Loksins laugardagur

Loksins er komin laugardagur, og mánuðurinn bara allt í einu sama sem búin. Búin að vera í skólanum í heilann mánuð, frábært og rosalega gaman.  Það er reyndar skrýtið að vera í tímum með krökkunum. Ég gæti verið mamma þeirra allra. Guðjón minn hefur tekið þessu ótrúlega vel og það að eiga svona yndislegan mann sem reddar því heima sem þarf að redda. Þetta gengi bara annars ekki.

Guðjón fór í Skammtímavistun í gær og verður fram á mánudag, hann var orðinn rosa spenntur og hlakkaði til. Í kvöld ætlum við að fara á Þorrablót í Höfðaborg á Hofsósi. Við Ásta vorum búnar að verka súrmatinn í haust, svo að við eigum fullt af góðum súrmat, og þurfum ekkert að spara hann, og svo sauð Gummi hangikjötið og nautatunguna í gær á meðann ég var í skólanum. Við erum búin að ganga frá þessu í box og svo verður farið með þetta eftir hádegið. Þetta verður frábært eins og alltaf vona ég. Koma reyndar færri með okkur en vonast var eftir, en það getur allt breyst.  Núna er gjóla úti og fallega hvítur snjór yfir öllu. Held reyndar að það sé ofboðslega hált. Megið annars eiga góða helgi, bestu kveðjur og knúsurInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir sem ekki nenntu að koma vita ekki hverju þeir missa af.  Sérstaklega ekki í súrmatnum.  Ingólfur fékk þorramat í dag og sagði að okkar væri sko miklu betri.  Sjáumst í kvöld

Ásta (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 18:45

2 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir að samþykkja bloggvináttu við mig, ég vildi geta skoðað oftar og meira hjá þér handavinnuna. Hef sjálf gaman af slíku.

Góða skemmtun

Ragnheiður , 31.1.2009 kl. 22:18

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég kemst víst ekki á þorrablót þetta árið, ég sem elska þorramat.  Samt gæti verið að ég skreppi í Múlakaffi og fái mér almennilegan þorramat þar.  Ég óska þér góðrar helgar, og góðrar skemmtunar á þorrablótinu

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.2.2009 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 767

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband