27.7.2008 | 23:16
það átti að vera Neista-afmælið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2008 | 23:11
Sumarkvöld í Skagafirði, gerist það fallegra.
Er nokkuð fallegra en sólin í Skagafirði.
Það hefur svo sem ýmislegt verið að gera síðann síðast. Neita- afmælið var á laugardaginn og það var mjög gaman að , vera á vellinum og fylgjast með fjöld af fótboltaleikjum og svo vörðu hleðslu, leit að nál í heystakki, stígvélahlaupi, konuhlaup, og svo grillveisla í Höfðaborg, Ragga og Árni , maturinn var frábær. Bæði Sigríður og Gummi spiluðu, fótboltann. Um kvöldið var svo ball með Bermúda í Höfðaborg, feyki fjör, fyrst á tjaldstæðinu og svo ínni í húsi. Maggi , Sigrún, Gísli, Guðrún, Sigmundur, Bjarnfríður, Sigurmon , Kristján, Þorsteinn Grétar og allir hinir, takk fyrir skemmtunina.
Erum búin að rúlla öllu sem verður rúllað þetta árið og nú er bara eftir að keyra rúllunum heim.
Var að vinna í dag á Hólum klikkað að gera, en gamann verð afru á morgun, þannig að ég verð aðfara snemma á fætur og baka áður en ég fer í vinnuna, þar til næst best kv og knús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2008 | 19:02
Takk fyrir komuna Ásta, Helgi Hrannar og Birna.
Ágætis dagur fórum á fætur 5.30 í morgun. Sigríður fór í vinnuna 6.30 og Gummi komin út í Gröf upp úr 6.00. ég dreif mig og bakaði 2 eplakökur og 2 jólakökur og 3brúnkökur, var búin að því 10.30. Skrapp í Hofsós, og lennti að sjálfsögðu á snakki í kaupfélaginu, tók Gumma svo með heim í mat. Eftir hádegið fórum við svo bæði út í Gröf, hann sló meira og ég fór að snúa. Vorum þar fram að kaffi , en þá komu þau Ásta, Helgi Hrannar og Birna Jóns, þá fórum við heim í kaffi og svo fór Gummi aftur að klára að slá, núna áðann um 6.30 var hann búin að slá og er núna að klára að snúa. Þegar þau fóru fór ég út og prufaði nýja bensín orfið sem ég keypti, það virkar alveg þokkalega, Sigríður sendi skilaboð en hún verður að vinna lengur að vinna þannig að þetta verða einhverjir 13-14 tímar hjá henni í dag. Ætla bara að hafa eitthvað snarl í kvöldmat, því mín er farin að verða lúin, þar til næst bestu kv úr sólinni í Skagafirði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2008 | 21:45
Elsku Ásta við reyndum líka að heimsækja þig í dag
Hæ hæ
Þetta er búin að vera frekar skrítinn, sólarhringur. Gummi kom inn í morgun kl 6.30, en þá var hann búin að vinna í heyi síðann 7.30, í gærmorgun.
Hann og Sigríður sváfu svo til 11.30. Við skelltum okkur svo í heita pottinn í Varmahlíð, um kl 15 vorum við komin á Krókinn og þá var stefnan tekin á Grundarstíginn en engin Ásta og Helgi heima, við skruppum þá til Jóns og Þóru,og stoððuðum þar smá stund, Renndu síðan aftur á Grundarstíginn, en enn enginn heima. Þannig að við fórum á Ábæ og fengum okkur ís áður en við fórum heim. Sigríður hitti Ásu á meðan við vorum að húsvitja.
Fórum heim og hölluðum okkur en fórum svo niður í fjöru og vorum þar til kl 21.15,veiddum 5 fiska, Gummi fékk 4 en ég fékk 1. Nú er það kanna af kaffi og brauð með heima gröfnum silung og svo skríð ég undir sæng, enda orðin blaut inn að beini. Hafið það sem best og knús til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.7.2008 | 17:57
Jæja
Jæja , góðir hálsar. Ég veit bara ekkert hvað ég á að skrifa um. Fyrst þó, eru hérna 2 myndir af því sem að ég hefi verið að gera.
Hérna er púði sem ég varð að gera því mer fundust laufblöðin svo flott.
Já þetta eru diskamottur í eldhúsið, svo lítið öðruvísi en hjá öðru fólki. Var að vinna í gær frá 15-22 og það mátti ekki meira vera. Skutlaðist svo ein ferð í Miðhús, með plast og bindigarn. Skreið svo upp í rúm um miðnætti. Fór á fætur uppúr 7.30 í morgun, Gummi fór að snúa en ég að þvo þvott og ganga frá , og gera svona ímislegt smálegt sem hefur setið á hakanum undan farna daga. Snúningsvélin bilaði og Gummi fór með hana í Hlíðarenda til Jóns Einars, sem sauð hana samann. Skrapp á markaðinn í Lónkoti í hádeginu, keypti þar 2 drykkjarkönnur, heldur meira þar til sölu heldur en síðast. Kom við í Hofsós á heimleiðinni. Þóra og Jón komu eftir hádegi og stoppuðu til að ganga sex. Alltaf gamann að fá þau í heimsókn. Sigmundur, Loftur og Guðmundur komu svo og fengu´sér kaffi milli 15 og 16, fóru svo aftur að rúlla. Sigríður er að vinna til 22 í kvöld. Ér því ein næstu klukkutímana og ætla því að finna mér nýtt búta dæmi til að dúlla mér við. Semsagt bless í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.7.2008 | 22:13
Það var ekki kia
Jæja síðan síðast, er kominn á annann bíl. Við skruppum norður á Akureyri í gær og skoðuðum bíla, fórum á alla vega 5 bílasölur. Prófuðum 3 bíla. Það varð svo úr að við keyptum þenann, Toyota rav4 árg 2002. og á alveg súper prís.
Sigríður prufu keyrði hann í morgun, hún keyrði upp í Hola og svo keyrði ég heim. Skruppum aðeins í Melstað í morgun og svo líka í Þúfur. Eftir hádegið tókum við okkur svo til og fórum í bókhaldið og svo keyrðum við restinni af rúllunum á heimatúninu. Um kaffið fórum við svo upp á Krók og fórum í Skaffó, Þaðan út á Eyri og svo skruppum við til Jóns og Þóru, Þaðan til Ástu og svo náðum við í Sigríði upp í Hóla. Drukkum kaffi á öllum stöðum. Sigríður er nú komin í frí fram á föstudag. Sem sagt komið nóg af kaffi í dag. Komin tími til að skríða undir sæng, en þar til næst hafið það sem best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.7.2008 | 00:21
Birna, Freysteinn, Sævar og Brynjar.
Elsku Birna Freysteinn og frábærir synir, takk fyrir komuna í dag. Leiðinlegt að við skildum ekki veiða neitt í dag , gengur bara vonandi betur næst. Við skemmtum okkur samt vel.
Keyrðum smá heim af rúllum og fórum svo og náðum í Sigríði í vinnuna upp í Hóla, fengum þar dýrindis kvöldmat. Hóla stelpur takk fyrir matinn hann var frábær. Þegar við komum heim horfðum við smá stund á sjónvarpið og skruppum svo niður í sjó aðra ferðina í dag og það gekk betur heldur en í morgun. Í kvöld veiddum við 4 silunga og 8 þorska. Bara gamann að því.
Takk fyri kommentin, núna síðast, er bara sama um bílinn fyrst að stelpu krúttið mitt slapp svona vel. bara ein smá skráma. Það má alltaf fá annan bíl. En ekki aðra Sigríði. Förum norður í vikunni og kíkjum á bíla. Svo svona af því mynst er á bíla, til hamingju með nýja bílainn Silla og Oddur. Svo Linda sys gamann að þú skildir hringja það er svo langt síðan ég hef heyrt í þér. Annars hafið það sem best og svo Sigrún farið nú að kíkja í veiði.
Knús þar til næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.7.2008 | 23:38
Veiði meðal annars
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.7.2008 | 19:46
Áfram NEISTI
Takk fyrir skenmmtunina á föstudag og laugardag, gamann að fá að fylgjast með ykkur í boltaum.
Eyddum föstudeginum á pollamótinu á Akureyri Gummi var að spila með Neista og við Sigríður fórum að horfa á, á milli leikjakruppum við svo smá í búðir. Þeir spiluðu 5 leiki á föstudaginn. avið skelltum okkur svo í heita pottinn í Varmahlíð á leiðinni heim. Í morgun vorum við svo komin í Hofsóskl 6.30 og tókum Þorgils með okkur norður, 2 leikir í dag. Strákarnir fóru svo og fengu sér að borða ðí hádeginu en við Sigríður rölltum í göngugötunni á meðan. Þar keypti ég mér æðislegann hvæitann sumarkjól. Frá Akureyri fórum við svo til Dalvíkur og fórum það í sund. Eftir það fórum við í kirkjugarinn á Ufsum og ég setti blóm á leiðin hennar ömmu, þaðan fórum við til Ólafsfjarðar og svo Lágheiðina heim. Grillað kjöt í kvöldmat, Gummi fór að slá og fer svo á eftir að palkka hjá Lofti bónda. Svo að þar til næst hafið það sem best. Neista strákar og stuðningsmenn, og konur takk fyrir skemmtunina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.6.2008 | 23:43
Gestagangur
Dagurinn byrjaði hægt ætlaði aldrei að hafa af að vakna, Þegar það hafðist var dottið í að laga aðeins til, riksuga þurka af og og laga aðeins til í stofunni. Gummi og Guðjón elduðu hádegismatinn, það var mjög gott. Óskar kom reyndar ekki upp og borðaði því að ég gat ekki vakið hann, Sigríður skrapp upp á Krók og horfði á einn leik í fótbolta.
Eftir hádegið komu gestir, Sigríður, Kristján, Anna Margrét, Valgarður og Snorri Steinn, af Króknum komu fyrst svo komu Ásta, Ingólfur og Helgi Hrannar, skömmu seinna. Takk öll fyrir komuna gaman að þið skilduð koma öllSigríður og Ágúst héldu aafram kofa byggingu,á rústum Skakka-bæjar. því miðar bara vel. Saumaði smá bútó í kvöld. Vona að þið hafið það sem best, þar til næst.
Takk fyrir kommentin í gær. Knús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar