búin fyrir föstudag þ.e.a.s. peysan. Ég prjónaði og prjónaði og peysunni skilaði ég af mér á föstudeginum, er hún ekki bara flott.
Þetta dró dilk á eftir sér og vinkonu hennar langar líka í peysu , það er ekkert mál því hún þarf ekki að prjónast með hraði. Er hinsvegar með herra peysu á prjónunum sem þarf að vera til fyrir réttir. Annars hefur svo sem ekkert markvert skeð var að vinna á sunnudaginn. Er farin að taka upp nýjar kartöflur úr garðinum. Í morgun skruppum við svo á Akureyri að skoða uppþvottavélar en endirinn varð sá að við pönntuðum vél í gegnum KS. Hún verður komin á föstudaginn. Fórum svo í Bónus og Hagkaup og hinar ýmsu verslanir, seinni partinn fórum við Sigríður svo upp á Krók og útréttuðum, keyptum svo 2 reiðhjálma og 2 tauma. Komum við á Ábæ og tókum með okkur pizzu heim. Í kvöld er æðislegt veður ,en verða að fara að halla mér þarf á fætur 5.30 í fyrramálið. Knús og hafið það sem best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.7.2008 | 23:03
Frábær dagur
Flottar frænkur.
Frábær, dagur, langar bara að þakka þeim öllum sem komu í heimsókn í þokunni í dag. En það voru í þessari röð, Helgi Hrannar, Ásta og Unnur. Jón og Þóra. Sigurbjörg, Axel og Anna Bíbí. Og svo fór Jón Gestur en hann var búin að vera síðan á mánudag. Takk öll fyrir komuna ,gamann að hitta ykkur.
Sigurbjörg og Axel og Anna Bíbí, sólin fór að skína af krafti hálftíma eftir að þið fóruð.
Grillaði Lambasneiðar kjúkling og pylsur í kvöldmat, sóttum svo Gutta en hann stakk af til að smala hestum. Prjónaði upp að höndum á peysunni sem ég byrjaði á í gær.
Þegar þokan fór loks varð alveg yndislegt veður og hitinn hækkaði um margar gráður, og það er enn vel heitt. Bestu kv og hafið það sem best, sólar kveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.7.2008 | 11:06
ELsku Ágúst minn og elsku Ása
Elsku Ágúst,
Til hamingju með daginn í gær, mátti ekki vera að að fara í tölvuna í gær, veit ekki hvort þú sérð þetta.
Svo elsku Ása, hún átti líka afmæli í gær, til hamingju með það.
Ágúst varð 13 ára og Ása varð 17 ára, sendi þeim báðum sms í gær og hringdi ég í Ágúst í gærmorgum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar