28.6.2008 | 16:46
Elsku Erna og Silla .
Elsku frænkur takk fyrir komuna í dag, og Silla eftir að þið fóruð bakaði ég lummur, svo eru hérna nokkrar nýjar myndir af börnunum mínum.
Frábærir taktar í fótbolta og gróðurhúsið í stóhættu.
Svo fóru yngri bræðurnir á hestbak, annar með aðstoð, en hinn fór niður á þjóð veg, annað skipti sem hann fer á bak. Sigríður að vinna í dag. Annars best kv og knús til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.6.2008 | 13:29
Óskar, Guðjón og Ágúst komnir
Drengirnir komu í nótt Ágúst úti að slá Guðjón að horfa á DVD og Óskar farin til AK í jarðarför
Bara flottastir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2008 | 22:52
Óskar Guðjón og Ágúst að koma.
Hæ hæ, VIð skruppum í gærkvöldi niður í sjó og vorum ábyggilega í 2 tíma. Ég varð ekki vör, Sigríður setti í fisk en missti hann í fjöruborðinu, en Gummi, hafði af að ná í 2 fiska.
Fórum aftur niður í sjó í morgun upp úr kl 7 ,en án árangurs. Fór að vinna kl 10 og vann til kl 15. Þegar ég kom heim, skruppum við Sigríður í Hofsós og versluðum Mjólk og súrmjólk og annað smálegt . Gummi var með Lofti og Sigmundi í Teigi að rúlla, síðan fóru þeir í Miðhús og tóku helminginn af því sem lá flatt þar.Við Sigríður tókum okkur hins vegar til og bökuðum 150 ,kleinur og 25 parta (steikt brauð). Sen er bara nokkuð gott. Synir mínir eru á leiðinni hingað til okkar frá Egs og koma trúlega upp úr miðnætti. Óskar er að fara í jarðarför á Ak á morgun. Þeir ætla að vera fram á mánudag. Langt síðan þau hafa verið öll hérna í einu. Annars er svo sem ekkert meira að ske, hafðið það sem best og takk fyrir kommentin. RISA knús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.6.2008 | 20:25
Erna og Trausti takk fyrir komuna.
Jæja.
Síðan ég sat hérna síðast erum við búin að gera alveg heilmikið, Gummi ,Loftur, og Sigmundur eru búnir að binda heyið á bakkanum, þeir voru í hádegismat og kaffi hjá mér. Erna og Trausti kíktu við hjá mér um miðjann daginn,frábært að þau skyldu koma. Svo tók ég törn í því að baka, og er síðan í gærkvöldi búin að baka bananabrauð, kryddbrauð,rúgbrauð, eplakökur, fjórfalda tertu, hvíta,og danska kexið. Er bara að verða nokkuð sátt neð daginn í dag. Sígríður skrapp í Hóla í dag í sund en það er frídagur hjá henni í dag, svo fór hún á fótbolta æfingu kl 19 í kvöld. Við erum að spá í að skreppa smá stund niður í fjöru þegar hún kemur aftur og vita hvort við getum ekki fengið eins og einn fisk. Á morgun er ég svo að vinna frá 10-15, trúlega eins á fimmtudaginn. Annars bless í bili. og hafið það sem best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2008 | 18:26
Brakandi þurrkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.6.2008 | 18:51
Elsku Pabbi og Mamma
Elsku pabbi og mamma, gamann að þið skylduð koma í miðdagskaffi. Þau gáfu sér tíma til að bragða á afmælistertu Sigríðar áður en þau renndu heim aftur.
Hér er umrædd terta, mjög góð.
Ég held að hún sé bara nokkuð ánægð með hana, enda er ekki allir sem fá BÍL í afmælisgjöf, sjá tertuna. Erum svo á leið á Jónsmessuskemmtun og ball í Hofsós, bestu kv og knús í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.6.2008 | 12:30
Til hamingju
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag,................
Hún yngri dóttir mín á afmæli í dag.
Elsku Sigríður til hamingju með 17 ára afmælið og ökuskírteinið
Myndin tekin í morgun áður en hún fór á Krókinn og ´svo ´æi vinnuna. Skrifa meirra seinna í kvöld , eða á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.6.2008 | 22:19
Bílpróf og fleira
Jæja, það er víst best að setja nokkrar línur niður á blað, eða þannig, annars gerir "bestalitla" ´trúlega athugasemd. Annars er þetta búin að vera atburðaríkur dagur . Reyndar er best að byrja á því að ég var að vinna ,annann dag, í gær,eða öllu heldur var ég í 2 og hálfann tíma í gær. Svo fór ég með Sigríði í síðasta ökutímann upp á Krók í gærkvöldi, hann tókst bara vel. 'I morgun fórum við svo með henni uppá Krók og hún fór í bílprófið, og stóðst það að sjálfsögðu, hún fær sem sagt ökuleyfið á föstudaginn, á afmælisdaginn sinn. Það fæddist hérna folald í morgun ,bara nokkuð snoturt. Sigríður fór og tók nokkrar myndir sem við sendum svo eigendunum í tölvupósti. Þau voru ánægð með það. Svo slógum við garðinn og vökvuðum kartöflurnar. Það hefur verið alveg hvínandi rok hérna í dag. Þær komu svo hérna í kvöld Ingibjörg og Þóra, gamann að hitta þær, held að ég hafi ekki hitt Ingibjörgu síðan í júlí í fyrra. Heyrði aðeins í Óskari mínum en hann var að missa föður ömmu sína í nótt, Stefa, Didda, Reimar,Helga og fjölskyldur samhryggist ykkur innilega. Annars komið gott í bili þar til næst hafið það sem best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.6.2008 | 09:20
Hæ hó og sfrv.
Góðann daginn og gleðilega hátið.
Síðann síðast, hefur svo sem ekki mikið skeð, merkilegt hérna út að austann, það er þó gestagangur úti á "Skaga". 'Isbjörn nánast í garðinu hjá Merit, á Hrauni. Feginn að vera ekki þar. Nú er að síga á seinni hlutann á ökunáminu og æfinga akstrinum hjá Sigríði og á morgun fer hún í bílprófið. Það verð gott fyrir hana að þurfa ekki að vera uppá okkur komin með að fara í vinnu og annað þess háttar. Gummi er búin að keyra allt fé í fjall og sá í flögin , svo að vorverkin eru öll að hafast af, enda getum vuið tríulega byrjað áð slá eftir jónsmessu. Skrapp með Sigríði í vinnuna í gær og vann frá 6-9, það er ágætt að byrja á því, verð trúlega aftur í dag. er svolítið stirð og þreytt í morgun sárið. Er þó búin að fara í sturtu og flagga. Hitti Ernu frænku aðeins í gærkvöldi og beið hjá henni meðan sigríður var í BAKK tíma hjá Balda, kem trúlega aftur við hjá henni aftur í kvöld, en bless í bilii verða ð keyra Sigríði í Hóla hafið það sem best, sólar kveðjur úr Skagafirði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2008 | 15:27
Annríki, ekki leti, eftir köst af gestum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Tólf manna hópur Íslands klár
- Löng fjarvera verður enn lengri
- Fyrirliði Fylkis eftirsóttur
- Litla systir ætlar að hringa þrisvar sinnum á dag
- Örlög Íslands ráðast
- Framlengd háspenna í nótt
- Tryggvi á von á slagsmálum
- Líður best undir teppi í frostinu á Íslandi
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!